Innlent

Maðurinn með meðvitund þegar viðbragðsaðilar komu á staðinn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út vegna vélsleðaslyss.
Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út vegna vélsleðaslyss. Vísir/anton
Uppfært klukkan 19:02: Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi er þyrla Landhelgisgæslunnar nú á leiðinni með vélsleðamanninn á slysadeild Landspítalans. Var maðurinn með meðvitund þegar viðbragðsaðilar komu á staðinn og virtist hann ekki mikið slasaður við fyrstu sýn. Ekkert er vitað enn sem komið er um tildrög slyssins en að því er fram kemur á RÚV féll maðurinn um 20 metra á sleðanum ofan í Jökulgil.

Vélsleðaslys varð á sjötta tímanum í dag í Jökulgili inn af Landmannalaugum og hafa björgunarsveitir á í Rangárvallasýslu og Árnessýslu verið kallaðar út auk þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Eru viðbragðsaðilar á leið á staðinn samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Einn maður var á sleðanum en ekki er vitað um tildrög slyssins á þessari stundu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×