Valur Orri í metabækur Florida Tech | Thelma átti stórleik Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2020 10:05 Valur Orri Valsson í búningi Florida Tech. mynd/Florida tech Valur Orri Valsson átti ríkan þátt í mikilvægum sigri Florida Tech á Embry-Riddle, 77-70, í bandaríska háskólakörfuboltanum í nótt. Valur Orri skráði sig í sögubækur skólans en hann átti tíu stoðsendingar og hefur þar með átt 429 stoðsendingar á háskólaferlinum, fleiri en nokkur annar sem numið hefur við skólann. Það sem gerir afrek Vals enn merkilegra er að hann hefur náð áfanganum á innan við þremur leiktíðum. „Ég er afar stoltur af Val Valssyni að vera búinn að festa nafn sitt að eilífu í metabækur Florida Tech. Það er magnað að hugsa til þess hvernig hann hefur náð þessu meti. Hann þurfti að sitja hjá fyrsta árið sitt hérna áður en hann var löglegur með okkur, og síðan missti hann ár og hafði bara þrjú ár eftir til að vera í liðinu. Það er gjörsamlega ótrúlegt að ná svona mörgum stoðsendingum á þremur leiktíðum,“ sagði Billy Mims, þjálfari Florida Tech, og bætti við að Valur væri með ótrúlegt auga fyrir spili. Valur skoraði einnig níu stig, tók sjö fráköst og stal boltanum þrisvar sinnum í leiknum í nótt. Florida Tech hefur nú unnið 11 leiki af 14 á heimavelli. Guðlaug Júlíusdóttir og stöllur hennar í kvennaliði Florida Tech fögnuðu einnig sigri á Embry-Riddle, 80-74. Guðlaug var meðal stigahæstu leikmanna með 16 stig en hún tók einnig 4 fráköst og átti 2 stoðsendingar.Thelma átti sinn besta dagThelma Dís Ágústsdóttir skoraði 26 stig í nótt.mynd/Ball StateThelma Dís Ágústsdóttir fór á kostum fyrir Ball State í 69-58 sigri á Buffalo. Hún skoraði heil 26 stig sem er met hjá Thelmu í háskólakörfuboltanum. Thelma hitti meðal annars úr 6 af 7 þriggja stiga skotum sínum í leiknum en auk stiganna þá tók hún sjö fráköst og átti eina stoðsendingu. Þar með hefur Ball State unnið 17 af 24 leikjum sínum á leiktíðinni.Þórir Guðmundur Þorbjarnarson skoraði 8 stig, tók 3 fráköst og átti 2 stoðsendingar þegar Nebraska tapaði fyrir Wisconsin, 81-64. Wisconsin náði 21-5 kafla í seinni hálfleik sem gerði út um leikinn, en liðið var 39-38 yfir í hálfleik. Bandaríski háskólakörfuboltinn Körfubolti Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Sjá meira
Valur Orri Valsson átti ríkan þátt í mikilvægum sigri Florida Tech á Embry-Riddle, 77-70, í bandaríska háskólakörfuboltanum í nótt. Valur Orri skráði sig í sögubækur skólans en hann átti tíu stoðsendingar og hefur þar með átt 429 stoðsendingar á háskólaferlinum, fleiri en nokkur annar sem numið hefur við skólann. Það sem gerir afrek Vals enn merkilegra er að hann hefur náð áfanganum á innan við þremur leiktíðum. „Ég er afar stoltur af Val Valssyni að vera búinn að festa nafn sitt að eilífu í metabækur Florida Tech. Það er magnað að hugsa til þess hvernig hann hefur náð þessu meti. Hann þurfti að sitja hjá fyrsta árið sitt hérna áður en hann var löglegur með okkur, og síðan missti hann ár og hafði bara þrjú ár eftir til að vera í liðinu. Það er gjörsamlega ótrúlegt að ná svona mörgum stoðsendingum á þremur leiktíðum,“ sagði Billy Mims, þjálfari Florida Tech, og bætti við að Valur væri með ótrúlegt auga fyrir spili. Valur skoraði einnig níu stig, tók sjö fráköst og stal boltanum þrisvar sinnum í leiknum í nótt. Florida Tech hefur nú unnið 11 leiki af 14 á heimavelli. Guðlaug Júlíusdóttir og stöllur hennar í kvennaliði Florida Tech fögnuðu einnig sigri á Embry-Riddle, 80-74. Guðlaug var meðal stigahæstu leikmanna með 16 stig en hún tók einnig 4 fráköst og átti 2 stoðsendingar.Thelma átti sinn besta dagThelma Dís Ágústsdóttir skoraði 26 stig í nótt.mynd/Ball StateThelma Dís Ágústsdóttir fór á kostum fyrir Ball State í 69-58 sigri á Buffalo. Hún skoraði heil 26 stig sem er met hjá Thelmu í háskólakörfuboltanum. Thelma hitti meðal annars úr 6 af 7 þriggja stiga skotum sínum í leiknum en auk stiganna þá tók hún sjö fráköst og átti eina stoðsendingu. Þar með hefur Ball State unnið 17 af 24 leikjum sínum á leiktíðinni.Þórir Guðmundur Þorbjarnarson skoraði 8 stig, tók 3 fráköst og átti 2 stoðsendingar þegar Nebraska tapaði fyrir Wisconsin, 81-64. Wisconsin náði 21-5 kafla í seinni hálfleik sem gerði út um leikinn, en liðið var 39-38 yfir í hálfleik.
Bandaríski háskólakörfuboltinn Körfubolti Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Sjá meira