Innlent

Mannfjöldanum ekki viðhaldið

Fæðingar á Íslandi eru færri en svo að þær dugi til að viðhalda mannfjöldanum. Þetta er samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofu Íslands um fæðingar á Íslandi. Undanfarin fimm ár hefur frjósemi hverrar íslenskrar konu verið undir þeim viðmiðum sem höfð eru. Þó er frjósemi meiri hér en almennt á Vesturlöndum og sú mesta í Evrópu að Tyrklandi undanskildu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×