Fjöldauppsagnir eða aukin umsvif? 13. október 2005 19:12 Grundvallarbreytingar gætu orðið á herstöðinni á Miðnesheiði á næstunni fallist Bandaríkjaforseti á einhverja þeirra tillagna sem liggja fyrir um framtíð stöðvarinnar. Sumar tillagnanna fela í sér miklar fjöldauppsagnir en aðrar gera ráð fyrir auknu umfangi. Ekkert fréttist af viðræðum íslenskra stjórnvalda við bandarísk yfirvöld um framtíð varnarsamstarfs ríkjanna en það er ekki þar með sagt að ekkert sé að gerast. Fjölmargar tillögur um hugsanlegt framtíðarfyrirkomulag Keflavíkurstöðvarinnar hafa verið smíðaðar og sendar hæstráðendum í Hvíta húsinu. Nú er beðið ákvörðunar þar, sem er þó að líkindum ekki að vænta fyrr en að loknum einhvers konar viðræðum við Íslendinga. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 eru tillögurnar af öllum stærðum og gerðum. Sumar gera ráð fyrir því að nánast öllu verði lokað og að nokkrir tugir hermanna og íslenskir verktakar sjái um lágmarksviðhald þannig að hægt sé að blása lífi í stöðina sé þess þörf. Meðal hugmynda er að segja upp fjölda fastráðinna iðnaðarmanna og öðrum og fela verktökum tilfallandi störf eftir því sem þurfa þykir. Rætt er um að allt að helmingur núverandi íslenskra starfsmanna Varnarliðsins gæti misst vinnuna verði farið eftir þessari tillögu. Önnur tillaga, sem sögð er líklegust, gerir ráð fyrir því að bandaríski flugherinn taki við stöðinni en sem stendur hefur sjóherinn yfirráð yfir henni. Fjöldi viðmælenda fréttastofunnar segir slíka tillögu hafa verið útfærða ítarlega en með henni væri grundvallarskilyrði Íslendinga, vera orrustuþotna, mætt. Það þykir renna stoðum undir áhuga flughersins að yfirmaður stöðvarinnar nú er úr flughernum, en það gerðist síðast árið 1961. Óljóst er hver fjöldi hermanna yrði en sumar útgáfur þessarar tillögu gera ráð fyrir að umfang herstöðvarinnar aukist. Kröfur flughersins eru allt aðrar sjóhersins og hætt er við að íslenskir verktakar kættust þegar breyta þyrfti vistarverum og stórum hluta innviða mannvirkja á vellinum. Einn viðmælanda fréttastofunnar nefndi sem dæmi að unnið er að dýrri endurnýjun meginmatsalarins en taki flugherinn við þyrfti að taka hann í gegn á ný þar sem hann uppfyllti engan veginn kröfur flughersins. Ennfremur er sagt að hjá sjóhernum sé litið á stöðina sem óþarfa en að flughersmenn telji þjálfunarmöguleika hér kost. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er rætt um að hluti starfseminnar á Varnarstöðinni verði falinn flughernum frá og með næsta hausti en þær fregnir hafa ekki fengist staðfestar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Grundvallarbreytingar gætu orðið á herstöðinni á Miðnesheiði á næstunni fallist Bandaríkjaforseti á einhverja þeirra tillagna sem liggja fyrir um framtíð stöðvarinnar. Sumar tillagnanna fela í sér miklar fjöldauppsagnir en aðrar gera ráð fyrir auknu umfangi. Ekkert fréttist af viðræðum íslenskra stjórnvalda við bandarísk yfirvöld um framtíð varnarsamstarfs ríkjanna en það er ekki þar með sagt að ekkert sé að gerast. Fjölmargar tillögur um hugsanlegt framtíðarfyrirkomulag Keflavíkurstöðvarinnar hafa verið smíðaðar og sendar hæstráðendum í Hvíta húsinu. Nú er beðið ákvörðunar þar, sem er þó að líkindum ekki að vænta fyrr en að loknum einhvers konar viðræðum við Íslendinga. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 eru tillögurnar af öllum stærðum og gerðum. Sumar gera ráð fyrir því að nánast öllu verði lokað og að nokkrir tugir hermanna og íslenskir verktakar sjái um lágmarksviðhald þannig að hægt sé að blása lífi í stöðina sé þess þörf. Meðal hugmynda er að segja upp fjölda fastráðinna iðnaðarmanna og öðrum og fela verktökum tilfallandi störf eftir því sem þurfa þykir. Rætt er um að allt að helmingur núverandi íslenskra starfsmanna Varnarliðsins gæti misst vinnuna verði farið eftir þessari tillögu. Önnur tillaga, sem sögð er líklegust, gerir ráð fyrir því að bandaríski flugherinn taki við stöðinni en sem stendur hefur sjóherinn yfirráð yfir henni. Fjöldi viðmælenda fréttastofunnar segir slíka tillögu hafa verið útfærða ítarlega en með henni væri grundvallarskilyrði Íslendinga, vera orrustuþotna, mætt. Það þykir renna stoðum undir áhuga flughersins að yfirmaður stöðvarinnar nú er úr flughernum, en það gerðist síðast árið 1961. Óljóst er hver fjöldi hermanna yrði en sumar útgáfur þessarar tillögu gera ráð fyrir að umfang herstöðvarinnar aukist. Kröfur flughersins eru allt aðrar sjóhersins og hætt er við að íslenskir verktakar kættust þegar breyta þyrfti vistarverum og stórum hluta innviða mannvirkja á vellinum. Einn viðmælanda fréttastofunnar nefndi sem dæmi að unnið er að dýrri endurnýjun meginmatsalarins en taki flugherinn við þyrfti að taka hann í gegn á ný þar sem hann uppfyllti engan veginn kröfur flughersins. Ennfremur er sagt að hjá sjóhernum sé litið á stöðina sem óþarfa en að flughersmenn telji þjálfunarmöguleika hér kost. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er rætt um að hluti starfseminnar á Varnarstöðinni verði falinn flughernum frá og með næsta hausti en þær fregnir hafa ekki fengist staðfestar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira