Fjöldauppsagnir eða aukin umsvif? 13. október 2005 19:12 Grundvallarbreytingar gætu orðið á herstöðinni á Miðnesheiði á næstunni fallist Bandaríkjaforseti á einhverja þeirra tillagna sem liggja fyrir um framtíð stöðvarinnar. Sumar tillagnanna fela í sér miklar fjöldauppsagnir en aðrar gera ráð fyrir auknu umfangi. Ekkert fréttist af viðræðum íslenskra stjórnvalda við bandarísk yfirvöld um framtíð varnarsamstarfs ríkjanna en það er ekki þar með sagt að ekkert sé að gerast. Fjölmargar tillögur um hugsanlegt framtíðarfyrirkomulag Keflavíkurstöðvarinnar hafa verið smíðaðar og sendar hæstráðendum í Hvíta húsinu. Nú er beðið ákvörðunar þar, sem er þó að líkindum ekki að vænta fyrr en að loknum einhvers konar viðræðum við Íslendinga. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 eru tillögurnar af öllum stærðum og gerðum. Sumar gera ráð fyrir því að nánast öllu verði lokað og að nokkrir tugir hermanna og íslenskir verktakar sjái um lágmarksviðhald þannig að hægt sé að blása lífi í stöðina sé þess þörf. Meðal hugmynda er að segja upp fjölda fastráðinna iðnaðarmanna og öðrum og fela verktökum tilfallandi störf eftir því sem þurfa þykir. Rætt er um að allt að helmingur núverandi íslenskra starfsmanna Varnarliðsins gæti misst vinnuna verði farið eftir þessari tillögu. Önnur tillaga, sem sögð er líklegust, gerir ráð fyrir því að bandaríski flugherinn taki við stöðinni en sem stendur hefur sjóherinn yfirráð yfir henni. Fjöldi viðmælenda fréttastofunnar segir slíka tillögu hafa verið útfærða ítarlega en með henni væri grundvallarskilyrði Íslendinga, vera orrustuþotna, mætt. Það þykir renna stoðum undir áhuga flughersins að yfirmaður stöðvarinnar nú er úr flughernum, en það gerðist síðast árið 1961. Óljóst er hver fjöldi hermanna yrði en sumar útgáfur þessarar tillögu gera ráð fyrir að umfang herstöðvarinnar aukist. Kröfur flughersins eru allt aðrar sjóhersins og hætt er við að íslenskir verktakar kættust þegar breyta þyrfti vistarverum og stórum hluta innviða mannvirkja á vellinum. Einn viðmælanda fréttastofunnar nefndi sem dæmi að unnið er að dýrri endurnýjun meginmatsalarins en taki flugherinn við þyrfti að taka hann í gegn á ný þar sem hann uppfyllti engan veginn kröfur flughersins. Ennfremur er sagt að hjá sjóhernum sé litið á stöðina sem óþarfa en að flughersmenn telji þjálfunarmöguleika hér kost. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er rætt um að hluti starfseminnar á Varnarstöðinni verði falinn flughernum frá og með næsta hausti en þær fregnir hafa ekki fengist staðfestar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Sjá meira
Grundvallarbreytingar gætu orðið á herstöðinni á Miðnesheiði á næstunni fallist Bandaríkjaforseti á einhverja þeirra tillagna sem liggja fyrir um framtíð stöðvarinnar. Sumar tillagnanna fela í sér miklar fjöldauppsagnir en aðrar gera ráð fyrir auknu umfangi. Ekkert fréttist af viðræðum íslenskra stjórnvalda við bandarísk yfirvöld um framtíð varnarsamstarfs ríkjanna en það er ekki þar með sagt að ekkert sé að gerast. Fjölmargar tillögur um hugsanlegt framtíðarfyrirkomulag Keflavíkurstöðvarinnar hafa verið smíðaðar og sendar hæstráðendum í Hvíta húsinu. Nú er beðið ákvörðunar þar, sem er þó að líkindum ekki að vænta fyrr en að loknum einhvers konar viðræðum við Íslendinga. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 eru tillögurnar af öllum stærðum og gerðum. Sumar gera ráð fyrir því að nánast öllu verði lokað og að nokkrir tugir hermanna og íslenskir verktakar sjái um lágmarksviðhald þannig að hægt sé að blása lífi í stöðina sé þess þörf. Meðal hugmynda er að segja upp fjölda fastráðinna iðnaðarmanna og öðrum og fela verktökum tilfallandi störf eftir því sem þurfa þykir. Rætt er um að allt að helmingur núverandi íslenskra starfsmanna Varnarliðsins gæti misst vinnuna verði farið eftir þessari tillögu. Önnur tillaga, sem sögð er líklegust, gerir ráð fyrir því að bandaríski flugherinn taki við stöðinni en sem stendur hefur sjóherinn yfirráð yfir henni. Fjöldi viðmælenda fréttastofunnar segir slíka tillögu hafa verið útfærða ítarlega en með henni væri grundvallarskilyrði Íslendinga, vera orrustuþotna, mætt. Það þykir renna stoðum undir áhuga flughersins að yfirmaður stöðvarinnar nú er úr flughernum, en það gerðist síðast árið 1961. Óljóst er hver fjöldi hermanna yrði en sumar útgáfur þessarar tillögu gera ráð fyrir að umfang herstöðvarinnar aukist. Kröfur flughersins eru allt aðrar sjóhersins og hætt er við að íslenskir verktakar kættust þegar breyta þyrfti vistarverum og stórum hluta innviða mannvirkja á vellinum. Einn viðmælanda fréttastofunnar nefndi sem dæmi að unnið er að dýrri endurnýjun meginmatsalarins en taki flugherinn við þyrfti að taka hann í gegn á ný þar sem hann uppfyllti engan veginn kröfur flughersins. Ennfremur er sagt að hjá sjóhernum sé litið á stöðina sem óþarfa en að flughersmenn telji þjálfunarmöguleika hér kost. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er rætt um að hluti starfseminnar á Varnarstöðinni verði falinn flughernum frá og með næsta hausti en þær fregnir hafa ekki fengist staðfestar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Sjá meira