Eru lífsgildi öfgatrúleysishópa leiðarljós Mannréttindaráðs? Fjalar Freyr Einarsson skrifar 16. desember 2010 06:00 Umræða um tillögu Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar (MR) hefur ekki verið hávær eftir breytingar sem ráðið gerði á tillögunum. Telja margir að þar hafi ráðið tekið af alla annmarka tillagnanna. En því fer fjarri. Vissulega hefur verið tekið tillit til margra ábendinga en eftir stendur sami grautur í nýrri skál. Meirihluti MR hefur varið tillögur sínar og segir að tillögurnar séu samstíga leiðbeinandi reglum þjóðkirkjunnar í öllum atriðum nema einu. Slíkur rökstuðningur lýsir óbilgirni og rökleysi meirihlutans í undarlegum tillögum. Í því sambandi vil ég spyrja meirihlutann hvaða liður það sé sem er svona mikið samstíga þjóðkirkjunni. Er það að: Kirkjan megi ekki heimsækja grunnskóla eða kynna gott starf kirkjunnar? Ekki megi hengja upp auglýsingar um kristilegt æskulýðsstarf? Nemendur mega ekki þiggja Nýja testamentið að gjöf? Nemendur megi ekki syngja eða taka annan þátt í kirkjuheimsóknum? Prestar komi ekki að áfallahjálp nema með sérstöku samþykki allra hlutaðeigandi barna? Trúar- og lífsskoðunarfélög skipuleggi ekki fermingar- og barnastarf á skólatíma en íþróttafélögum og tómstundastarfi utan kirkju sé það heimilt? Tónmenntakennarar megi ekki syngja sálma með nemendum? Í grunnskólum landsins er litið á nemendur sem einstaklinga með mismunandi þarfir sem þarf að mæta. Þar er meðal annars að finna nemendur sem þurfa sérstaka fæðu, hafa ofnæmi, fara í viðtal til námsráðgjafa eða fara í aðrar stofur að læra. Sumir hafa röskun á einhverfurófi, aðrir eru með tourette og enn aðrir eru á lyfjum. Mín reynsla sem kennari er að ef sérstakar aðstæður nemanda eru útskýrðar vel fyrir öðrum nemendum eykur það skilning þeirra gagnvart nemandanum og breytir neikvæðum viðhorfum þeirra í jákvæð. Það sama tel ég eiga við þegar nemendur hafa aðra trúar- eða lífsskoðun. Því er afar misráðið að útiloka svo mikilvægt atriði í lífi einstaklinga og þjóðar. Skólastarf á Íslandi markast af stefnu sem kallast „Skóli fyrir alla". Er hún talin auka skilning barna á félagslegri blöndun nemenda og undirbúningi þeirra fyrir þátttöku í samfélaginu í fullu jafnræði. MR telur þetta ekki gilda um trúar- og lífsskoðanir, sem er mjög undarlegt og fer gamaldags leið í ætt við þá að loka þroskahefta á sér stofnun svo hinir „heilbrigðu" þurfi ekki að sjá þá í stað þess að leyfa fjölbreytileika manna að vera á yfirborðinu. Það er kjörið tækifæri fyrir kennara að þjálfa nemendur í umburðarlyndi og skilningi á því að lífsviðhorf fólks sé mismunandi. Ætli MR sér að fara þá grýttu leið að hafa lífsgildi öfga trúleysishópa að leiðarljósi verður ráðið að gera sér grein fyrir því að aðrir lífsgildishópar hafa sama rétt og að fara yrði því alla leið. Það fer til dæmis gegn lífsskoðunum Votta Jehóva að halda hátíðir eins og jól og afmæli. Ætlar MR að beita sér fyrir því að afnema litlu jólin og banna skólunum að halda slíkar hátíðir á skólatíma eða banna nemendum að syngja afmælissönginn til að gæta jafnræðis? Fræðsla á kynlífi og notkun smokka fer gegn lífsskoðunum kaþólikka. Þróunarkenning Darwins fer gegn trúarskoðunum strangtrúaðra. Hópar trúaðra telja samkynhneigð synd. Slíkt „trúboð" verður að stöðva ef MR ætlar að vera samkvæmt sjálfu sér. Meirihluti MR reynir að bakka út úr ógöngum sínum með því að taka það fram að hefðir í skólastarfi sem teljist hluti af gamalgrónum hátíðum þjóðarinnar séu í lagi. Ég spyr þá MR hvort það sé skilningur meirihlutans að það sé í lagi að brjóta „mannréttindi" barna á gamalgrónum hátíðum en ekki aðra daga? Það sér það hver sem vill sjá að tillögur MR eru rökleysa og þegar á heildina er litið er ekki verið að verja mannréttindi heldur ráða annarlegir hagsmunir för. Það er óeðlileg stjórnsýsla sem á ekki að sjást í höfuðborg okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Umræða um tillögu Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar (MR) hefur ekki verið hávær eftir breytingar sem ráðið gerði á tillögunum. Telja margir að þar hafi ráðið tekið af alla annmarka tillagnanna. En því fer fjarri. Vissulega hefur verið tekið tillit til margra ábendinga en eftir stendur sami grautur í nýrri skál. Meirihluti MR hefur varið tillögur sínar og segir að tillögurnar séu samstíga leiðbeinandi reglum þjóðkirkjunnar í öllum atriðum nema einu. Slíkur rökstuðningur lýsir óbilgirni og rökleysi meirihlutans í undarlegum tillögum. Í því sambandi vil ég spyrja meirihlutann hvaða liður það sé sem er svona mikið samstíga þjóðkirkjunni. Er það að: Kirkjan megi ekki heimsækja grunnskóla eða kynna gott starf kirkjunnar? Ekki megi hengja upp auglýsingar um kristilegt æskulýðsstarf? Nemendur mega ekki þiggja Nýja testamentið að gjöf? Nemendur megi ekki syngja eða taka annan þátt í kirkjuheimsóknum? Prestar komi ekki að áfallahjálp nema með sérstöku samþykki allra hlutaðeigandi barna? Trúar- og lífsskoðunarfélög skipuleggi ekki fermingar- og barnastarf á skólatíma en íþróttafélögum og tómstundastarfi utan kirkju sé það heimilt? Tónmenntakennarar megi ekki syngja sálma með nemendum? Í grunnskólum landsins er litið á nemendur sem einstaklinga með mismunandi þarfir sem þarf að mæta. Þar er meðal annars að finna nemendur sem þurfa sérstaka fæðu, hafa ofnæmi, fara í viðtal til námsráðgjafa eða fara í aðrar stofur að læra. Sumir hafa röskun á einhverfurófi, aðrir eru með tourette og enn aðrir eru á lyfjum. Mín reynsla sem kennari er að ef sérstakar aðstæður nemanda eru útskýrðar vel fyrir öðrum nemendum eykur það skilning þeirra gagnvart nemandanum og breytir neikvæðum viðhorfum þeirra í jákvæð. Það sama tel ég eiga við þegar nemendur hafa aðra trúar- eða lífsskoðun. Því er afar misráðið að útiloka svo mikilvægt atriði í lífi einstaklinga og þjóðar. Skólastarf á Íslandi markast af stefnu sem kallast „Skóli fyrir alla". Er hún talin auka skilning barna á félagslegri blöndun nemenda og undirbúningi þeirra fyrir þátttöku í samfélaginu í fullu jafnræði. MR telur þetta ekki gilda um trúar- og lífsskoðanir, sem er mjög undarlegt og fer gamaldags leið í ætt við þá að loka þroskahefta á sér stofnun svo hinir „heilbrigðu" þurfi ekki að sjá þá í stað þess að leyfa fjölbreytileika manna að vera á yfirborðinu. Það er kjörið tækifæri fyrir kennara að þjálfa nemendur í umburðarlyndi og skilningi á því að lífsviðhorf fólks sé mismunandi. Ætli MR sér að fara þá grýttu leið að hafa lífsgildi öfga trúleysishópa að leiðarljósi verður ráðið að gera sér grein fyrir því að aðrir lífsgildishópar hafa sama rétt og að fara yrði því alla leið. Það fer til dæmis gegn lífsskoðunum Votta Jehóva að halda hátíðir eins og jól og afmæli. Ætlar MR að beita sér fyrir því að afnema litlu jólin og banna skólunum að halda slíkar hátíðir á skólatíma eða banna nemendum að syngja afmælissönginn til að gæta jafnræðis? Fræðsla á kynlífi og notkun smokka fer gegn lífsskoðunum kaþólikka. Þróunarkenning Darwins fer gegn trúarskoðunum strangtrúaðra. Hópar trúaðra telja samkynhneigð synd. Slíkt „trúboð" verður að stöðva ef MR ætlar að vera samkvæmt sjálfu sér. Meirihluti MR reynir að bakka út úr ógöngum sínum með því að taka það fram að hefðir í skólastarfi sem teljist hluti af gamalgrónum hátíðum þjóðarinnar séu í lagi. Ég spyr þá MR hvort það sé skilningur meirihlutans að það sé í lagi að brjóta „mannréttindi" barna á gamalgrónum hátíðum en ekki aðra daga? Það sér það hver sem vill sjá að tillögur MR eru rökleysa og þegar á heildina er litið er ekki verið að verja mannréttindi heldur ráða annarlegir hagsmunir för. Það er óeðlileg stjórnsýsla sem á ekki að sjást í höfuðborg okkar.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun