MORFÍS-keppni um börnin Kristinn Þór Sigurjónsson skrifar 16. desember 2010 05:15 Skilnaður eða sambúðarslit eru víst seint talin til þess besta sem fólk almennt fer í gegnum, en ljótasta mynd þessa ferlis kemur fram þegar upp koma deilur um forsjá barna. Undanfarin ár hefur sú jákvæða þróun verið að oftar en ekki semja foreldrar um sameiginlega forsjá og þó svo að Þjóðskrá bjóði ekki upp á tvískiptingu lögheimilis eru þetta allt skref í rétta átt. En ástæða þessara skrifa nú er þau tilvik þar sem ekki reynist unnt hjá foreldrum að semja um forsjá án aðstoðar dómstóla. Í dag er ferli forsjármála sams konar og í öðrum einkamálum fyrir dómi. Oftar en ekki ráða foreldrar til sín lögfræðinga til að sjá um málaundirbúning og málflutning - og þessir lögfræðingar fara síðan í MORFÍS-keppni um börnin. Ég líki þessu ferli saman við þann málflutning, þar sem markmiðið er að vinna með öllum tiltækum ráðum - án þess að horfa í hvað sé rétt og/eða satt. Samkvæmt barnalögum er litið svo á að dæmt sé í forsjármálum samkvæmt því sem sé börnunum fyrir bestu. Þrátt fyrir það hafa börnin engan lögfræðing og í raun engan talsmann fyrir dómi. Fyrirkomulagið í dag er þannig að lögfræðingur (A) reynir að draga fram allt það neikvæða í fari skjólstæðings (B), hvort sem það sé sannleikanum samkvæmt eða stórkostlega ýkt. Þannig gengur þetta í báðar áttir þannig að fyrir dómara situr eftir vitnisburður um hversu óhæf bæði eru. Fyrir dómara liggur þá það verkefni að velja það foreldri sem hann metur minna vanhæft til að bera ábyrgð á barninu. Núverandi kerfi getur aðeins kallað fram það neikvæðasta sem hægt er að finna upp eða skálda um málsaðila, nema barnið sem virðist sitja eftir sem aukaaðili málsins. Sönnunarfærsla í málum sem þessum er flókin ef ekki ómöguleg - því oft eru þetta frásagnir af sama atburði frá sitthvoru sjónarhorni sem almennt er ekki skjalfest með formlegum hætti. Það sem slær höfund í slíku ferli er skortur á réttum og sanngjörnum málflutningi frá báðum aðilum málsins (miðað við núverandi fyrirkomulag). Er það virkilega þannig að við sambúðarslit breytist foreldrar úr ástríku foreldri í óhæfa og sjálfhverfa eiginhagsmunaseggi sem eiga helst ekki að koma nálægt uppeldi barna? Þessi tilhögun mála er að mati höfundar vægast sagt röng. Réttara væri ef foreldrum væri óheimilt að ráða til sín lögfræðinga, og þannig draga úr líkum á að betri lögfræðingur sé ávísun á að verða dæmt minna vanhæft foreldri. Þess í stað verði barninu skipaður lögfræðingur sem vinnur samkvæmt barnalögum og tekur skýrslu af þeim aðilum sem hann telur til þess fallna að gefa sem réttustu mynd. Þessi lögfræðingur gefur síðan hlutlausa skýrslu til dómara sem úrskurðar svo hvort foreldrið sé hæfara, ekki minna vanhæft. Síðan fellur kostaður við þennan lögfræðing jafnt á foreldrana, ólíkt þeirri venju að dæma allan lögfræðikostnað á meira vanhæfa foreldrið. Það tekur jú tvo til að deila í þessum málum sem öðrum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Skilnaður eða sambúðarslit eru víst seint talin til þess besta sem fólk almennt fer í gegnum, en ljótasta mynd þessa ferlis kemur fram þegar upp koma deilur um forsjá barna. Undanfarin ár hefur sú jákvæða þróun verið að oftar en ekki semja foreldrar um sameiginlega forsjá og þó svo að Þjóðskrá bjóði ekki upp á tvískiptingu lögheimilis eru þetta allt skref í rétta átt. En ástæða þessara skrifa nú er þau tilvik þar sem ekki reynist unnt hjá foreldrum að semja um forsjá án aðstoðar dómstóla. Í dag er ferli forsjármála sams konar og í öðrum einkamálum fyrir dómi. Oftar en ekki ráða foreldrar til sín lögfræðinga til að sjá um málaundirbúning og málflutning - og þessir lögfræðingar fara síðan í MORFÍS-keppni um börnin. Ég líki þessu ferli saman við þann málflutning, þar sem markmiðið er að vinna með öllum tiltækum ráðum - án þess að horfa í hvað sé rétt og/eða satt. Samkvæmt barnalögum er litið svo á að dæmt sé í forsjármálum samkvæmt því sem sé börnunum fyrir bestu. Þrátt fyrir það hafa börnin engan lögfræðing og í raun engan talsmann fyrir dómi. Fyrirkomulagið í dag er þannig að lögfræðingur (A) reynir að draga fram allt það neikvæða í fari skjólstæðings (B), hvort sem það sé sannleikanum samkvæmt eða stórkostlega ýkt. Þannig gengur þetta í báðar áttir þannig að fyrir dómara situr eftir vitnisburður um hversu óhæf bæði eru. Fyrir dómara liggur þá það verkefni að velja það foreldri sem hann metur minna vanhæft til að bera ábyrgð á barninu. Núverandi kerfi getur aðeins kallað fram það neikvæðasta sem hægt er að finna upp eða skálda um málsaðila, nema barnið sem virðist sitja eftir sem aukaaðili málsins. Sönnunarfærsla í málum sem þessum er flókin ef ekki ómöguleg - því oft eru þetta frásagnir af sama atburði frá sitthvoru sjónarhorni sem almennt er ekki skjalfest með formlegum hætti. Það sem slær höfund í slíku ferli er skortur á réttum og sanngjörnum málflutningi frá báðum aðilum málsins (miðað við núverandi fyrirkomulag). Er það virkilega þannig að við sambúðarslit breytist foreldrar úr ástríku foreldri í óhæfa og sjálfhverfa eiginhagsmunaseggi sem eiga helst ekki að koma nálægt uppeldi barna? Þessi tilhögun mála er að mati höfundar vægast sagt röng. Réttara væri ef foreldrum væri óheimilt að ráða til sín lögfræðinga, og þannig draga úr líkum á að betri lögfræðingur sé ávísun á að verða dæmt minna vanhæft foreldri. Þess í stað verði barninu skipaður lögfræðingur sem vinnur samkvæmt barnalögum og tekur skýrslu af þeim aðilum sem hann telur til þess fallna að gefa sem réttustu mynd. Þessi lögfræðingur gefur síðan hlutlausa skýrslu til dómara sem úrskurðar svo hvort foreldrið sé hæfara, ekki minna vanhæft. Síðan fellur kostaður við þennan lögfræðing jafnt á foreldrana, ólíkt þeirri venju að dæma allan lögfræðikostnað á meira vanhæfa foreldrið. Það tekur jú tvo til að deila í þessum málum sem öðrum.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun