MORFÍS-keppni um börnin Kristinn Þór Sigurjónsson skrifar 16. desember 2010 05:15 Skilnaður eða sambúðarslit eru víst seint talin til þess besta sem fólk almennt fer í gegnum, en ljótasta mynd þessa ferlis kemur fram þegar upp koma deilur um forsjá barna. Undanfarin ár hefur sú jákvæða þróun verið að oftar en ekki semja foreldrar um sameiginlega forsjá og þó svo að Þjóðskrá bjóði ekki upp á tvískiptingu lögheimilis eru þetta allt skref í rétta átt. En ástæða þessara skrifa nú er þau tilvik þar sem ekki reynist unnt hjá foreldrum að semja um forsjá án aðstoðar dómstóla. Í dag er ferli forsjármála sams konar og í öðrum einkamálum fyrir dómi. Oftar en ekki ráða foreldrar til sín lögfræðinga til að sjá um málaundirbúning og málflutning - og þessir lögfræðingar fara síðan í MORFÍS-keppni um börnin. Ég líki þessu ferli saman við þann málflutning, þar sem markmiðið er að vinna með öllum tiltækum ráðum - án þess að horfa í hvað sé rétt og/eða satt. Samkvæmt barnalögum er litið svo á að dæmt sé í forsjármálum samkvæmt því sem sé börnunum fyrir bestu. Þrátt fyrir það hafa börnin engan lögfræðing og í raun engan talsmann fyrir dómi. Fyrirkomulagið í dag er þannig að lögfræðingur (A) reynir að draga fram allt það neikvæða í fari skjólstæðings (B), hvort sem það sé sannleikanum samkvæmt eða stórkostlega ýkt. Þannig gengur þetta í báðar áttir þannig að fyrir dómara situr eftir vitnisburður um hversu óhæf bæði eru. Fyrir dómara liggur þá það verkefni að velja það foreldri sem hann metur minna vanhæft til að bera ábyrgð á barninu. Núverandi kerfi getur aðeins kallað fram það neikvæðasta sem hægt er að finna upp eða skálda um málsaðila, nema barnið sem virðist sitja eftir sem aukaaðili málsins. Sönnunarfærsla í málum sem þessum er flókin ef ekki ómöguleg - því oft eru þetta frásagnir af sama atburði frá sitthvoru sjónarhorni sem almennt er ekki skjalfest með formlegum hætti. Það sem slær höfund í slíku ferli er skortur á réttum og sanngjörnum málflutningi frá báðum aðilum málsins (miðað við núverandi fyrirkomulag). Er það virkilega þannig að við sambúðarslit breytist foreldrar úr ástríku foreldri í óhæfa og sjálfhverfa eiginhagsmunaseggi sem eiga helst ekki að koma nálægt uppeldi barna? Þessi tilhögun mála er að mati höfundar vægast sagt röng. Réttara væri ef foreldrum væri óheimilt að ráða til sín lögfræðinga, og þannig draga úr líkum á að betri lögfræðingur sé ávísun á að verða dæmt minna vanhæft foreldri. Þess í stað verði barninu skipaður lögfræðingur sem vinnur samkvæmt barnalögum og tekur skýrslu af þeim aðilum sem hann telur til þess fallna að gefa sem réttustu mynd. Þessi lögfræðingur gefur síðan hlutlausa skýrslu til dómara sem úrskurðar svo hvort foreldrið sé hæfara, ekki minna vanhæft. Síðan fellur kostaður við þennan lögfræðing jafnt á foreldrana, ólíkt þeirri venju að dæma allan lögfræðikostnað á meira vanhæfa foreldrið. Það tekur jú tvo til að deila í þessum málum sem öðrum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Skilnaður eða sambúðarslit eru víst seint talin til þess besta sem fólk almennt fer í gegnum, en ljótasta mynd þessa ferlis kemur fram þegar upp koma deilur um forsjá barna. Undanfarin ár hefur sú jákvæða þróun verið að oftar en ekki semja foreldrar um sameiginlega forsjá og þó svo að Þjóðskrá bjóði ekki upp á tvískiptingu lögheimilis eru þetta allt skref í rétta átt. En ástæða þessara skrifa nú er þau tilvik þar sem ekki reynist unnt hjá foreldrum að semja um forsjá án aðstoðar dómstóla. Í dag er ferli forsjármála sams konar og í öðrum einkamálum fyrir dómi. Oftar en ekki ráða foreldrar til sín lögfræðinga til að sjá um málaundirbúning og málflutning - og þessir lögfræðingar fara síðan í MORFÍS-keppni um börnin. Ég líki þessu ferli saman við þann málflutning, þar sem markmiðið er að vinna með öllum tiltækum ráðum - án þess að horfa í hvað sé rétt og/eða satt. Samkvæmt barnalögum er litið svo á að dæmt sé í forsjármálum samkvæmt því sem sé börnunum fyrir bestu. Þrátt fyrir það hafa börnin engan lögfræðing og í raun engan talsmann fyrir dómi. Fyrirkomulagið í dag er þannig að lögfræðingur (A) reynir að draga fram allt það neikvæða í fari skjólstæðings (B), hvort sem það sé sannleikanum samkvæmt eða stórkostlega ýkt. Þannig gengur þetta í báðar áttir þannig að fyrir dómara situr eftir vitnisburður um hversu óhæf bæði eru. Fyrir dómara liggur þá það verkefni að velja það foreldri sem hann metur minna vanhæft til að bera ábyrgð á barninu. Núverandi kerfi getur aðeins kallað fram það neikvæðasta sem hægt er að finna upp eða skálda um málsaðila, nema barnið sem virðist sitja eftir sem aukaaðili málsins. Sönnunarfærsla í málum sem þessum er flókin ef ekki ómöguleg - því oft eru þetta frásagnir af sama atburði frá sitthvoru sjónarhorni sem almennt er ekki skjalfest með formlegum hætti. Það sem slær höfund í slíku ferli er skortur á réttum og sanngjörnum málflutningi frá báðum aðilum málsins (miðað við núverandi fyrirkomulag). Er það virkilega þannig að við sambúðarslit breytist foreldrar úr ástríku foreldri í óhæfa og sjálfhverfa eiginhagsmunaseggi sem eiga helst ekki að koma nálægt uppeldi barna? Þessi tilhögun mála er að mati höfundar vægast sagt röng. Réttara væri ef foreldrum væri óheimilt að ráða til sín lögfræðinga, og þannig draga úr líkum á að betri lögfræðingur sé ávísun á að verða dæmt minna vanhæft foreldri. Þess í stað verði barninu skipaður lögfræðingur sem vinnur samkvæmt barnalögum og tekur skýrslu af þeim aðilum sem hann telur til þess fallna að gefa sem réttustu mynd. Þessi lögfræðingur gefur síðan hlutlausa skýrslu til dómara sem úrskurðar svo hvort foreldrið sé hæfara, ekki minna vanhæft. Síðan fellur kostaður við þennan lögfræðing jafnt á foreldrana, ólíkt þeirri venju að dæma allan lögfræðikostnað á meira vanhæfa foreldrið. Það tekur jú tvo til að deila í þessum málum sem öðrum.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun