Bleiki fíllinn í skólamálum Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar 28. mars 2018 13:30 Eftir nærri tvo áratugi í starfi með börnum og kennurum í borginni okkar, og víðar, veit ég frá fyrstu hendi yfir hvaða mannauði við höfum að ráða og mikilvægi þess að hlúa vel honum. Reykjavíkurborg er stærsta sveitafélag landsins og á að mínu mati að vera best til þess fallin að vera leiðandi í skólaþróun og skólastarfi. Við getum gert miklu betur, ef vilji stjórnvalda eða borgaryfirvalda er fyrir hendi. Leik- og grunnskólakennarar eru sérfræðingar á sínu sviði. Kennarar þurfa svigrúm, tíma og frelsi til að stýra skólaþróun, enda engir aðrir betur til þess fallnir. Finnska leiðin, sem margir hafa nefnt en færri vita kannski nákvæmlega hvað snýst um, gengur út á það að valdefla sérfræðinginn sem kennarinn er og auka samstarf og jöfnuð í skólakerfinu. Þá eiga allir að hafa jöfn tækifæri til náms óháð búsetu eða efnahag. Einkareknir skólar eru því ekki til umræðu í Finnlandi, slíkt elur á samkeppni og ójöfnuði. Samstaða þarf að ríkja þvert á pólitíska flokka um að samvinna og menntun fari best saman og að hver og einn skipti máli. Það á ekki að skipta framtíð barns máli hvort það búi í bæ sem er „grænn“ eða „blár“ eða „rauður“ á hinu pólitíska litrófi. Í stað þess að hvetja skóla til samkeppni með von um að eitthvað batni sem aflaga hefur farið, þá er krafa um samstarf. Þar sem vel gengur er skoðað í kjölinn og það er yfirfært á aðra staði sem þurfa eitthvað að bæta. Ef kennari nær ekki til nemanda fær hann annan kennara í til að reyna og sjá hvað gerist. Ef erfiðlega gengur með einn bekk, þá er samstarf sett í gang með öðrum bekk þar sem betur gengur. Það er nefnilega miklu meira í húfi en orðspor og meðaleinkunn. Líf barna eru í húfi. Að mínu mati er því algjörlega galið að ætla að ala á samkeppni milli skóla eða hverfa með aukinni einkavæðingu því í valnum munu liggja nemendur sem ekki hafa bakland eða stuðning eða einhvers konar annan vanda sem er þeim hamlandi í hröðu umhverfi harðrar samkeppni. Kennarar á Íslandi vita þetta manna best enda keppast þeir við og þreytast aldrei á að viðhafast einhvers konar samstarf sín á milli. Hér eru haldnar menntabúðir um alls konar út um allt land, menntamál eru rædd á twitter undir #menntaspjall, ótalmargir facebookhópar um hverja faggrein hafa myndast sem vettvangur kennara til að skiptast á hugmyndum að verkefnum og lausnum. Kennarar sitja kvöld eftir kvöld og þýða og staðfæra eða útbúa kennsluefni til að kveikja áhuga nemenda og leyfa öðrum kennurum að njóta góðs af því. Kennarar sækja ráðstefnur um allan heim og nýta eigið fé og endurmenntunartíma og fjármagn til að ferðast um landið og heiminn til að skoða hvað er í gangi þar og taka sem mest með sér heim í sinn skóla – og aftur – miðla til kollega sinna. Alþjóðlegt samstarf og verkefni eru í gangi víða um allt land og krefst það mikilla fórna af hálfu þeirra kennara sem að því standa enda dugir hinn eiginlega skilgreindi vinnutími skammt þegar eitthvað stórt er í bígerð. Skólarnir okkar búa yfir gríðarlegum mannauði og gríðarlegri þekkingu. Það væri algjört glapræði af hálfu yfirvalda á hverjum stað að ætla þessu fólki að halda áfram að troðast enn frekar inn í aukna miðstýringu sem sveitarfélögin hafa komið á á undanförnum árum, með stærsta sveitarfélag landins, Reykjavík, í broddi fylkingar. Hér á landi eru fjölmargir einstaklingar sem virkilega myndu vilja gera kennslu og starf með börnum að sínu framtíðarstarfi, ef hvatinn væri til staðar. Við höfum alið upp gagnrýna einstaklinga sem sjá og skilja að það lifir enginn af hugsjóninni einni saman. Myndu því betri kjör og starfsaðstæður leik- og grunnskólakennara skila okkur fleiri fagmenntuðum kennurum inn í skólana sem svo aftur gerði það að möguleika að bjóða upp á fleiri leikskólapláss og bæta meðleinkunn og alþjóðlegan orðstír bókaþjóðarinnar í norðri, ef því er að skipta. Valdeflum kennarann og viðurkennum þá sem þá sérfræðinga sem þeir eru. Greiðum leik- og grunnskólakennurum laun sem ná að lágmarki meðallaunum sérfræðinga hér á landi, með sama menntunarstig að baki. Um þetta þarf að skapa þjóðarsátt.Höfundur er grunnskólakennari og er að ljúka meistaranámi í mannauðsstjórnun við HÍ. Hjördís skipar 4. sæti á lista Framsóknarflokksins til borgarstjórnarskosninganna í vor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Eftir nærri tvo áratugi í starfi með börnum og kennurum í borginni okkar, og víðar, veit ég frá fyrstu hendi yfir hvaða mannauði við höfum að ráða og mikilvægi þess að hlúa vel honum. Reykjavíkurborg er stærsta sveitafélag landsins og á að mínu mati að vera best til þess fallin að vera leiðandi í skólaþróun og skólastarfi. Við getum gert miklu betur, ef vilji stjórnvalda eða borgaryfirvalda er fyrir hendi. Leik- og grunnskólakennarar eru sérfræðingar á sínu sviði. Kennarar þurfa svigrúm, tíma og frelsi til að stýra skólaþróun, enda engir aðrir betur til þess fallnir. Finnska leiðin, sem margir hafa nefnt en færri vita kannski nákvæmlega hvað snýst um, gengur út á það að valdefla sérfræðinginn sem kennarinn er og auka samstarf og jöfnuð í skólakerfinu. Þá eiga allir að hafa jöfn tækifæri til náms óháð búsetu eða efnahag. Einkareknir skólar eru því ekki til umræðu í Finnlandi, slíkt elur á samkeppni og ójöfnuði. Samstaða þarf að ríkja þvert á pólitíska flokka um að samvinna og menntun fari best saman og að hver og einn skipti máli. Það á ekki að skipta framtíð barns máli hvort það búi í bæ sem er „grænn“ eða „blár“ eða „rauður“ á hinu pólitíska litrófi. Í stað þess að hvetja skóla til samkeppni með von um að eitthvað batni sem aflaga hefur farið, þá er krafa um samstarf. Þar sem vel gengur er skoðað í kjölinn og það er yfirfært á aðra staði sem þurfa eitthvað að bæta. Ef kennari nær ekki til nemanda fær hann annan kennara í til að reyna og sjá hvað gerist. Ef erfiðlega gengur með einn bekk, þá er samstarf sett í gang með öðrum bekk þar sem betur gengur. Það er nefnilega miklu meira í húfi en orðspor og meðaleinkunn. Líf barna eru í húfi. Að mínu mati er því algjörlega galið að ætla að ala á samkeppni milli skóla eða hverfa með aukinni einkavæðingu því í valnum munu liggja nemendur sem ekki hafa bakland eða stuðning eða einhvers konar annan vanda sem er þeim hamlandi í hröðu umhverfi harðrar samkeppni. Kennarar á Íslandi vita þetta manna best enda keppast þeir við og þreytast aldrei á að viðhafast einhvers konar samstarf sín á milli. Hér eru haldnar menntabúðir um alls konar út um allt land, menntamál eru rædd á twitter undir #menntaspjall, ótalmargir facebookhópar um hverja faggrein hafa myndast sem vettvangur kennara til að skiptast á hugmyndum að verkefnum og lausnum. Kennarar sitja kvöld eftir kvöld og þýða og staðfæra eða útbúa kennsluefni til að kveikja áhuga nemenda og leyfa öðrum kennurum að njóta góðs af því. Kennarar sækja ráðstefnur um allan heim og nýta eigið fé og endurmenntunartíma og fjármagn til að ferðast um landið og heiminn til að skoða hvað er í gangi þar og taka sem mest með sér heim í sinn skóla – og aftur – miðla til kollega sinna. Alþjóðlegt samstarf og verkefni eru í gangi víða um allt land og krefst það mikilla fórna af hálfu þeirra kennara sem að því standa enda dugir hinn eiginlega skilgreindi vinnutími skammt þegar eitthvað stórt er í bígerð. Skólarnir okkar búa yfir gríðarlegum mannauði og gríðarlegri þekkingu. Það væri algjört glapræði af hálfu yfirvalda á hverjum stað að ætla þessu fólki að halda áfram að troðast enn frekar inn í aukna miðstýringu sem sveitarfélögin hafa komið á á undanförnum árum, með stærsta sveitarfélag landins, Reykjavík, í broddi fylkingar. Hér á landi eru fjölmargir einstaklingar sem virkilega myndu vilja gera kennslu og starf með börnum að sínu framtíðarstarfi, ef hvatinn væri til staðar. Við höfum alið upp gagnrýna einstaklinga sem sjá og skilja að það lifir enginn af hugsjóninni einni saman. Myndu því betri kjör og starfsaðstæður leik- og grunnskólakennara skila okkur fleiri fagmenntuðum kennurum inn í skólana sem svo aftur gerði það að möguleika að bjóða upp á fleiri leikskólapláss og bæta meðleinkunn og alþjóðlegan orðstír bókaþjóðarinnar í norðri, ef því er að skipta. Valdeflum kennarann og viðurkennum þá sem þá sérfræðinga sem þeir eru. Greiðum leik- og grunnskólakennurum laun sem ná að lágmarki meðallaunum sérfræðinga hér á landi, með sama menntunarstig að baki. Um þetta þarf að skapa þjóðarsátt.Höfundur er grunnskólakennari og er að ljúka meistaranámi í mannauðsstjórnun við HÍ. Hjördís skipar 4. sæti á lista Framsóknarflokksins til borgarstjórnarskosninganna í vor.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun