Öryggi farþega og starfsmanna á Reykjavíkurflugvelli Unnar Ólafsson skrifar 8. maí 2020 10:30 Um framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar hefur lengi verið karpað. Nýlega var undirritað samkomulag af borgarstjóra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra þar sem aðilar eru sammála um að hefja rannsóknir í Hvassahrauni næstu tvö árin og eftir það verði tekin ákvörðun um að flytja flugvöllinn eða ekki. Það er tímafrekt að byggja nýjan flugvöll og það má gera ráð fyrir amk 10-15 ára uppbyggingartíma. Þannig að starfsemi Reykjavíkurflugvallar ætti að vera trygg fram til 2035. Nú stendur til að reisa íbúabyggð í Skerjafirði sem þrengir enn frekar að flugvellinum og mun hafa hin ýmsu áhrif á hann sem gætu lækkað notkunarstuðul. Meðal þeirra áhrifa sem við í stjórn Félags flugmálastarfsmanna ríkisins höfum áhyggjur af er að með tilkomu þessarar byggðar missir flugvallarþjónustan sem sinnir slökkviviðbragði æfingasvæði sitt sem á að fara undir fyrirhugað hverfi. Öllum er ljóst að þau sem sinna slökkviviðbragði þurfa að geta æft reglulega. Á þessu svæði er m.a. æft að kæla búk flugvélar til þess að tryggja lífvænlegar aðstæður þeirra sem inni eru á sem allra stystum tíma. Þarna er sömuleiðis klippivinna æfð á bæði bílum og gömlum flugvélum og svo eitt af því mikilvægasta sem eru æfingar með eldi. Hverfi þetta æfingasvæði er hvergi rými eftir á flugvellinum sem hentar flugvallarþjónustunni til þess að æfa með eld, ekki nema þá saklausan bálköst sem er ekkert í líkingu við þá olíuelda sem þau gætu þurft að kljást við. Það er ekki einungis hættulegra fyrir þá sem um völlinn fara heldur líka þau sem sinna slökkviviðbragði. Við í FFR höfum verulegar áhyggjur af þessari þróun og setjum spurningarmerki við það að láta einstaklinga sinna slökkvistörfum án þess að til staðar sé aðstaða til þess að æfa með lifandi eld. Tæplega 60 þúsund flughreyfingar voru á Reykjavíkurflugvelli árið 2019 og fóru um 350 þúsund manns í gegn um völlinn. Er það forsvaranlegt að á jafn umsvifamiklum velli sem hefur einnig það hlutverk að vera varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll, sé engin aðstaða fyrir þau sem sinna slökkviviðbragði til þess að æfa sig? Fyrst samkomulag náðist um það að völlurinn verði þarna næstu tvo áratugina eða svo þarf sömuleiðis samhugur að ríkja um það að þau sem þarna vinna geti sinnt vinnu sinni án þess að stofna öðrum og sjálfum sér í óþarfa hættu. Og að Reykjavíkurborg gefi flugvellinum grið í þessi ár sem um var samið. Höfundur er formaður Félags flugmálastarfsmanna ríkisins (FFR). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Fréttir af flugi Skipulag Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Um framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar hefur lengi verið karpað. Nýlega var undirritað samkomulag af borgarstjóra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra þar sem aðilar eru sammála um að hefja rannsóknir í Hvassahrauni næstu tvö árin og eftir það verði tekin ákvörðun um að flytja flugvöllinn eða ekki. Það er tímafrekt að byggja nýjan flugvöll og það má gera ráð fyrir amk 10-15 ára uppbyggingartíma. Þannig að starfsemi Reykjavíkurflugvallar ætti að vera trygg fram til 2035. Nú stendur til að reisa íbúabyggð í Skerjafirði sem þrengir enn frekar að flugvellinum og mun hafa hin ýmsu áhrif á hann sem gætu lækkað notkunarstuðul. Meðal þeirra áhrifa sem við í stjórn Félags flugmálastarfsmanna ríkisins höfum áhyggjur af er að með tilkomu þessarar byggðar missir flugvallarþjónustan sem sinnir slökkviviðbragði æfingasvæði sitt sem á að fara undir fyrirhugað hverfi. Öllum er ljóst að þau sem sinna slökkviviðbragði þurfa að geta æft reglulega. Á þessu svæði er m.a. æft að kæla búk flugvélar til þess að tryggja lífvænlegar aðstæður þeirra sem inni eru á sem allra stystum tíma. Þarna er sömuleiðis klippivinna æfð á bæði bílum og gömlum flugvélum og svo eitt af því mikilvægasta sem eru æfingar með eldi. Hverfi þetta æfingasvæði er hvergi rými eftir á flugvellinum sem hentar flugvallarþjónustunni til þess að æfa með eld, ekki nema þá saklausan bálköst sem er ekkert í líkingu við þá olíuelda sem þau gætu þurft að kljást við. Það er ekki einungis hættulegra fyrir þá sem um völlinn fara heldur líka þau sem sinna slökkviviðbragði. Við í FFR höfum verulegar áhyggjur af þessari þróun og setjum spurningarmerki við það að láta einstaklinga sinna slökkvistörfum án þess að til staðar sé aðstaða til þess að æfa með lifandi eld. Tæplega 60 þúsund flughreyfingar voru á Reykjavíkurflugvelli árið 2019 og fóru um 350 þúsund manns í gegn um völlinn. Er það forsvaranlegt að á jafn umsvifamiklum velli sem hefur einnig það hlutverk að vera varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll, sé engin aðstaða fyrir þau sem sinna slökkviviðbragði til þess að æfa sig? Fyrst samkomulag náðist um það að völlurinn verði þarna næstu tvo áratugina eða svo þarf sömuleiðis samhugur að ríkja um það að þau sem þarna vinna geti sinnt vinnu sinni án þess að stofna öðrum og sjálfum sér í óþarfa hættu. Og að Reykjavíkurborg gefi flugvellinum grið í þessi ár sem um var samið. Höfundur er formaður Félags flugmálastarfsmanna ríkisins (FFR).
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun