Innlent

Halldór og Davíð fá sér BMW

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Davíð Oddsson utanríkisráðherra hafa báðir fengið sér nýja ráðherrabíla. Deila þeir smekk í þetta sinn því þeir fengu sér eins bíla; BMW 730 Li. Sú tegund af þýska eðalvagninum er flokkuð sem viðhafnarútgáfa og er lengri en venjulegri bílar af þessari gerð. Listaverð bílanna hjá B&L-umboðinu á Grjóthálsi er tæpar níu milljónir króna en ráðuneytin fá þá á betri kjörum en almenningur. Engin sérstakur aukabúnaður var pantaður með bílum ráðherrana, til að mynda er ekki skothelt gler í þeim. Nánar í DV í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×