Skattskyldan er tvímælalaus 13. október 2005 15:20 Enginn vafi leikur á því að portúgalskir leigustarfsmenn Impregilo eigi að borga skatta á Íslandi. Indriði H. Þorláksson ríkisskattstjóri segir að almennar reglur skattalaganna gildi og engin tvímæli séu um það. "Takmörkuð skattskylda gildir fyrir alla aðra en þá sem eru búsettir hér á landi meirihluta ársins. Allir sem dvelja hér á landi og hljóta laun fyrir störf sín skulu greiða tekjuskatt, þar með taldir leigustarfsmenn sem eru hér í stuttan tíma," segir Indriði. "Þetta ákvæði laganna er býsna afdráttarlaust og maður skilur ekki hvernig nokkrum manni dettur í hug að halda að maður sem þiggur laun fyrir störf sem unnin eru hér á landi sé ekki skattskyldur," segir hann. Tvísköttunarsamningar við Portúgala koma ekki til framkvæmda fyrr en frá og með árinu í ár. Indriði segir að þeir hafi engin áhrif á skattskyldu leigustarfsmannanna nema í undantekningartilvikum, þ.e. ef þeir vinna hér dag og dag. Sú regla gildi ekki um portúgölsku starfsmennina. Skattayfirvöld hafa áætlað skatt á Impregilo og segir Ómar R. Valdimarsson, talsmaður fyrirtækisins, rangt að fyrirtækið skuldi skatta upp á hundruð milljóna. Hann segir að fyrirtækið hafi gert upp skuldir við skattyfirvöld að fjárhæð 130 milljónir króna. Greiðslan hafi átt sér stað í gegnum portúgölsku starfsmannaleigurnar Nett, sem hafi greitt 70 milljónir, og Select, sem hafi greitt 60 milljónir til skattyfirvalda. Þær hafi síðan rukkað Impregilo um þessar upphæðir. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Impregilo hafi aðeins greitt skatt fyrir hluta starfsmannanna. Impregilo er ósammála því að portúgalskir starfsmenn eigi að greiða skatt hér á landi og telur sig eiga endurkröfurétt á hendur skattyfirvöldum. Málinu hefur verið áfrýjað til Yfirskattanefndar og er von á úrskurði nefndarinnar síðar í þessum mánuði. Fréttir Innlent Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira
Enginn vafi leikur á því að portúgalskir leigustarfsmenn Impregilo eigi að borga skatta á Íslandi. Indriði H. Þorláksson ríkisskattstjóri segir að almennar reglur skattalaganna gildi og engin tvímæli séu um það. "Takmörkuð skattskylda gildir fyrir alla aðra en þá sem eru búsettir hér á landi meirihluta ársins. Allir sem dvelja hér á landi og hljóta laun fyrir störf sín skulu greiða tekjuskatt, þar með taldir leigustarfsmenn sem eru hér í stuttan tíma," segir Indriði. "Þetta ákvæði laganna er býsna afdráttarlaust og maður skilur ekki hvernig nokkrum manni dettur í hug að halda að maður sem þiggur laun fyrir störf sem unnin eru hér á landi sé ekki skattskyldur," segir hann. Tvísköttunarsamningar við Portúgala koma ekki til framkvæmda fyrr en frá og með árinu í ár. Indriði segir að þeir hafi engin áhrif á skattskyldu leigustarfsmannanna nema í undantekningartilvikum, þ.e. ef þeir vinna hér dag og dag. Sú regla gildi ekki um portúgölsku starfsmennina. Skattayfirvöld hafa áætlað skatt á Impregilo og segir Ómar R. Valdimarsson, talsmaður fyrirtækisins, rangt að fyrirtækið skuldi skatta upp á hundruð milljóna. Hann segir að fyrirtækið hafi gert upp skuldir við skattyfirvöld að fjárhæð 130 milljónir króna. Greiðslan hafi átt sér stað í gegnum portúgölsku starfsmannaleigurnar Nett, sem hafi greitt 70 milljónir, og Select, sem hafi greitt 60 milljónir til skattyfirvalda. Þær hafi síðan rukkað Impregilo um þessar upphæðir. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Impregilo hafi aðeins greitt skatt fyrir hluta starfsmannanna. Impregilo er ósammála því að portúgalskir starfsmenn eigi að greiða skatt hér á landi og telur sig eiga endurkröfurétt á hendur skattyfirvöldum. Málinu hefur verið áfrýjað til Yfirskattanefndar og er von á úrskurði nefndarinnar síðar í þessum mánuði.
Fréttir Innlent Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira