Innlent

Orka til álvers í Þorlákshöfn er í túnfætinum

Bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss, Ólafur Áki Ragnarsson, segir að orka fyrir álver þar sé í túnfætinum. Verði Þorlákshöfn fyrir valinu kallar það hins vegar á dýra hafnargerð.

Forystumenn Alcan heimsóttu Þorlákshöfn í morgun en sveitarfélagið býður fyrirtækinu lóð undir álver á Hafnasandi, sem er á hægri hönd rétt áður en ekið er inn í bæjarfélagið.

Verði Þorlákshöfn fyrir valinu þýddi það að ráðast þyrfti í mikla hafnargerð.

Einn stærsti kostur Þorlákshafnar er hins vegar nálægð við orkulindirnar, bæði í Þjórsá og á Hengilssvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×