Innlent

Dagur um ferðakostnaðinn: Reykjavíkurborg til fyrirmyndar

Andri Ólafsson skrifar
Dagur B. Eggertsson
Dagur B. Eggertsson

Dagur B. Eggertsson segir það prýðilegt að upplýsingar um ferðakostnað borgarfulltrúa hafi verið teknar saman.

Upplýsingarnar voru lagðar fram á borgarráðsfundi í morgun en þær voru teknar saman að beiðni Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra í kjölfar umræðu um launakjör Jakobs Frímanns Magnússonar.

Í tölunum kom fram að kostnaður við ferðalög Dags B. Eggertssonar frá ársbyrjun 2005 nemur rúmum þremur milljónum. Hann segir að í þessum tölum sé ekkert sem þurfi að koma á óvart enda komi það skýrt fram að þarna sé ekkert misjafnt á ferðinni.

"Raunar er það þannig að það eru margar opinberar stofnannir sem gætu tekið sér Reykjavíkurborg til fyrirmyndar því það er alltaf ferðast á sem ódýrastan hátt."

Dagur segir að á meðal þeirra verkefna sem fylgt hafa mikil ferðalög sé stórt alþjóðlegt verkefni á sviði forvarna sem hann hafi tekið að sér að stýra fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Ferðalög tengd þeim verkefnum sem og öðrum hafi aldrei verið neitt leyndarmál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×