Innlent

Brotist inn í verslun á Skagaströnd

Þjófurinn fór inn um rúðu á versluninni.
Þjófurinn fór inn um rúðu á versluninni. MYND/Jonni

Brotist var inn í verslunina Samkaup á Skagaströnd í nótt og töluvert tjón unnið á búðinni. Svo mikið raunar að ekki var hægt að opna verslunina í morgun.

Búið er að handsama sökudólginn og að sögn lögreglu lá fremur beint við um hvern var að ræða, en sami maður braust tvívegis inn í apótek staðarins í vetur.

Í Samkaupum komst hann undan með lítilræði af peningum og eitthvað af vörum úr versluninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×