Innlent

Kostnaður við utanlandsreisur ráðherra nemur 95 milljónum

Heildarkostnaður við ferðir ráðherra og fylgdarliðs þeirra, frá því að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar var mynduð fyrir um ári síðan, nemur tæpum 95 milljónum króna. Þetta kemur fram í svari forsætisráðherra við fyrirspurn Álfheiðar Ingadóttur þingmanns Vinstri-grænna.

Mestur er kostnaður vegna ferða utanríkisráðherra og nemur hann um 22 milljónum króna, en minnstur er kostnaður við ferðir félags- og tryggingamálaráðherra, um tvær milljónir króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×