„Algjörlega óþolandi“ að sjá fyrirtæki misnota aðstoð stjórnvalda Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 7. maí 2020 15:23 Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra í viðtali vegna málsins í dag. Vísir Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra er verulega ósáttur yfir þeim tíðindum að stöndug fyrirtæki í landinu noti hlutabótaleið stjórnvalda. Skilyrði verði sett á leiðina til að koma í veg fyrir svona misnotkun. „Það var lögð rík áhersla á það að koma til móts við fyrirtæki sem eru í vanda í tengslum við Covid og ég held að það sé almennur samfélagslegur vilji til þess. Þess vegna er algjörlega óþolandi að sjá fyrirtæki sem eru að ganga á þennan vilja almennings mjög freklega eins og við erum að sjá í fréttum sem hafa verið að berast undanfarna daga,“ segir Ásmundur Einar. Greint hefur verið frá því að fyrirtækin Össur, Hagar og Skeljungur hafi öll nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda á meðan þau greiddu eigendum sínum út arð eða keyptu eigin bréf. ASÍ sendi frá sér harðorða yfirlýsingu í gær eftir að tíðindi bárust af arðgreiðslu til handa eigendum Össurar á sama tíma og 165 starfsmenn fyrirtækisins eru á hlutabótaleiðinni. Sagði í ályktun miðstjórnar ASÍ að þetta væri „ósiðlegt og ætti með réttu að vera ólöglegt.“ Ráðherra segir að þótt hlutabótaleiðin hafi verið nokkuð opin í upphafi þá hafi alltaf legið fyrir að leiðin yrði ekki án skilyrða. „Við ákváðum að hafa þetta opið í upphafi vegna þess að þetta væri tímabundið ástand og við vildum verja ráðningarsamband fólksins. En að í framhaldinu yrði lögð rík áhersla á að það yrðu sett stífari skilyrði á þessa misnotkun eða siðferðilegu nálgun sem ég kann vægast sagt ekki vel að meta,“ segir Ásmundur Einar. „Við viljum ekki að farið sé svona með almannafé,“ segir Ásmundur Einar. Hann á von á að vinnu við framhald hlutabótaleiðarinnar og frumvarp um stuðning við fyrirtæki sem standa í uppsögnum ljúki í næstu viku. Viðtalið við Ásmund Einar má sjá í heild hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Alþingi Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Ætla að breyta lögum um hlutabótaleið til að hindra misnotkun Lögum varðandi svokallaða hlutabótaleið stjórnvalda verður breytt til þess að koma í veg fyrir að stöndug fyrirtæki nýti sér hana til að greiða niður laun starfsmanna. 7. maí 2020 14:49 Settu starfsmenn á hlutabætur, keyptu eigin bréf og greiddu arð Tvö félög sem skráð eru á aðallista Kauphallarinnar nýttu sér hlutabótaleið stjórnvalda samhliða því að kaupa eigin bréf. 7. maí 2020 06:08 Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra er verulega ósáttur yfir þeim tíðindum að stöndug fyrirtæki í landinu noti hlutabótaleið stjórnvalda. Skilyrði verði sett á leiðina til að koma í veg fyrir svona misnotkun. „Það var lögð rík áhersla á það að koma til móts við fyrirtæki sem eru í vanda í tengslum við Covid og ég held að það sé almennur samfélagslegur vilji til þess. Þess vegna er algjörlega óþolandi að sjá fyrirtæki sem eru að ganga á þennan vilja almennings mjög freklega eins og við erum að sjá í fréttum sem hafa verið að berast undanfarna daga,“ segir Ásmundur Einar. Greint hefur verið frá því að fyrirtækin Össur, Hagar og Skeljungur hafi öll nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda á meðan þau greiddu eigendum sínum út arð eða keyptu eigin bréf. ASÍ sendi frá sér harðorða yfirlýsingu í gær eftir að tíðindi bárust af arðgreiðslu til handa eigendum Össurar á sama tíma og 165 starfsmenn fyrirtækisins eru á hlutabótaleiðinni. Sagði í ályktun miðstjórnar ASÍ að þetta væri „ósiðlegt og ætti með réttu að vera ólöglegt.“ Ráðherra segir að þótt hlutabótaleiðin hafi verið nokkuð opin í upphafi þá hafi alltaf legið fyrir að leiðin yrði ekki án skilyrða. „Við ákváðum að hafa þetta opið í upphafi vegna þess að þetta væri tímabundið ástand og við vildum verja ráðningarsamband fólksins. En að í framhaldinu yrði lögð rík áhersla á að það yrðu sett stífari skilyrði á þessa misnotkun eða siðferðilegu nálgun sem ég kann vægast sagt ekki vel að meta,“ segir Ásmundur Einar. „Við viljum ekki að farið sé svona með almannafé,“ segir Ásmundur Einar. Hann á von á að vinnu við framhald hlutabótaleiðarinnar og frumvarp um stuðning við fyrirtæki sem standa í uppsögnum ljúki í næstu viku. Viðtalið við Ásmund Einar má sjá í heild hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Alþingi Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Ætla að breyta lögum um hlutabótaleið til að hindra misnotkun Lögum varðandi svokallaða hlutabótaleið stjórnvalda verður breytt til þess að koma í veg fyrir að stöndug fyrirtæki nýti sér hana til að greiða niður laun starfsmanna. 7. maí 2020 14:49 Settu starfsmenn á hlutabætur, keyptu eigin bréf og greiddu arð Tvö félög sem skráð eru á aðallista Kauphallarinnar nýttu sér hlutabótaleið stjórnvalda samhliða því að kaupa eigin bréf. 7. maí 2020 06:08 Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Ætla að breyta lögum um hlutabótaleið til að hindra misnotkun Lögum varðandi svokallaða hlutabótaleið stjórnvalda verður breytt til þess að koma í veg fyrir að stöndug fyrirtæki nýti sér hana til að greiða niður laun starfsmanna. 7. maí 2020 14:49
Settu starfsmenn á hlutabætur, keyptu eigin bréf og greiddu arð Tvö félög sem skráð eru á aðallista Kauphallarinnar nýttu sér hlutabótaleið stjórnvalda samhliða því að kaupa eigin bréf. 7. maí 2020 06:08