Geðheilbrigði ungs fólks Þorsteinn V. Einarsson skrifar 19. maí 2018 10:00 Geðheilbrigði ungs fólks á Íslandi hefur hrakað unfanfarið og við höfum ekki brugðist nógu hratt eða vel við áköllum um úrræði og aðgerðir. Ungmenni í Reykjavík hafa tekið til sinna ráða, meðal annars með því að halda mögnuð málþing fyrir jafnaldra sína. Ég var svo heppinn að fá að tala á einu slíku núna í maí um skaðlegar karlmennskuhugmyndir. Ungmennaráð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða á mikið hrós skilið fyrir frábært framtak. Reykjavíkurborg getur svo klárlega sett geðheilbrigðismál framar í forgangsröðuninni. Það þarf að fjölga stuðningsúrræðum fyrir ungt fólk en það þarf líka að eyða þögninni og skömminni sem fylgir því miður enn geðheilbrigðisvandamálum.Erfitt að viðurkenna andleg veikindiMörgum okkar finnst auðveldara að tala um ælupest eða bara hvað sem er en gangast við því að vera kvíðin, þunglynd eða vera að takast á við andleg veikindi sjálfra okkar eða einhvers nákomins. Hversu mörg okkar hafa ekki þóst vera líkamlega veik til að fela andleg veikindi? En sem betur fer er áhrifamikill og kröftugur hópur hugsjónafólks sem hefur verið að berjast fyrir því að breyta viðhorfum okkar til geðheilbrigðis. Það má nefna samtök eins og Hugrúnu geðfræðslufélag háskólanema, PÍETA samtökin, Útmeða og Héðinn Unnsteins sem hefur persónulega reynslu af geðheilbrigðiskerfinu og svo allt það fólk sem hefur stígið fram með persónulegar sögur til þess að bæta geðheilbrigði landans.Öskrað á úrræðiSamfélagsbyltingar undanfarinna ára hafa kennt okkur margt. Meðal annars að hlusta þegar fólk talar um veruleika sinn, þar á meðal andleg veikindi. Ég tel að ekki hafi verið hlustað nægjanlega vel og þess vegna erum við að sjá enn frekari geðheilbrigðisvanda og jafnvel blikur á lofti hvað varðar vaxandi neyslu ungmenna á vímuefnum, sem er samt sögulega lítil í Reykjavík. Eða eru kröfur nútíma samfélags með samanburði á samfélagsmiðlum, þau skilaboð að maður sé aldrei nógu góð útgáfa af sjálfum sér að sliga okkur öll, líka börnin okkar? Hver svo sem ástæðan fyrir auknum geðheilbrigðisvanda ungs fólks er þá getur Reykjavíkurborg gert betur í að veita ungu fólki og börnum stuðning og úrræði vegna kvíða, þunglyndis eða annarra geðrænna vandamála eins og átröskun, sjálfsskaða eða fíknivanda áður en vandinn á heima hjá BUGL. Við þurfum að fræða, ræða saman og breyta viðhorfum ungs fólks til geðrænna vandamála.Bætum bjargir til forvarnaVið eigum að styrkja velferðaþjónustuna, stórefla félagsmiðstöðvarnar sem sinna gífurlega mikilvægum forvörnum og efla fagþjónustu inn í grunnskólunum til að stuðla að aukinni vellíðan ungs fólks og barna. Og ekki bara vellíðan heldur lífsgæði. Lífsgæði þeirra sem glíma við geðrænan vanda og þeirra sem standa þeim næst. Því allir þjást með þeim sem ekki fær úrlausn sinna mála. Þá sérstaklega meðal barna, enda er ekkert sárara en að horfa úrræðalaus á barnið sitt þjást og ná ekki að fóta sig. Hingað til hafa geðheilbrigðismál og forvarnir ekki verið forgangsmál í borgarmálunum en ég vonast til þess að fá tækifæri til þess að breyta því og setja þau í forgang með Vinstri grænum eftir kosningarnar í lok maímánaðar. Til þess er ég að bjóða mig fram.Höfundur skipar 3. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Geðheilbrigði ungs fólks á Íslandi hefur hrakað unfanfarið og við höfum ekki brugðist nógu hratt eða vel við áköllum um úrræði og aðgerðir. Ungmenni í Reykjavík hafa tekið til sinna ráða, meðal annars með því að halda mögnuð málþing fyrir jafnaldra sína. Ég var svo heppinn að fá að tala á einu slíku núna í maí um skaðlegar karlmennskuhugmyndir. Ungmennaráð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða á mikið hrós skilið fyrir frábært framtak. Reykjavíkurborg getur svo klárlega sett geðheilbrigðismál framar í forgangsröðuninni. Það þarf að fjölga stuðningsúrræðum fyrir ungt fólk en það þarf líka að eyða þögninni og skömminni sem fylgir því miður enn geðheilbrigðisvandamálum.Erfitt að viðurkenna andleg veikindiMörgum okkar finnst auðveldara að tala um ælupest eða bara hvað sem er en gangast við því að vera kvíðin, þunglynd eða vera að takast á við andleg veikindi sjálfra okkar eða einhvers nákomins. Hversu mörg okkar hafa ekki þóst vera líkamlega veik til að fela andleg veikindi? En sem betur fer er áhrifamikill og kröftugur hópur hugsjónafólks sem hefur verið að berjast fyrir því að breyta viðhorfum okkar til geðheilbrigðis. Það má nefna samtök eins og Hugrúnu geðfræðslufélag háskólanema, PÍETA samtökin, Útmeða og Héðinn Unnsteins sem hefur persónulega reynslu af geðheilbrigðiskerfinu og svo allt það fólk sem hefur stígið fram með persónulegar sögur til þess að bæta geðheilbrigði landans.Öskrað á úrræðiSamfélagsbyltingar undanfarinna ára hafa kennt okkur margt. Meðal annars að hlusta þegar fólk talar um veruleika sinn, þar á meðal andleg veikindi. Ég tel að ekki hafi verið hlustað nægjanlega vel og þess vegna erum við að sjá enn frekari geðheilbrigðisvanda og jafnvel blikur á lofti hvað varðar vaxandi neyslu ungmenna á vímuefnum, sem er samt sögulega lítil í Reykjavík. Eða eru kröfur nútíma samfélags með samanburði á samfélagsmiðlum, þau skilaboð að maður sé aldrei nógu góð útgáfa af sjálfum sér að sliga okkur öll, líka börnin okkar? Hver svo sem ástæðan fyrir auknum geðheilbrigðisvanda ungs fólks er þá getur Reykjavíkurborg gert betur í að veita ungu fólki og börnum stuðning og úrræði vegna kvíða, þunglyndis eða annarra geðrænna vandamála eins og átröskun, sjálfsskaða eða fíknivanda áður en vandinn á heima hjá BUGL. Við þurfum að fræða, ræða saman og breyta viðhorfum ungs fólks til geðrænna vandamála.Bætum bjargir til forvarnaVið eigum að styrkja velferðaþjónustuna, stórefla félagsmiðstöðvarnar sem sinna gífurlega mikilvægum forvörnum og efla fagþjónustu inn í grunnskólunum til að stuðla að aukinni vellíðan ungs fólks og barna. Og ekki bara vellíðan heldur lífsgæði. Lífsgæði þeirra sem glíma við geðrænan vanda og þeirra sem standa þeim næst. Því allir þjást með þeim sem ekki fær úrlausn sinna mála. Þá sérstaklega meðal barna, enda er ekkert sárara en að horfa úrræðalaus á barnið sitt þjást og ná ekki að fóta sig. Hingað til hafa geðheilbrigðismál og forvarnir ekki verið forgangsmál í borgarmálunum en ég vonast til þess að fá tækifæri til þess að breyta því og setja þau í forgang með Vinstri grænum eftir kosningarnar í lok maímánaðar. Til þess er ég að bjóða mig fram.Höfundur skipar 3. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar