Verður Red Bull bíllinn bannaður? 21. mars 2008 10:13 FIA skoðar hvort banna eigi keppnisbíl David Coulthard og Mark Webber eftir óhapp í nótt. mynd: kappakstur.is Keppnislið í Formúlu 1 æfðu á Sepang brautinni í nótt í tvígang og skiptust Felipe Massa á Ferrari og Lewis Hamilton á McLaren á því að ná besta tíma. Hamilton vann fyrsta mót ársins og hefur því forystu í stigakeppni ökumanna. Verr gekk þó hjá Skotanum David Coulthard hjá Red Bull. Hann þeyttist útaf brautinni og framfjöðrunin sundraðist þegar hann keyrði á brautarkant. Dómarar á vegum alþjóðabílasambandsins vilja fá formlegar skýringar á því frá Red Bull afhverju fjöðrunin hrökk í sundur og hvað réttlæti frekari þátttöku liðsins, þegar öryggissjónarmið eru höfð að leiðarljósi. Margir ökumenn voru í vandræðum með bíla sína, en þeir eru enn að venjast banni við notkunn spólvarnar, sem hjálpað hefur þeim við aksturinn síðustu ár. Bein útsending frá lokæfingum og tímatökunni í Malasíu eru á Stöð 2 Sport í nótt. Endursýnt verður frá æfingum Formúlu 1 liða frá því í nótt í dag og einnig verður óhapp Coulthard sýnt í hádegis og kvöldfréttum á Stöð 2. Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Keppnislið í Formúlu 1 æfðu á Sepang brautinni í nótt í tvígang og skiptust Felipe Massa á Ferrari og Lewis Hamilton á McLaren á því að ná besta tíma. Hamilton vann fyrsta mót ársins og hefur því forystu í stigakeppni ökumanna. Verr gekk þó hjá Skotanum David Coulthard hjá Red Bull. Hann þeyttist útaf brautinni og framfjöðrunin sundraðist þegar hann keyrði á brautarkant. Dómarar á vegum alþjóðabílasambandsins vilja fá formlegar skýringar á því frá Red Bull afhverju fjöðrunin hrökk í sundur og hvað réttlæti frekari þátttöku liðsins, þegar öryggissjónarmið eru höfð að leiðarljósi. Margir ökumenn voru í vandræðum með bíla sína, en þeir eru enn að venjast banni við notkunn spólvarnar, sem hjálpað hefur þeim við aksturinn síðustu ár. Bein útsending frá lokæfingum og tímatökunni í Malasíu eru á Stöð 2 Sport í nótt. Endursýnt verður frá æfingum Formúlu 1 liða frá því í nótt í dag og einnig verður óhapp Coulthard sýnt í hádegis og kvöldfréttum á Stöð 2.
Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira