Aron Pálmarsson segir að skrokkurinn sé í ágætu standi eftir Danaleikinn í gær þar sem hann fór algjörlega hamförum.
Hann hefur áður byrjað mót svona vel en síðan hefur allt klúðrast hjá liðinu. Það á ekki að gerast í þriðja sinn í röð.
„Við erum alveg meðvitaðir um þetta. Flugum hátt í gær en töluðum um það um leið inn í klefa að þetta væru bara tvö stig,“ segir Aron.
„Við höfum gert þetta áður á EM en svo ekki fengið neitt út úr því. Það er algjör synd að fá ekkert út úr því sérstaklega þegar maður vinnur heims- og ólympíumeistaranna og fara svo heim með skottið á milli lappanna. Við erum staðráðnir í að láta það ekki gerast aftur.“
Aron: Ætlum ekki að klúðra svona stöðu aftur

Tengdar fréttir

Strákarnir hafa klúðrað svona stöðu tvö EM í röð
Sigur strákanna okkar á Dönum í gær var frækinn og glæsilegur. Þetta er fjórða mótið í röð sem strákarnir byrja svona vel en þeim tókst samt að klúðra frábærri stöðu í síðustu tveimur keppnum og fara heim eftir riðlakeppnina.

Svona var blaðamannafundur HSÍ í dag
HSÍ var með blaðamannafund í Malmö í dag þar sem Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari sat fyrir svörum ásamt þremur leikmönnum liðsins.

Martröð, hefnd Guðmundar og þjófnaður meðal umsagna dönsku miðlanna eftir tapið gegn Íslandi
Danskir miðlar voru ekki hrifnir af leik danska landsliðsins í kvöld gegn Íslandi en Ísland vann leik nágrannaþjóðanna með einu marki.

Guðmundur: Þessi sigur er á topp fimm hjá mér
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari segir að leikurinn gegn Dönum í gær hafi verið einn besti leikur í sögu landsliðsins. Hann er líka ofarlega á hans eigin afrekalista.