Metleikur á öðrum fætinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. apríl 2016 08:00 Helena Sverrisdóttir hefur skorað 62 stig á 68 mínútum í úrslitaeinvíginu og Haukar hafa unnið með 21 stigi þegar hún er á vellinum. Fréttablaðið/Anton Haukakonur geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í Stykkishólmi á morgun og með því hreinlega sótt bikarinn í Hólminn þar sem hann hefur verið með heimili undanfarin tvö ár. Aðalástæða þess er mögnuð frammistaða Helenu Sverrisdóttur í leik þrjú þar sem hún neitaði að tapa leiknum þrátt fyrir að spila nánast á öðrum fætinum. Helena skoraði 45 stig á 44 mínútum og 50 sekúndum eða meira en stig á mínútu. Hún skoraði tíu stigum meira en næststigahæsti leikmaður Haukaliðsins.Algjörlega andsetin „Svo ég vitni í Ívar Ásgrímsson landsliðsþjálfara þá var Helena algjörlega andsetin inni á vellinum,“ sagði þjálfarinn Ingvar Þór Guðjónsson við Vísi eftir leikinn. Helena meiddist á kálfa í leik eitt og missti af síðustu fimmtán mínútum leiksins. Haukar voru 40-25 yfir þegar Helena fór af velli en Snæfellskonur unnu síðustu fimmtán mínúturnar 39-25 og svo annan leikinn 69-54 þar sem Helena var ekki með. Helena kom hins vegar til baka í gær og leiddi sitt lið til sigurs. Hún hélt Haukum inn í leiknum í fyrri hálfleik með því að skora 17 af 26 stigum liðsins í fyrri hálfleik (65 prósent). Helena skoraði síðan 22 stig á síðustu átta mínútum og í framlengingu þar sem Haukaliðið vann upp tíu stiga forskot Snæfells. Helena skoraði jöfnunarkörfuna tæpum þremur sekúndum fyrir leikslok og gerði síðan 7 af 13 stigum Hauka í framlengingunni. Hanna átti metið Helena bætti 23 ára gamalt met Hönnu Bjargar Kjartansdóttur sem hafði allt frá 23. mars 1993 verið sú íslenska kona sem hafði skorað mest í einum leik í lokaúrslitum kvenna. Hanna skoraði 34 stig í leiknum þegar Keflavík varð fyrsta liðið til að vinna Íslandsmeistaratitil kvenna í úrslitakeppni. Helena var meira að segja farin að nálgast stigamet hinnar bandarísku Penny Peppas sem er nú sú eina sem hefur skorað meira í einum leik í lokaúrslitum kvenna. Peppas skoraði 49 stig í sigri Blika í fyrsta leik lokaúrslitanna 1995. Blikar unnu einvígið 3-0 og tryggðu sér sinn fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil.48 stiga sveifla Mikilvægi Helenu fyrir Hauka í þessu úrslitaeinvígi sést ekki síst á því að hún er búin að skora 62 stig á 68 mínútum í einvíginu og Haukaliðið er búið að vinna með 21 stigi þegar hún er inni á vellinum en tapa með 27 stigum þegar hún er utan vallar. Fjórði leikur liðanna fer fram í Stykkishólmi annað kvöld. Þar geta Haukar tryggt sér Íslandsmeistaratitil kvenna í fjórða sinn. „Þær eru ekki búnar að tapa þarna í tvö ár og hversu sætt væri að vinna Íslandsmeistaratitilinn á þeirra heimavelli. Núna ætla ég bara að njóta þess að hafa unnið þennan leik í kvöld. Mig langar bara að spila aftur núna, þetta er svo skemmtilegt," sagði Helena við Stöð 2 Sport eftir leikinn. Dominos-deild kvenna Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira
Haukakonur geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í Stykkishólmi á morgun og með því hreinlega sótt bikarinn í Hólminn þar sem hann hefur verið með heimili undanfarin tvö ár. Aðalástæða þess er mögnuð frammistaða Helenu Sverrisdóttur í leik þrjú þar sem hún neitaði að tapa leiknum þrátt fyrir að spila nánast á öðrum fætinum. Helena skoraði 45 stig á 44 mínútum og 50 sekúndum eða meira en stig á mínútu. Hún skoraði tíu stigum meira en næststigahæsti leikmaður Haukaliðsins.Algjörlega andsetin „Svo ég vitni í Ívar Ásgrímsson landsliðsþjálfara þá var Helena algjörlega andsetin inni á vellinum,“ sagði þjálfarinn Ingvar Þór Guðjónsson við Vísi eftir leikinn. Helena meiddist á kálfa í leik eitt og missti af síðustu fimmtán mínútum leiksins. Haukar voru 40-25 yfir þegar Helena fór af velli en Snæfellskonur unnu síðustu fimmtán mínúturnar 39-25 og svo annan leikinn 69-54 þar sem Helena var ekki með. Helena kom hins vegar til baka í gær og leiddi sitt lið til sigurs. Hún hélt Haukum inn í leiknum í fyrri hálfleik með því að skora 17 af 26 stigum liðsins í fyrri hálfleik (65 prósent). Helena skoraði síðan 22 stig á síðustu átta mínútum og í framlengingu þar sem Haukaliðið vann upp tíu stiga forskot Snæfells. Helena skoraði jöfnunarkörfuna tæpum þremur sekúndum fyrir leikslok og gerði síðan 7 af 13 stigum Hauka í framlengingunni. Hanna átti metið Helena bætti 23 ára gamalt met Hönnu Bjargar Kjartansdóttur sem hafði allt frá 23. mars 1993 verið sú íslenska kona sem hafði skorað mest í einum leik í lokaúrslitum kvenna. Hanna skoraði 34 stig í leiknum þegar Keflavík varð fyrsta liðið til að vinna Íslandsmeistaratitil kvenna í úrslitakeppni. Helena var meira að segja farin að nálgast stigamet hinnar bandarísku Penny Peppas sem er nú sú eina sem hefur skorað meira í einum leik í lokaúrslitum kvenna. Peppas skoraði 49 stig í sigri Blika í fyrsta leik lokaúrslitanna 1995. Blikar unnu einvígið 3-0 og tryggðu sér sinn fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil.48 stiga sveifla Mikilvægi Helenu fyrir Hauka í þessu úrslitaeinvígi sést ekki síst á því að hún er búin að skora 62 stig á 68 mínútum í einvíginu og Haukaliðið er búið að vinna með 21 stigi þegar hún er inni á vellinum en tapa með 27 stigum þegar hún er utan vallar. Fjórði leikur liðanna fer fram í Stykkishólmi annað kvöld. Þar geta Haukar tryggt sér Íslandsmeistaratitil kvenna í fjórða sinn. „Þær eru ekki búnar að tapa þarna í tvö ár og hversu sætt væri að vinna Íslandsmeistaratitilinn á þeirra heimavelli. Núna ætla ég bara að njóta þess að hafa unnið þennan leik í kvöld. Mig langar bara að spila aftur núna, þetta er svo skemmtilegt," sagði Helena við Stöð 2 Sport eftir leikinn.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira