Tryggjum öfluga og örugga heilbrigðisþjónustu 16. ágúst 2014 07:00 Eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnarinnar að hausti er að leggja fram fjárlagafrumvarp fyrir næsta starfsár. Það frumvarp vekur alltaf mikla athygli enda segir það til um hvernig ríkisstjórnin ætlar að útdeila fjármagni þjóðarinnar. Undanfarið hefur farið fram umræða um að stofnanir ríkisins séu að keyra fram úr fjárlagaheimildum og hafa heilbrigðisstofnanir verið nefndar í þeirri umræðu, þó einkum Landsspítalinn. Starfsemi sjúkrahúsa er þess eðlis að erfitt er að áætla nákvæmlega um kostnað þeirra. Hægt er að taka meðaltöl yfir fjölda sjúklinga og legutíma þeirra undanfarinna ára en slíkar forsendur geta orðið rangar á augabragði. Frávik frá áætlunum sjúkrahúsa geta kostað gríðarlega fjármuni. Sem dæmi má nefna auknar innlagnir á vökudeild Landspítalans. Í áætlunum er gert ráð fyrir 12-16 börnum en innlögð börn hafa verið yfir 20 meirihluta ársins. Það kostar sjúkrahúsið um 60 milljónir aukalega samkvæmt fréttaflutningi um málið. Ég held að við séum öll sammála að slíkan kostnað teljum við ekki eftir okkur að greiða. Heilbrigðisstofnanir hafa lögbundið hlutverk sem þeim ber að sinna. Þær taka á móti þeim sem þangað leita og gera það sem nauðsyn krefur til að koma þeim á fætur og þannig aftur út í þjóðfélagið eða bæta líðan þeirra sem ekki munu ná bata. Þær hafa ekki möguleika á að vísa skjólstæðingum sínum annað og þá sérstaklega ekki Landspítalinn. Hann er oft og tíðum eina heilbrigðisstofnunin sem getur leyst ákveðin vandamál skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins. Ég veit af eigin raun að ekki er verið að fara illa með fé almennings innan ríkisrekinna heilbrigðisstofnana. Dregið hefur verið saman í rekstri þeirra svo um munar og getur hvaða heilbrigðisstarfsmaður sem er verið til vitnis um það. Heilbrigðisstarfsmenn og stjórnendur hafa unnið þrekvirki við að halda uppi gæðum þjónustunnar þrátt fyrir minna fjármagn. Ég hvet ríkisstjórnina til að leggja áherslu á að efla heilbrigðiskerfið líkt og kveðið er á um í stjórnarsáttmálanum þegar fjárlög næsta árs verða samin. Gera þarf raunhæf fjárlög sem gera stofnunum kleift að standast þann ramma sem um þær eru settar. Það vilja allir Íslendingar hafa aðgang að góðri, öflugri og öruggri heilbrigðisþjónustu þegar þeir þurfa á henni að halda og ég tel það skyldu ríkisstjórnarinnar að tryggja að slík þjónusta sé í boði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnarinnar að hausti er að leggja fram fjárlagafrumvarp fyrir næsta starfsár. Það frumvarp vekur alltaf mikla athygli enda segir það til um hvernig ríkisstjórnin ætlar að útdeila fjármagni þjóðarinnar. Undanfarið hefur farið fram umræða um að stofnanir ríkisins séu að keyra fram úr fjárlagaheimildum og hafa heilbrigðisstofnanir verið nefndar í þeirri umræðu, þó einkum Landsspítalinn. Starfsemi sjúkrahúsa er þess eðlis að erfitt er að áætla nákvæmlega um kostnað þeirra. Hægt er að taka meðaltöl yfir fjölda sjúklinga og legutíma þeirra undanfarinna ára en slíkar forsendur geta orðið rangar á augabragði. Frávik frá áætlunum sjúkrahúsa geta kostað gríðarlega fjármuni. Sem dæmi má nefna auknar innlagnir á vökudeild Landspítalans. Í áætlunum er gert ráð fyrir 12-16 börnum en innlögð börn hafa verið yfir 20 meirihluta ársins. Það kostar sjúkrahúsið um 60 milljónir aukalega samkvæmt fréttaflutningi um málið. Ég held að við séum öll sammála að slíkan kostnað teljum við ekki eftir okkur að greiða. Heilbrigðisstofnanir hafa lögbundið hlutverk sem þeim ber að sinna. Þær taka á móti þeim sem þangað leita og gera það sem nauðsyn krefur til að koma þeim á fætur og þannig aftur út í þjóðfélagið eða bæta líðan þeirra sem ekki munu ná bata. Þær hafa ekki möguleika á að vísa skjólstæðingum sínum annað og þá sérstaklega ekki Landspítalinn. Hann er oft og tíðum eina heilbrigðisstofnunin sem getur leyst ákveðin vandamál skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins. Ég veit af eigin raun að ekki er verið að fara illa með fé almennings innan ríkisrekinna heilbrigðisstofnana. Dregið hefur verið saman í rekstri þeirra svo um munar og getur hvaða heilbrigðisstarfsmaður sem er verið til vitnis um það. Heilbrigðisstarfsmenn og stjórnendur hafa unnið þrekvirki við að halda uppi gæðum þjónustunnar þrátt fyrir minna fjármagn. Ég hvet ríkisstjórnina til að leggja áherslu á að efla heilbrigðiskerfið líkt og kveðið er á um í stjórnarsáttmálanum þegar fjárlög næsta árs verða samin. Gera þarf raunhæf fjárlög sem gera stofnunum kleift að standast þann ramma sem um þær eru settar. Það vilja allir Íslendingar hafa aðgang að góðri, öflugri og öruggri heilbrigðisþjónustu þegar þeir þurfa á henni að halda og ég tel það skyldu ríkisstjórnarinnar að tryggja að slík þjónusta sé í boði.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar