Tryggjum öfluga og örugga heilbrigðisþjónustu 16. ágúst 2014 07:00 Eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnarinnar að hausti er að leggja fram fjárlagafrumvarp fyrir næsta starfsár. Það frumvarp vekur alltaf mikla athygli enda segir það til um hvernig ríkisstjórnin ætlar að útdeila fjármagni þjóðarinnar. Undanfarið hefur farið fram umræða um að stofnanir ríkisins séu að keyra fram úr fjárlagaheimildum og hafa heilbrigðisstofnanir verið nefndar í þeirri umræðu, þó einkum Landsspítalinn. Starfsemi sjúkrahúsa er þess eðlis að erfitt er að áætla nákvæmlega um kostnað þeirra. Hægt er að taka meðaltöl yfir fjölda sjúklinga og legutíma þeirra undanfarinna ára en slíkar forsendur geta orðið rangar á augabragði. Frávik frá áætlunum sjúkrahúsa geta kostað gríðarlega fjármuni. Sem dæmi má nefna auknar innlagnir á vökudeild Landspítalans. Í áætlunum er gert ráð fyrir 12-16 börnum en innlögð börn hafa verið yfir 20 meirihluta ársins. Það kostar sjúkrahúsið um 60 milljónir aukalega samkvæmt fréttaflutningi um málið. Ég held að við séum öll sammála að slíkan kostnað teljum við ekki eftir okkur að greiða. Heilbrigðisstofnanir hafa lögbundið hlutverk sem þeim ber að sinna. Þær taka á móti þeim sem þangað leita og gera það sem nauðsyn krefur til að koma þeim á fætur og þannig aftur út í þjóðfélagið eða bæta líðan þeirra sem ekki munu ná bata. Þær hafa ekki möguleika á að vísa skjólstæðingum sínum annað og þá sérstaklega ekki Landspítalinn. Hann er oft og tíðum eina heilbrigðisstofnunin sem getur leyst ákveðin vandamál skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins. Ég veit af eigin raun að ekki er verið að fara illa með fé almennings innan ríkisrekinna heilbrigðisstofnana. Dregið hefur verið saman í rekstri þeirra svo um munar og getur hvaða heilbrigðisstarfsmaður sem er verið til vitnis um það. Heilbrigðisstarfsmenn og stjórnendur hafa unnið þrekvirki við að halda uppi gæðum þjónustunnar þrátt fyrir minna fjármagn. Ég hvet ríkisstjórnina til að leggja áherslu á að efla heilbrigðiskerfið líkt og kveðið er á um í stjórnarsáttmálanum þegar fjárlög næsta árs verða samin. Gera þarf raunhæf fjárlög sem gera stofnunum kleift að standast þann ramma sem um þær eru settar. Það vilja allir Íslendingar hafa aðgang að góðri, öflugri og öruggri heilbrigðisþjónustu þegar þeir þurfa á henni að halda og ég tel það skyldu ríkisstjórnarinnar að tryggja að slík þjónusta sé í boði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnarinnar að hausti er að leggja fram fjárlagafrumvarp fyrir næsta starfsár. Það frumvarp vekur alltaf mikla athygli enda segir það til um hvernig ríkisstjórnin ætlar að útdeila fjármagni þjóðarinnar. Undanfarið hefur farið fram umræða um að stofnanir ríkisins séu að keyra fram úr fjárlagaheimildum og hafa heilbrigðisstofnanir verið nefndar í þeirri umræðu, þó einkum Landsspítalinn. Starfsemi sjúkrahúsa er þess eðlis að erfitt er að áætla nákvæmlega um kostnað þeirra. Hægt er að taka meðaltöl yfir fjölda sjúklinga og legutíma þeirra undanfarinna ára en slíkar forsendur geta orðið rangar á augabragði. Frávik frá áætlunum sjúkrahúsa geta kostað gríðarlega fjármuni. Sem dæmi má nefna auknar innlagnir á vökudeild Landspítalans. Í áætlunum er gert ráð fyrir 12-16 börnum en innlögð börn hafa verið yfir 20 meirihluta ársins. Það kostar sjúkrahúsið um 60 milljónir aukalega samkvæmt fréttaflutningi um málið. Ég held að við séum öll sammála að slíkan kostnað teljum við ekki eftir okkur að greiða. Heilbrigðisstofnanir hafa lögbundið hlutverk sem þeim ber að sinna. Þær taka á móti þeim sem þangað leita og gera það sem nauðsyn krefur til að koma þeim á fætur og þannig aftur út í þjóðfélagið eða bæta líðan þeirra sem ekki munu ná bata. Þær hafa ekki möguleika á að vísa skjólstæðingum sínum annað og þá sérstaklega ekki Landspítalinn. Hann er oft og tíðum eina heilbrigðisstofnunin sem getur leyst ákveðin vandamál skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins. Ég veit af eigin raun að ekki er verið að fara illa með fé almennings innan ríkisrekinna heilbrigðisstofnana. Dregið hefur verið saman í rekstri þeirra svo um munar og getur hvaða heilbrigðisstarfsmaður sem er verið til vitnis um það. Heilbrigðisstarfsmenn og stjórnendur hafa unnið þrekvirki við að halda uppi gæðum þjónustunnar þrátt fyrir minna fjármagn. Ég hvet ríkisstjórnina til að leggja áherslu á að efla heilbrigðiskerfið líkt og kveðið er á um í stjórnarsáttmálanum þegar fjárlög næsta árs verða samin. Gera þarf raunhæf fjárlög sem gera stofnunum kleift að standast þann ramma sem um þær eru settar. Það vilja allir Íslendingar hafa aðgang að góðri, öflugri og öruggri heilbrigðisþjónustu þegar þeir þurfa á henni að halda og ég tel það skyldu ríkisstjórnarinnar að tryggja að slík þjónusta sé í boði.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar