Elsku bíll, viltu stoppa fyrir mig? 16. ágúst 2014 07:00 Þessa litlu setningu mælti tæplega þriggja ára dóttir mín á heimleið úr leikskólanum í gærdag og bætti við: „Mamma, bílarnir eru svo margir og þeir nenna ekki að stoppa fyrir okkur.“ Við fjölskyldan búum í Smárahverfinu í Kópavogi en gatan Dalsmári liggur í gegnum hverfið. Við þessa tilteknu götu er meðal annars stór 150 barna leikskóli – Leikskólinn Lækur (sem áður var tveir leikskólar og einn gæsluvöllur) – og grunnskólinn Smáraskóli. Gatan er merkt sem „30 gata“ en það heyrir til undantekninga að bílar keyri á löglegum hraða þar um. Nú styttist óðum í skólabyrjun og börnin í neðri hluta hverfisins þurfa að fara yfir götuna til að komast í skólann, en undirgöng liggja að honum frá efri hluta þess. Gatan fyllist bráðum af nýjum vegfarendum, sem til þessa hafa tilheyrt tiltölulega vernduðu umhverfi leikskólanna og fá nú að spreyta sig á nýjum slóðum. Slóðum sem okkur öllum ber skylda að kenna þeim á og vernda. Okkur finnst gott að búa í Kópavogsdalnum í nálægð við skemmtileg útivistarsvæði fyrir fjölskylduna. Lækurinn og andapollurinn eru rétt hjá okkur, sem og göngu- og hjólaleiðir sem liggja til allra átta. Þegar við viljum njóta þess sem dalurinn hefur upp á að bjóða eða þegar við förum fótgangandi með börnin í eða úr leikskólanum komumst við ekki hjá því að ganga yfir þessa miklu umferðargötu sem Dalsmárinn í raun er. Við hjónin leggjum mikið upp úr umferðaröryggi og höfum kennt börnunum okkar tveimur umferðarreglurnar með góðri hjálp frá Krökkunum í Kátugötu, en þar er um að ræða bækur gefnar út af Samgöngustofu sem öll börn á leikskólaaldri fá sendar. Börnin eru fimm og þriggja ára og kunna umferðarreglurnar betur en margir fullorðnir vegfarendur – betur en mjög margir reyndar. Það vantar ekki merkingar við götuna, svo ekki er við Kópavogsbæ að sakast. Það eru þrengingar við báða enda götunnar þar sem hámarkshraði er tilgreindur, það eru nokkrar hraðahindranir og gangbrautir, sem eru merktar með viðeigandi umferðarskiltum. Ég hef haft samband við lögregluna og umferðarhraðinn hefur verið mældur þarna oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Allt kemur fyrir ekki og þrátt fyrir hraðasektir, fjölda gangandi vegfarenda og börn að leik við götuna halda bílstjórar áfram að keyra allt, allt of hratt í gegnum hverfið. Kannski eru margir að verða of seinir í ræktina, á tennis- eða íþróttaæfingu, en öll umferð í Sporthúsið, Tennishöllina í Kópavogi og Knattspyrnuhöllina Fífuna fer um Dalsmárann. Foreldrar eru jafnvel orðnir of seinir að sækja börnin í leikskólann, skólann eða á íþróttaæfingar. Viljum við ekki frekar mæta 1-2 mínútum of seint en að ógna öryggi gangandi vegfarenda og barnanna okkar? Þótt einhverjir séu að verða of seinir til að sinna erindum sínum held ég hins vegar að dóttir mín hafi naglann á höfuðið, og ég endurtek að hún er ekki orðin þriggja ára, fólk nennir einfaldlega ekki að stoppa við gangbrautir! Það er einlæg ósk mín og barnanna minna að þú, kæri bílstjóri, hægir á þér á leið þinni um hverfið okkar og stoppir fyrir okkur við gangbrautirnar. Og ekki bara á þessum stað, heldur alls staðar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þessa litlu setningu mælti tæplega þriggja ára dóttir mín á heimleið úr leikskólanum í gærdag og bætti við: „Mamma, bílarnir eru svo margir og þeir nenna ekki að stoppa fyrir okkur.“ Við fjölskyldan búum í Smárahverfinu í Kópavogi en gatan Dalsmári liggur í gegnum hverfið. Við þessa tilteknu götu er meðal annars stór 150 barna leikskóli – Leikskólinn Lækur (sem áður var tveir leikskólar og einn gæsluvöllur) – og grunnskólinn Smáraskóli. Gatan er merkt sem „30 gata“ en það heyrir til undantekninga að bílar keyri á löglegum hraða þar um. Nú styttist óðum í skólabyrjun og börnin í neðri hluta hverfisins þurfa að fara yfir götuna til að komast í skólann, en undirgöng liggja að honum frá efri hluta þess. Gatan fyllist bráðum af nýjum vegfarendum, sem til þessa hafa tilheyrt tiltölulega vernduðu umhverfi leikskólanna og fá nú að spreyta sig á nýjum slóðum. Slóðum sem okkur öllum ber skylda að kenna þeim á og vernda. Okkur finnst gott að búa í Kópavogsdalnum í nálægð við skemmtileg útivistarsvæði fyrir fjölskylduna. Lækurinn og andapollurinn eru rétt hjá okkur, sem og göngu- og hjólaleiðir sem liggja til allra átta. Þegar við viljum njóta þess sem dalurinn hefur upp á að bjóða eða þegar við förum fótgangandi með börnin í eða úr leikskólanum komumst við ekki hjá því að ganga yfir þessa miklu umferðargötu sem Dalsmárinn í raun er. Við hjónin leggjum mikið upp úr umferðaröryggi og höfum kennt börnunum okkar tveimur umferðarreglurnar með góðri hjálp frá Krökkunum í Kátugötu, en þar er um að ræða bækur gefnar út af Samgöngustofu sem öll börn á leikskólaaldri fá sendar. Börnin eru fimm og þriggja ára og kunna umferðarreglurnar betur en margir fullorðnir vegfarendur – betur en mjög margir reyndar. Það vantar ekki merkingar við götuna, svo ekki er við Kópavogsbæ að sakast. Það eru þrengingar við báða enda götunnar þar sem hámarkshraði er tilgreindur, það eru nokkrar hraðahindranir og gangbrautir, sem eru merktar með viðeigandi umferðarskiltum. Ég hef haft samband við lögregluna og umferðarhraðinn hefur verið mældur þarna oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Allt kemur fyrir ekki og þrátt fyrir hraðasektir, fjölda gangandi vegfarenda og börn að leik við götuna halda bílstjórar áfram að keyra allt, allt of hratt í gegnum hverfið. Kannski eru margir að verða of seinir í ræktina, á tennis- eða íþróttaæfingu, en öll umferð í Sporthúsið, Tennishöllina í Kópavogi og Knattspyrnuhöllina Fífuna fer um Dalsmárann. Foreldrar eru jafnvel orðnir of seinir að sækja börnin í leikskólann, skólann eða á íþróttaæfingar. Viljum við ekki frekar mæta 1-2 mínútum of seint en að ógna öryggi gangandi vegfarenda og barnanna okkar? Þótt einhverjir séu að verða of seinir til að sinna erindum sínum held ég hins vegar að dóttir mín hafi naglann á höfuðið, og ég endurtek að hún er ekki orðin þriggja ára, fólk nennir einfaldlega ekki að stoppa við gangbrautir! Það er einlæg ósk mín og barnanna minna að þú, kæri bílstjóri, hægir á þér á leið þinni um hverfið okkar og stoppir fyrir okkur við gangbrautirnar. Og ekki bara á þessum stað, heldur alls staðar!
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun