Erlent

Barnaklámsrassía í Danmörku í morgun

Danskir lögreglumenn. Úr myndasafni.
Danskir lögreglumenn. Úr myndasafni. MYND/AP

Lögreglan í Danmörku hefur látið til skarar skríða á nærri 40 stöðum og handtekið fjölda manna í tengslum við dreifingu barnakláms. Frá þesu greina danskir netmiðlar nú í morgun.

Ráðist var til inngöngu á 38 stöðum í landinu klukkan sex að dönskum tíma og hefur lögregla lagt hald á tölvur sem grunur leikur á um að hafi að geyma bæði ljósmyndir og hreyfimyndir með barnaklámi.

Ekki kemur fram hversu margir hafi verið handteknir í tengslum við aðgerðina sem gengur undir nafninu Gullinbursti. Tölvuglæpadeild Ríkislögreglustjórans í Danmörku mun hafa komist á snoðir um málið með sérstökum hugbúnaði og komist að því að hópur fólks skiptist á barnaklámsmyndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×