Erlent

Abu Qatada laus úr haldi gegn tryggingu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/AP

Breskir embættismenn kvörtuðu hástöfum þegar áfrýjunardómstóll þar í landi lét Abu Qatada lausan gegn tryggingu í gær. Qatada hefur verið nefndur hinn andlegi sendiherra Osama bin Laden í Evrópu.

Hann er talinn hafa sterk tengsl við ýmsa hryðjuverkamenn, meðal annars skipuleggjendur hryðjuverkanna 11. september 2001. Bresk yfirvöld hafa reynt að fá hann dæmdan í fangelsi eða sendan úr landi án árangurs. Hann verður nú undir mjög ströngu eftirliti og má búast við brottvísun úr landi við nánast hvaða brot sem er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×