Erlent

Ísraelsmenn samþykkja vopnahlé í Gaza

Ísraelski herinn á Gazasvæðinu.
Ísraelski herinn á Gazasvæðinu.

Ísraelsmenn hafa samþykkt vopnahlé til þess að enda margra mánaða átök við hin palestínsku Hamas-samtök. Á vopnahléið að taka gildi á morgun og ætti það að létta þeirri herkví sem Ísraelsmenn hafa haldið Gazasvæðinu í.

Hamas-samtökin eru fullviss um að Ísraelsmenn muni standa við þessa samþykkt en samtökin hafa ráðið yfir Gaza frá júní 2007. Fyrir þau er þetta vopnahlé viðurkenning á því að efnahagslega einangrunin sem Ísraelsmenn hafa haldið Gazasvæðinu í, hafi haft mikil áhrif á íbúa svæðisins.

Er þetta vopnahlé talið skref í rétta átt að friði en þó gætu enn orðið margar hindranir á veginum til friðs. Hafa báðir aðilar varað við því að átök muni hefjast aftur sé vopnahléið rofið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×