Erlent

Fimmti fóturinn bætist í hópinn

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Kanadísk lögregla rannsakar nú fund enn eins mannsfótar sem fundist hefur í sjónum við vesturströnd Kanada, nálægt Vancouver. Þetta er fimmti fóturinn sem finnst á ellefu mánaða tímabili en fyrsti vinstri fóturinn.

Hinir fæturnir fjórir voru allir hægri fætur en allir hafa fæturnir fimm verið íklæddir strigaskóm. DNA-rannsókn á fætinum fer nú fram en lögregla er jafn-ráðþrota og áður. Talsmaður hennar kvartar yfir því að sjónvarpsþátturinn CSI hafi komið þeim hugmyndum inn hjá fólki að flóknar erfðarannsóknir taki nokkrar klukkustundir þegar nokkrir mánuðir er nær hinu sanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×