Erlent

Obama með forskot á McCain

Barack Obama
Barack Obama

Barack Obama hefur forskot á John McCain í þremur af mikilvægustu fylkjunum í Bandaríkjunum samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Spennan er því farin að magnast í komandi forsetakosningum en Obama hefur 12 prósenta forskot.

Fylkin þrjú Ohio, Pennsylvania og Flórída eru stóru fylkin og skipta gríðarlegu máli í komandi kosningum.

Það er Háskólinn í Quinnipaiac sem framkvæmdi könnunina og er vitnað í hana á CNN nú í kvöld. Þar kemur fram að Obama er með 52% á móti 40%.

Obama tapaði fyrir Hillary Clinton í forskosningunum í Ohio með 10 stigum en könnunin sýnir að hann leiðir þar með 48 á móti 42% McCain.

Hann leiðir einnig með 47 á móti 43% í Florida þar sem hann tapaði einnig fyrir Clinton. Þá talaði hún um að kjósendur ættu að kjósa sig þar sem hún væri sterkari kandídat í að sigra McCain í þessum fylkjum. Því eru niðurstöður könnunarinnar nokkuð áhugaverðar.

Bob Loevy prófessor í stjórnmálafræði við Colorado háskólann segir niðurstöðurnar fyrst og fremst áhugaverðar þar sem þessi þrjú fylki hafa í gegnum tíðina verið sterkt vígi Repúblikana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×