Umfjöllun og viðtöl: Fram - Haukar 17-23 Kolbeinn Tumi Daðason í Safamýri skrifar 16. febrúar 2012 12:28 Mynd/Vilhelm Haukar unnu öruggan sigur á Fram í Safamýri 23-17 í leik sem einkenndist af vandræðalegum sóknarleik beggja liða. Haukar halda toppsætinu í deildinni og eru komnir á sigurbraut á nýjan leik eftir tvö töp í röð. Haukarnir mættu betur stemmdir í Safamýrina. Þeir skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins og Framarar í miklu basli í sóknarleiknum. Þeim tókst þó að ná áttum og jöfnuðu metin í 5-5. Í stöðunni 6-7 Haukum í vil tókst hvorugu liðinu að koma boltanum framhjá eldheitum markvörðum liðanna í átta mínútur. Haukum tókst það loks með skömmu millibili rétt fyrir hlé og leiddu í hálfleik 9-6. Þjálfarar beggja liða höfðu um margt að ræða við sína menn í hálfleik. Sóknarleikur á báðum endum var lamaður og agalaus. Hvort ekki var rætt um að bæta sóknarleikinn í síðari hálfleik er undirritaður ekki meðvitaður um en ekki fækkað sóknarmistökunum í síðari hálfleiknum. Í stórskrýtnum síðari hálfleik höfðu Haukarnir undirtökin allan tímann. Framarar fengu reyndar nokkur færi til að jafna metin snemma í hálfleiknum en jafnvel þegar þeir voru manni færri klúðruðu þeir málunum. Sóknarmistökin voru af öllum tegundum en fjöldi misheppnaðar sendinga undir lítilli eða engri pressu var ótrúlegur. Haukar jóku muninn eftir því sem á hálfleikinn leið, sigldu fram úr í lokin og unnu sanngjarnan sex marka sigur. Haukar geta verið ánægðir með að hafa snúið við blaðinu í deildinni eftir tvö töp í röð. Vörn og markvarsla Arons Rafns var ágæt en sóknarleikurinn slakur og agalaus. Ekkert þó í líkingu við sóknarleik heimamanna. Vonleysið í sóknarleik Framara í síðari hálfleik náði hámarki þegar Jón Arnar Jónsson skoraði langþráð mark en þá var Einar Jónsson, þjálfari Fram, nýbúinn að taka leikhlé. Magnús Erlendsson stóð langt upp úr í leik heimamanna. Magnús varði 23 skot og mörg úr opnum færum. Freyr Brynjars: Hvorugt liðið getur tekið nokkuð út úr þessum leikFreyr Brynjarsson var ánægður með sigur sinna manna en sagði þó sóknarleik sinna manna hafa verið dapran. „Við erum ekki nógu agaðir og ekki að skjóta nógu vel. Vörnin og markvarslan vinna þennan leik. Vörn okkar er góð þessa stundina og því getum við leyft okkur meira í sókninni," sagði Freyr sem skoraði sex mörk í kvöld og átti fínan leik. Freyr sagði að mikilvægt hefði verið að gleyma bikarnum og einbeita sér að deildinni. „Við erum að fara að spila í bikarnum eftir átta daga en við verðum að hugsa um deildina. Við vorum búnir að tapa tveimur í röð og ógjörningur að tapa þeim þriðja í röð. Það kom ekki til greina," sagði Freyr sem taldi hvorugt liðanna geta tekið nokkuð út úr leik kvöldsins. „Það verður allt öðruvísi leikur, meiri barátta og jafnvel meira skorað. Menn verða að finna rétta spennustigið. Þetta er allt allt allt annað en að spila einhvern deildarleik," sagði Freyr. Magnús Erlends: Þetta var niðurlægingMynd/VilhelmMagnús Erlendsson gat verið sáttur við eigin frammistöðu í kvöld. Frammistaða liðsfélaga hans var þó fyrir neðan allar hellur. „Þetta var niðurlæging og sjokkerandi að menn leyfi sér að mæta svona til leiks. Ég er bara í losti líkt og þeir sem mættu til að horfa á leikinn. Ég skil þetta ekki," sagði Magnús sem var besti maður vallarins í kvöld. Hann sagði ekkert í undirbúningi liðsins hafa gefið til kynna frammistöðu á borð við þá sem boðið var upp á. „Menn voru léttir eftir HK-leikinn og auðvitað tókum við einn dag í hlé. Það var leikur á mánudag og svo aftur á fimmtudag. Liðið er auðvitað mikið breytt frá mánudeginum en það er ekki afsökunar fyrir því að taka ekki á því. Menn geta alltaf tekið á því og annars skipta menn bara útaf," sagði Magnús sem sagði ekki útilokað að menn væru með hugann við bikarúrslitaleikinn um aðra helgi. „Ég ætla að vona að menn séu með hugann við eitthvað. Það var allavegna ekki þessi leikur. Það þýðir samt ekki að stinga hausnum í sandinn heldur rífa sig upp og finna út hvað fór úrskeiðis. Menn eru líka að koma úr meiðslum sem verða klárir í næsta leik. Við örvæntum ekki," sagði Magnús sem hló þegar blaðamaður spurði hvort hann hefði ekki viljað skella sér í sóknina. „Ég veit ekki hvort það myndi bæta nokkuð. Það lá við að markmanninn langaði til þess að skjóta," sagði Magnús. Olís-deild karla Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Haukar unnu öruggan sigur á Fram í Safamýri 23-17 í leik sem einkenndist af vandræðalegum sóknarleik beggja liða. Haukar halda toppsætinu í deildinni og eru komnir á sigurbraut á nýjan leik eftir tvö töp í röð. Haukarnir mættu betur stemmdir í Safamýrina. Þeir skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins og Framarar í miklu basli í sóknarleiknum. Þeim tókst þó að ná áttum og jöfnuðu metin í 5-5. Í stöðunni 6-7 Haukum í vil tókst hvorugu liðinu að koma boltanum framhjá eldheitum markvörðum liðanna í átta mínútur. Haukum tókst það loks með skömmu millibili rétt fyrir hlé og leiddu í hálfleik 9-6. Þjálfarar beggja liða höfðu um margt að ræða við sína menn í hálfleik. Sóknarleikur á báðum endum var lamaður og agalaus. Hvort ekki var rætt um að bæta sóknarleikinn í síðari hálfleik er undirritaður ekki meðvitaður um en ekki fækkað sóknarmistökunum í síðari hálfleiknum. Í stórskrýtnum síðari hálfleik höfðu Haukarnir undirtökin allan tímann. Framarar fengu reyndar nokkur færi til að jafna metin snemma í hálfleiknum en jafnvel þegar þeir voru manni færri klúðruðu þeir málunum. Sóknarmistökin voru af öllum tegundum en fjöldi misheppnaðar sendinga undir lítilli eða engri pressu var ótrúlegur. Haukar jóku muninn eftir því sem á hálfleikinn leið, sigldu fram úr í lokin og unnu sanngjarnan sex marka sigur. Haukar geta verið ánægðir með að hafa snúið við blaðinu í deildinni eftir tvö töp í röð. Vörn og markvarsla Arons Rafns var ágæt en sóknarleikurinn slakur og agalaus. Ekkert þó í líkingu við sóknarleik heimamanna. Vonleysið í sóknarleik Framara í síðari hálfleik náði hámarki þegar Jón Arnar Jónsson skoraði langþráð mark en þá var Einar Jónsson, þjálfari Fram, nýbúinn að taka leikhlé. Magnús Erlendsson stóð langt upp úr í leik heimamanna. Magnús varði 23 skot og mörg úr opnum færum. Freyr Brynjars: Hvorugt liðið getur tekið nokkuð út úr þessum leikFreyr Brynjarsson var ánægður með sigur sinna manna en sagði þó sóknarleik sinna manna hafa verið dapran. „Við erum ekki nógu agaðir og ekki að skjóta nógu vel. Vörnin og markvarslan vinna þennan leik. Vörn okkar er góð þessa stundina og því getum við leyft okkur meira í sókninni," sagði Freyr sem skoraði sex mörk í kvöld og átti fínan leik. Freyr sagði að mikilvægt hefði verið að gleyma bikarnum og einbeita sér að deildinni. „Við erum að fara að spila í bikarnum eftir átta daga en við verðum að hugsa um deildina. Við vorum búnir að tapa tveimur í röð og ógjörningur að tapa þeim þriðja í röð. Það kom ekki til greina," sagði Freyr sem taldi hvorugt liðanna geta tekið nokkuð út úr leik kvöldsins. „Það verður allt öðruvísi leikur, meiri barátta og jafnvel meira skorað. Menn verða að finna rétta spennustigið. Þetta er allt allt allt annað en að spila einhvern deildarleik," sagði Freyr. Magnús Erlends: Þetta var niðurlægingMynd/VilhelmMagnús Erlendsson gat verið sáttur við eigin frammistöðu í kvöld. Frammistaða liðsfélaga hans var þó fyrir neðan allar hellur. „Þetta var niðurlæging og sjokkerandi að menn leyfi sér að mæta svona til leiks. Ég er bara í losti líkt og þeir sem mættu til að horfa á leikinn. Ég skil þetta ekki," sagði Magnús sem var besti maður vallarins í kvöld. Hann sagði ekkert í undirbúningi liðsins hafa gefið til kynna frammistöðu á borð við þá sem boðið var upp á. „Menn voru léttir eftir HK-leikinn og auðvitað tókum við einn dag í hlé. Það var leikur á mánudag og svo aftur á fimmtudag. Liðið er auðvitað mikið breytt frá mánudeginum en það er ekki afsökunar fyrir því að taka ekki á því. Menn geta alltaf tekið á því og annars skipta menn bara útaf," sagði Magnús sem sagði ekki útilokað að menn væru með hugann við bikarúrslitaleikinn um aðra helgi. „Ég ætla að vona að menn séu með hugann við eitthvað. Það var allavegna ekki þessi leikur. Það þýðir samt ekki að stinga hausnum í sandinn heldur rífa sig upp og finna út hvað fór úrskeiðis. Menn eru líka að koma úr meiðslum sem verða klárir í næsta leik. Við örvæntum ekki," sagði Magnús sem hló þegar blaðamaður spurði hvort hann hefði ekki viljað skella sér í sóknina. „Ég veit ekki hvort það myndi bæta nokkuð. Það lá við að markmanninn langaði til þess að skjóta," sagði Magnús.
Olís-deild karla Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti