Ívar Guðmunds bauð Kevin Costner uppá glas Jakob Bjarnar skrifar 29. mars 2016 11:47 Hermann kastaði skemmtilegri kveðju á bróður sinn í tilefni dagsins. Og rifjaði upp eftirtektarvert atvik úr hálfrar aldar ævi útvarpsmannsins. Ívar Guðmundsson, útvarpsmaður á Bylgjunni, fagnar hálfrar aldar afmæli nú í dag og yfir hann rignir afmæliskveðjunum. Ýmislegt merkilegt kemur á daginn þegar litið er til baka við þessi tímamót, meðal annars það að Ívar Guðmundsson hefur gerst svo frægur að halda Kevin Costner uppi á áfengi, ef marka má orð bróður hans Hermanns Guðmundssonar, sem sendir honum bráðskemmtilega afmæliskveðju og myndir í tilefni dagsins. „Kæri bróðir, hér eru ca. 45 ár á milli ljósmynda. Það varla sést samt. Á stöku myndinni sést samt að helvítis dugnaðurinn í ræktinni hefur haldið þér 20 árum yngri en almanakið segir. Þótt við höfum oft verið álíka þungir þá hafa kílóin raðast með sitt hvorum hættinum á okkur. Það eru líklega genin,“ segir Hermann og sendir bróður sínum broskall. Fjögur ár eru á milli þeirra bræðra, Hermann er fæddur árið 1962. Hermann heldur áfram:Ívar bauð Kevin uppá glas á Skuggabarnum, bacardi límo í sprite, en náði lítt að rabba við leikarann, svo umvafinn var hann kvenfólki.„Innilega til hamingju með að vera orðinn hálfrar aldar gamall ! Það lenda ekki allir í því. Margt hefur á daga okkar drifið á þessum árum og fjölmargt verið brallað. Sem dæmi hefur líklega enginn Íslendingur hitt fleiri fræga tónlistarmenn heldur en þú og enginn annar sem ég þekki hefur þurft að halda Kevin Costner uppi á áfengi. Við skulum skála fyrir þessum áfanga á föstudagskvöld með örfáum vinum þínum,“ skrifar Hermann á vegg litla bróður síns, útvarpsmannsins vinsæla. Vísir hafði samband við Ívar, til að forvitnast um þetta sumbl með Costner. Ívar hlær þegar hann er spurður út í þetta. „Ég bauð honum upp á glas á Hótel Borg hér um árið þegar hann kom til landsins. Þetta var þá Skuggabarinn. Hann var hér í júlí 1999 og allt í einu stóð hann fyrir aftan mig á Skuggabarnum og ég bauð honum drykk. Haann þakkaði fyrir sig og svo spjölluðum við svo sem ekkert meir þar sem hann var umvafinn íslenskum skvísum sem þurftu að spjalla við hann.“Og, hvers konar drykkur var þetta sem þú bauðst honum uppá? „Ég drakk á þessum tíma bacardi límo í sprite. Honum fannst þetta bara bragðgott og spurði hvað þetta væri?“ Ívar ætlar ekki að hafa sérstakan viðbúnað í tilefni dagsins, hefðbundinn vinnudagur sem hófst í World Class í Laugum. „Þar fékk maður gulrótarköku í Spa-inu í morgun en veislan er á föstudag.“Vísir óskar Ívari innilega til hamingju með daginn og áfangann. Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Sjá meira
Ívar Guðmundsson, útvarpsmaður á Bylgjunni, fagnar hálfrar aldar afmæli nú í dag og yfir hann rignir afmæliskveðjunum. Ýmislegt merkilegt kemur á daginn þegar litið er til baka við þessi tímamót, meðal annars það að Ívar Guðmundsson hefur gerst svo frægur að halda Kevin Costner uppi á áfengi, ef marka má orð bróður hans Hermanns Guðmundssonar, sem sendir honum bráðskemmtilega afmæliskveðju og myndir í tilefni dagsins. „Kæri bróðir, hér eru ca. 45 ár á milli ljósmynda. Það varla sést samt. Á stöku myndinni sést samt að helvítis dugnaðurinn í ræktinni hefur haldið þér 20 árum yngri en almanakið segir. Þótt við höfum oft verið álíka þungir þá hafa kílóin raðast með sitt hvorum hættinum á okkur. Það eru líklega genin,“ segir Hermann og sendir bróður sínum broskall. Fjögur ár eru á milli þeirra bræðra, Hermann er fæddur árið 1962. Hermann heldur áfram:Ívar bauð Kevin uppá glas á Skuggabarnum, bacardi límo í sprite, en náði lítt að rabba við leikarann, svo umvafinn var hann kvenfólki.„Innilega til hamingju með að vera orðinn hálfrar aldar gamall ! Það lenda ekki allir í því. Margt hefur á daga okkar drifið á þessum árum og fjölmargt verið brallað. Sem dæmi hefur líklega enginn Íslendingur hitt fleiri fræga tónlistarmenn heldur en þú og enginn annar sem ég þekki hefur þurft að halda Kevin Costner uppi á áfengi. Við skulum skála fyrir þessum áfanga á föstudagskvöld með örfáum vinum þínum,“ skrifar Hermann á vegg litla bróður síns, útvarpsmannsins vinsæla. Vísir hafði samband við Ívar, til að forvitnast um þetta sumbl með Costner. Ívar hlær þegar hann er spurður út í þetta. „Ég bauð honum upp á glas á Hótel Borg hér um árið þegar hann kom til landsins. Þetta var þá Skuggabarinn. Hann var hér í júlí 1999 og allt í einu stóð hann fyrir aftan mig á Skuggabarnum og ég bauð honum drykk. Haann þakkaði fyrir sig og svo spjölluðum við svo sem ekkert meir þar sem hann var umvafinn íslenskum skvísum sem þurftu að spjalla við hann.“Og, hvers konar drykkur var þetta sem þú bauðst honum uppá? „Ég drakk á þessum tíma bacardi límo í sprite. Honum fannst þetta bara bragðgott og spurði hvað þetta væri?“ Ívar ætlar ekki að hafa sérstakan viðbúnað í tilefni dagsins, hefðbundinn vinnudagur sem hófst í World Class í Laugum. „Þar fékk maður gulrótarköku í Spa-inu í morgun en veislan er á föstudag.“Vísir óskar Ívari innilega til hamingju með daginn og áfangann.
Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Sjá meira