10 bestu endasprettir United 27. apríl 2009 11:19 Cristiano Ronaldo reif sig úr treyjunni þegar hann fagnaði um helgina AFP Manchester United átti ótrúlegan endasprett gegn Tottenham um helgina þegar liðið lenti 2-0 undir en vann leikinn 5-2. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem liðið tryggir sér sigur með frábærum endaspretti. Breska blaðið Daily Telegraph tók saman tíu eftirminnilega endaspretti sem lið Manchester United hefur átt á síðustu árum, en eins og flestir stuðningsmenn United vita var þetta ekki í fyrsta sinn sem United sallar fimm mörkum í röð á Tottenham eftir að hafa lent undir. Man Utd 2 - Sheffield Wednesday 1 (úrvalsdeildin 1993) John Sheridan kom Wednesday yfir með marki úr vítaspyrnu í síðari hálfleik en varnarjaxlinn Steve Bruce skoraði tvö skallamörk í uppbótartíma og tryggði liðinu sigurinn. Mörk Bruce lögðu grunninn að fyrsta titli United í 26 ár. Man City 2 - Man Utd 3 (úrvalsdeildin 1993) United var slegið út úr Evrópukeppninni af Galatasaray í vikunni áður og lenti 2-0 undir á gamla Maine Road. Það var hinsvegar hinn ótrúlegi Eric Cantona sem fór fyrir liðinu á frábærum endaspretti þar sem harðjaxlinn Roy Keane skoraði sigurmarkið í blálokin. Newcastle 0 - Man Utd 1 (úrvalsdeildin 1996) Newcastle hafði betur fyrsta klukkutímann í æsilegum titilslag á St. James´ Park en Peter Schmeichel varði eins og berserkur í marki United. Það var svo frábært mark frá Eric Cantona sem skoraði sigurmark United og lagði grunninn að hruni Newcastle þetta árið. Juventus 2 - Man Utd 3 (undanúrslit meistaradeildar 1999) Juventus komst snemma í leiknum í 2-0 og þegar Roy Keane fékk að líta gult spjald virtust vonir United um þrennuna renna út í sandinn. Keane skoraði hinsvegar skallamark og þeir Andy Cole og Dwight Yorke tryggðu United glæsilegan sigur og sæti í úrslitunum. Man Utd 2 - Liverpool 1 (4. umferð enska bikarsins 1999) United lenti undir þegar Michael Owen skoraði eftir aðeins þrjár mínútur og virtist vera á leið úr keppni. Dwight Yorke jafnaði hinsvegar þegar tvær mínútur voru eftir og allt leit út fyrir að liðin þyrftu að mætast aftur á Anfield. Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær kláraði leikinn fyrir United í uppbótartíma, níu mínútum eftir að hafa komið inn sem varamaður. United fagnar Evróputitlinum 1999AFP Bayern Munchen 1 - Man Utd 2 (úrslitaleikur meistaradeildar 1999) Þetta var ef til vill besti endasprettur í sögu United, en hann átti sér stað í úrslitaleik meistaradeildarinnar á Nou Camp í Barcelona. Bayern var komið með aðra höndina á Evrópubikarinn eftir mark Mario Basler snemma leiks, en tvö mörk á þremur mínútum í blálokin frá Teddy Sheringham og Ole Gunnar Solskjær tryggðu United sigurinn og þrennuna. Montpellier 0 - Man Utd 2 (evrópukeppni bikarhafa 1991) Franska liðið var betri aðilinn í 1-1 jafntefli liðanna á Old Trafford í fyri leiknum, en Clayton Blackmore og Steve Bruce tryggðu liðinu óvæntan sigur í síðari leiknum í Frakklandi. Tottenham 3 - Man Utd 5 (úrvalsdeildin 2001) United virtist dauðadæmt eftir að hafa lent undir 3-0 á útivelli í fyrri hálfleik, en fimm leikmenn United komust á blað í ótrúlegum síðari hálfleik. Andy Cole, Laurent Blanc, Ruud van Nistelrooy, Juan Sebastian Veron og David Beckham skoruðu allir í síðari hálfleiknum, Porto 0 - Man Utd 1 (meistaradeild 2009) United var ekki sannfærandi í fyrri leik liðanna á Old Trafford og þurfti að gera það sem engu ensku liði hafði tekist í síðari leiknum - vinna útileik gegn Porto. Eitt fallegasta og eftirminnilegasta mark Cristiano Ronaldo tryggði liðinu farseðilinn í undanúrslitin. Arsenal 1 - Man Utd 2 (undanúrslit enska bikarsins 1999) United virtist í vondum málum eftir að Roy Keane var rekinn af velli og til að bæta gráu ofan á svart, gaf Phil Neville Arsenal víti með því að brjóta af sér í lokin. Peter Schmeichel varði hinsvegar vítið frá Dennis Bergkamp og sigurmark United var frægasta mark Ryan Giggs á löngum ferli þegar hann sólaði hálft Arsenal-liðið upp úr skónum og skoraði. Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Fleiri fréttir Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Sjá meira
Manchester United átti ótrúlegan endasprett gegn Tottenham um helgina þegar liðið lenti 2-0 undir en vann leikinn 5-2. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem liðið tryggir sér sigur með frábærum endaspretti. Breska blaðið Daily Telegraph tók saman tíu eftirminnilega endaspretti sem lið Manchester United hefur átt á síðustu árum, en eins og flestir stuðningsmenn United vita var þetta ekki í fyrsta sinn sem United sallar fimm mörkum í röð á Tottenham eftir að hafa lent undir. Man Utd 2 - Sheffield Wednesday 1 (úrvalsdeildin 1993) John Sheridan kom Wednesday yfir með marki úr vítaspyrnu í síðari hálfleik en varnarjaxlinn Steve Bruce skoraði tvö skallamörk í uppbótartíma og tryggði liðinu sigurinn. Mörk Bruce lögðu grunninn að fyrsta titli United í 26 ár. Man City 2 - Man Utd 3 (úrvalsdeildin 1993) United var slegið út úr Evrópukeppninni af Galatasaray í vikunni áður og lenti 2-0 undir á gamla Maine Road. Það var hinsvegar hinn ótrúlegi Eric Cantona sem fór fyrir liðinu á frábærum endaspretti þar sem harðjaxlinn Roy Keane skoraði sigurmarkið í blálokin. Newcastle 0 - Man Utd 1 (úrvalsdeildin 1996) Newcastle hafði betur fyrsta klukkutímann í æsilegum titilslag á St. James´ Park en Peter Schmeichel varði eins og berserkur í marki United. Það var svo frábært mark frá Eric Cantona sem skoraði sigurmark United og lagði grunninn að hruni Newcastle þetta árið. Juventus 2 - Man Utd 3 (undanúrslit meistaradeildar 1999) Juventus komst snemma í leiknum í 2-0 og þegar Roy Keane fékk að líta gult spjald virtust vonir United um þrennuna renna út í sandinn. Keane skoraði hinsvegar skallamark og þeir Andy Cole og Dwight Yorke tryggðu United glæsilegan sigur og sæti í úrslitunum. Man Utd 2 - Liverpool 1 (4. umferð enska bikarsins 1999) United lenti undir þegar Michael Owen skoraði eftir aðeins þrjár mínútur og virtist vera á leið úr keppni. Dwight Yorke jafnaði hinsvegar þegar tvær mínútur voru eftir og allt leit út fyrir að liðin þyrftu að mætast aftur á Anfield. Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær kláraði leikinn fyrir United í uppbótartíma, níu mínútum eftir að hafa komið inn sem varamaður. United fagnar Evróputitlinum 1999AFP Bayern Munchen 1 - Man Utd 2 (úrslitaleikur meistaradeildar 1999) Þetta var ef til vill besti endasprettur í sögu United, en hann átti sér stað í úrslitaleik meistaradeildarinnar á Nou Camp í Barcelona. Bayern var komið með aðra höndina á Evrópubikarinn eftir mark Mario Basler snemma leiks, en tvö mörk á þremur mínútum í blálokin frá Teddy Sheringham og Ole Gunnar Solskjær tryggðu United sigurinn og þrennuna. Montpellier 0 - Man Utd 2 (evrópukeppni bikarhafa 1991) Franska liðið var betri aðilinn í 1-1 jafntefli liðanna á Old Trafford í fyri leiknum, en Clayton Blackmore og Steve Bruce tryggðu liðinu óvæntan sigur í síðari leiknum í Frakklandi. Tottenham 3 - Man Utd 5 (úrvalsdeildin 2001) United virtist dauðadæmt eftir að hafa lent undir 3-0 á útivelli í fyrri hálfleik, en fimm leikmenn United komust á blað í ótrúlegum síðari hálfleik. Andy Cole, Laurent Blanc, Ruud van Nistelrooy, Juan Sebastian Veron og David Beckham skoruðu allir í síðari hálfleiknum, Porto 0 - Man Utd 1 (meistaradeild 2009) United var ekki sannfærandi í fyrri leik liðanna á Old Trafford og þurfti að gera það sem engu ensku liði hafði tekist í síðari leiknum - vinna útileik gegn Porto. Eitt fallegasta og eftirminnilegasta mark Cristiano Ronaldo tryggði liðinu farseðilinn í undanúrslitin. Arsenal 1 - Man Utd 2 (undanúrslit enska bikarsins 1999) United virtist í vondum málum eftir að Roy Keane var rekinn af velli og til að bæta gráu ofan á svart, gaf Phil Neville Arsenal víti með því að brjóta af sér í lokin. Peter Schmeichel varði hinsvegar vítið frá Dennis Bergkamp og sigurmark United var frægasta mark Ryan Giggs á löngum ferli þegar hann sólaði hálft Arsenal-liðið upp úr skónum og skoraði.
Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Fleiri fréttir Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Sjá meira