Matarfíkill í sjálfsmorðshugleiðingum: „Leit á sjálfan mig sem skemmda vöru“ Stefán Árni Pálsson skrifar 29. mars 2016 10:48 Wentworth Miller lék Scofield. vísir/getty „Í dag fann ég sjálfan mig enn einu sinni á internetinu og þá var verið að gera grín að mér. Ekki í fyrsta skipti en þessar myndir fönguðu athygli mína.“ Svona hefst löng Facebook-færsla frá leikaranum Wentworth Miller sem gerði garðinn frægan þegar hann lék aðalhlutverkið í þáttunum Prison Break á árunum 2005-2009. Þá fór hann með hlutverk Michael Scofield í þáttunum og sló algjörlega í gegn. „Myndin er frá árinu 2010 þegar ég var í raun hættur í leiklistinni. Ég lét lítið fyrir mér fara af mörgum ástæðum, aðal ástæðan var sú að ég var í sjálfsmorðshugleiðingum. Ég hef áður tjáð mig um þetta málefni en á þessum tíma vissi þetta enginn. Einn út í horni skammaðist ég mín og var sársaukinn gríðarlegur. Ég leit á sjálfan mig sem skemmda vöru og raddirnar í höfðinu mínu hvöttu mig til að skaða sjálfan mig, og ekki í fyrsta skiptið“ Miller segist hafa glímt við þunglyndi frá barnæsku. „Barátta sem hefur kostað mig tíma, tækifæri, sambönd og mörg þúsund andvöku nætur,“ segir Miller. Á umræddri mynd er gert grín að holdafari hans en hann bætti töluvert á sig eftir að hann hætti að leika í Prison Break. Sjá einnig: Fimmta serían af Prison Break væntanleg „Árið 2010 var ég mjög langt niðri og leitaði mikið í hluti sem létu mig líða betur og dreifðu huganum. Eitt af því var matur. Það hefði getað verið hvað sem er, eiturlyf, áfengi eða kynlíf. Maturinn varð fyrir valinu og það var það eina sem ég hlakkaði til að gera, að borða. Það eina sem fékk mig til að halda áfram. Ég þyngdist því töluvert en hverjum er drullu sama.“ Hann segist hafa verið í göngu með vini sínum þegar paparazzi ljósmyndarar tóku eftir honum og náðu myndum af honum. „Myndirnar fóru strax á netið og voru bornar saman við það hvernig ég leit út áður. Fyrirsagnirnar voru „Hunk To Chunk“ og „Fit To Flab“.Það síðasta sem hann þurfti Hann segir að vinkonur mömmu hans hafi sent henni þessar greinar og hún hafi strax hringt áhyggjufull í hann. „Þarna var ég að berjast fyrir lífi mínu og þetta var það síðasta sem ég þurfti. Til að gera langa sögu stutta, þá lifði ég af. Núna þegar ég sé þessa mynd af mér í rauðum bol með mjög sjaldgæft bros á mér minnist ég tímans þegar ég barðist við djöflana í hausnum á mér. Ég verð að viðurkenna að fyrst þegar ég sá þessar myndir, þá fannst mér erfitt að anda. En allt í lífinu hefur einhverja þýðingu.“ Hann hvetur alla sem eiga við andleg veikindi að leita sér aðstoðar, hvort sem það er að senda vini sms eða tölvupóst. Fimmta serían af Prison Break er væntanleg og hefur FOX sjónvarpsstöðin staðfest það. Ekki er ljóst hvenær sú sería birtist í sjónvarpi.Today I found myself the subject of an Internet meme. Not for the first time. This one, however, stands out from the...Posted by Wentworth Miller on 28. mars 2016 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
„Í dag fann ég sjálfan mig enn einu sinni á internetinu og þá var verið að gera grín að mér. Ekki í fyrsta skipti en þessar myndir fönguðu athygli mína.“ Svona hefst löng Facebook-færsla frá leikaranum Wentworth Miller sem gerði garðinn frægan þegar hann lék aðalhlutverkið í þáttunum Prison Break á árunum 2005-2009. Þá fór hann með hlutverk Michael Scofield í þáttunum og sló algjörlega í gegn. „Myndin er frá árinu 2010 þegar ég var í raun hættur í leiklistinni. Ég lét lítið fyrir mér fara af mörgum ástæðum, aðal ástæðan var sú að ég var í sjálfsmorðshugleiðingum. Ég hef áður tjáð mig um þetta málefni en á þessum tíma vissi þetta enginn. Einn út í horni skammaðist ég mín og var sársaukinn gríðarlegur. Ég leit á sjálfan mig sem skemmda vöru og raddirnar í höfðinu mínu hvöttu mig til að skaða sjálfan mig, og ekki í fyrsta skiptið“ Miller segist hafa glímt við þunglyndi frá barnæsku. „Barátta sem hefur kostað mig tíma, tækifæri, sambönd og mörg þúsund andvöku nætur,“ segir Miller. Á umræddri mynd er gert grín að holdafari hans en hann bætti töluvert á sig eftir að hann hætti að leika í Prison Break. Sjá einnig: Fimmta serían af Prison Break væntanleg „Árið 2010 var ég mjög langt niðri og leitaði mikið í hluti sem létu mig líða betur og dreifðu huganum. Eitt af því var matur. Það hefði getað verið hvað sem er, eiturlyf, áfengi eða kynlíf. Maturinn varð fyrir valinu og það var það eina sem ég hlakkaði til að gera, að borða. Það eina sem fékk mig til að halda áfram. Ég þyngdist því töluvert en hverjum er drullu sama.“ Hann segist hafa verið í göngu með vini sínum þegar paparazzi ljósmyndarar tóku eftir honum og náðu myndum af honum. „Myndirnar fóru strax á netið og voru bornar saman við það hvernig ég leit út áður. Fyrirsagnirnar voru „Hunk To Chunk“ og „Fit To Flab“.Það síðasta sem hann þurfti Hann segir að vinkonur mömmu hans hafi sent henni þessar greinar og hún hafi strax hringt áhyggjufull í hann. „Þarna var ég að berjast fyrir lífi mínu og þetta var það síðasta sem ég þurfti. Til að gera langa sögu stutta, þá lifði ég af. Núna þegar ég sé þessa mynd af mér í rauðum bol með mjög sjaldgæft bros á mér minnist ég tímans þegar ég barðist við djöflana í hausnum á mér. Ég verð að viðurkenna að fyrst þegar ég sá þessar myndir, þá fannst mér erfitt að anda. En allt í lífinu hefur einhverja þýðingu.“ Hann hvetur alla sem eiga við andleg veikindi að leita sér aðstoðar, hvort sem það er að senda vini sms eða tölvupóst. Fimmta serían af Prison Break er væntanleg og hefur FOX sjónvarpsstöðin staðfest það. Ekki er ljóst hvenær sú sería birtist í sjónvarpi.Today I found myself the subject of an Internet meme. Not for the first time. This one, however, stands out from the...Posted by Wentworth Miller on 28. mars 2016
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira