Matarfíkill í sjálfsmorðshugleiðingum: „Leit á sjálfan mig sem skemmda vöru“ Stefán Árni Pálsson skrifar 29. mars 2016 10:48 Wentworth Miller lék Scofield. vísir/getty „Í dag fann ég sjálfan mig enn einu sinni á internetinu og þá var verið að gera grín að mér. Ekki í fyrsta skipti en þessar myndir fönguðu athygli mína.“ Svona hefst löng Facebook-færsla frá leikaranum Wentworth Miller sem gerði garðinn frægan þegar hann lék aðalhlutverkið í þáttunum Prison Break á árunum 2005-2009. Þá fór hann með hlutverk Michael Scofield í þáttunum og sló algjörlega í gegn. „Myndin er frá árinu 2010 þegar ég var í raun hættur í leiklistinni. Ég lét lítið fyrir mér fara af mörgum ástæðum, aðal ástæðan var sú að ég var í sjálfsmorðshugleiðingum. Ég hef áður tjáð mig um þetta málefni en á þessum tíma vissi þetta enginn. Einn út í horni skammaðist ég mín og var sársaukinn gríðarlegur. Ég leit á sjálfan mig sem skemmda vöru og raddirnar í höfðinu mínu hvöttu mig til að skaða sjálfan mig, og ekki í fyrsta skiptið“ Miller segist hafa glímt við þunglyndi frá barnæsku. „Barátta sem hefur kostað mig tíma, tækifæri, sambönd og mörg þúsund andvöku nætur,“ segir Miller. Á umræddri mynd er gert grín að holdafari hans en hann bætti töluvert á sig eftir að hann hætti að leika í Prison Break. Sjá einnig: Fimmta serían af Prison Break væntanleg „Árið 2010 var ég mjög langt niðri og leitaði mikið í hluti sem létu mig líða betur og dreifðu huganum. Eitt af því var matur. Það hefði getað verið hvað sem er, eiturlyf, áfengi eða kynlíf. Maturinn varð fyrir valinu og það var það eina sem ég hlakkaði til að gera, að borða. Það eina sem fékk mig til að halda áfram. Ég þyngdist því töluvert en hverjum er drullu sama.“ Hann segist hafa verið í göngu með vini sínum þegar paparazzi ljósmyndarar tóku eftir honum og náðu myndum af honum. „Myndirnar fóru strax á netið og voru bornar saman við það hvernig ég leit út áður. Fyrirsagnirnar voru „Hunk To Chunk“ og „Fit To Flab“.Það síðasta sem hann þurfti Hann segir að vinkonur mömmu hans hafi sent henni þessar greinar og hún hafi strax hringt áhyggjufull í hann. „Þarna var ég að berjast fyrir lífi mínu og þetta var það síðasta sem ég þurfti. Til að gera langa sögu stutta, þá lifði ég af. Núna þegar ég sé þessa mynd af mér í rauðum bol með mjög sjaldgæft bros á mér minnist ég tímans þegar ég barðist við djöflana í hausnum á mér. Ég verð að viðurkenna að fyrst þegar ég sá þessar myndir, þá fannst mér erfitt að anda. En allt í lífinu hefur einhverja þýðingu.“ Hann hvetur alla sem eiga við andleg veikindi að leita sér aðstoðar, hvort sem það er að senda vini sms eða tölvupóst. Fimmta serían af Prison Break er væntanleg og hefur FOX sjónvarpsstöðin staðfest það. Ekki er ljóst hvenær sú sería birtist í sjónvarpi.Today I found myself the subject of an Internet meme. Not for the first time. This one, however, stands out from the...Posted by Wentworth Miller on 28. mars 2016 Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
„Í dag fann ég sjálfan mig enn einu sinni á internetinu og þá var verið að gera grín að mér. Ekki í fyrsta skipti en þessar myndir fönguðu athygli mína.“ Svona hefst löng Facebook-færsla frá leikaranum Wentworth Miller sem gerði garðinn frægan þegar hann lék aðalhlutverkið í þáttunum Prison Break á árunum 2005-2009. Þá fór hann með hlutverk Michael Scofield í þáttunum og sló algjörlega í gegn. „Myndin er frá árinu 2010 þegar ég var í raun hættur í leiklistinni. Ég lét lítið fyrir mér fara af mörgum ástæðum, aðal ástæðan var sú að ég var í sjálfsmorðshugleiðingum. Ég hef áður tjáð mig um þetta málefni en á þessum tíma vissi þetta enginn. Einn út í horni skammaðist ég mín og var sársaukinn gríðarlegur. Ég leit á sjálfan mig sem skemmda vöru og raddirnar í höfðinu mínu hvöttu mig til að skaða sjálfan mig, og ekki í fyrsta skiptið“ Miller segist hafa glímt við þunglyndi frá barnæsku. „Barátta sem hefur kostað mig tíma, tækifæri, sambönd og mörg þúsund andvöku nætur,“ segir Miller. Á umræddri mynd er gert grín að holdafari hans en hann bætti töluvert á sig eftir að hann hætti að leika í Prison Break. Sjá einnig: Fimmta serían af Prison Break væntanleg „Árið 2010 var ég mjög langt niðri og leitaði mikið í hluti sem létu mig líða betur og dreifðu huganum. Eitt af því var matur. Það hefði getað verið hvað sem er, eiturlyf, áfengi eða kynlíf. Maturinn varð fyrir valinu og það var það eina sem ég hlakkaði til að gera, að borða. Það eina sem fékk mig til að halda áfram. Ég þyngdist því töluvert en hverjum er drullu sama.“ Hann segist hafa verið í göngu með vini sínum þegar paparazzi ljósmyndarar tóku eftir honum og náðu myndum af honum. „Myndirnar fóru strax á netið og voru bornar saman við það hvernig ég leit út áður. Fyrirsagnirnar voru „Hunk To Chunk“ og „Fit To Flab“.Það síðasta sem hann þurfti Hann segir að vinkonur mömmu hans hafi sent henni þessar greinar og hún hafi strax hringt áhyggjufull í hann. „Þarna var ég að berjast fyrir lífi mínu og þetta var það síðasta sem ég þurfti. Til að gera langa sögu stutta, þá lifði ég af. Núna þegar ég sé þessa mynd af mér í rauðum bol með mjög sjaldgæft bros á mér minnist ég tímans þegar ég barðist við djöflana í hausnum á mér. Ég verð að viðurkenna að fyrst þegar ég sá þessar myndir, þá fannst mér erfitt að anda. En allt í lífinu hefur einhverja þýðingu.“ Hann hvetur alla sem eiga við andleg veikindi að leita sér aðstoðar, hvort sem það er að senda vini sms eða tölvupóst. Fimmta serían af Prison Break er væntanleg og hefur FOX sjónvarpsstöðin staðfest það. Ekki er ljóst hvenær sú sería birtist í sjónvarpi.Today I found myself the subject of an Internet meme. Not for the first time. This one, however, stands out from the...Posted by Wentworth Miller on 28. mars 2016
Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira