Að skapa tækifæri – um land allt Selma Sigurjónsdóttir skrifar 6. maí 2020 13:00 Við getum nýtt tækifærið sem Covid-19 faraldurinn hefur fært okkur og hugsað atvinnulíf á Íslandi upp á nýtt. Með því að opna hugann gagnvart störfum án staðsetningar er hægt að auka fjölbreytileika atvinnulífs og efla nýsköpun og atvinnuuppbyggingu um allt land. Landsbyggðirnar hafa upp á að bjóða fjölbreytta kosti sem atvinnulífið gæti notið góðs af, svo sem fjölbreyttan mannauð og lægri rekstrarkostnað (t.d. í formi lægra leiguverðs) og öflugar menntastofnanir sem starfa náið með atvinnulífinu. Undanfarin ár hefur orðið heilmikil uppbygging innviða, til dæmis með verkefninu Ljóstengt Ísland. Nú er það því vel raunhæfur möguleiki að bjóða störf án staðsetningar. Menntun er hægt að sækja í gegnum einfaldar tæknilausnir sem gerir það að verkum að einstaklingar og fyrirtæki um land allt geta eflt sig í leik og starfi. Fram á völlinn Nýsköpunarmiðstöð Íslands, í samstarfi við Framleiðnisjóð landbúnaðarins og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, hóf í fyrra rekstur verkefnisins Fram á völlinn. Um er að ræða samstarfsverkefni sem miðar að því að hvetja til nýsköpunar í sveitum landsins og efla þannig fölbreytni í atvinnulífi og auka lífsgæði íbúa. Á haustmisseri 2019 kom verkefnið til framkvæmdar í Dölunum og var því ætlað að fylgja eftir kynningarherferð Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Gríptu boltann, sem hvatti til nýsköpunar í sveitum. Fram á völlinn samanstendur af átta vinnusmiðjum þar sem blandað er saman fræðslu, leiðsögn og vinnu við hugmyndir þátttakenda. Þátttakendur vinna saman að verkefnum hvers annars um leið og sínum eigin og eflir það og styrkir bæði þátttakendur og verkefnin. Þátttakendur fengu einnig leiðsögn um helstu verkfæri til viðskiptáætlana og því til viðbótar hafa þeir aðgengi að leiðbeinendum eftir þörfum hvers og eins. Alls skráðu 19 þátttakendur sig til leiks og skuldbundu sig til að vinna að sköpun eigin atvinnutækifæris á meðan verkefninu stóð. Störf án staðsetningar Ekki var einungis verið að hvetja til nýsköpunar í rekstri heldur var líka hvatt til þess að fólk veitti störfum án staðsetningar athygli. Það á enda ekki við alla að eiga og reka fyrirtæki. Einstaklingar vilja þó gjarnan fá starf við hæfi sem reynir á þeirra þekkingu og færni þar sem það kýs að búa. Vinnustöðum sem bjóða upp á störf án staðsetningar fer ört fjölgandi og hafa víða um heim verið sett upp einhvers konar „hub“ eða samnýtt vinnurými þar sem fleiri ámóta einstaklingar starfa ýmist að eigin verkefnum eða sem starfmenn fyrirtækja sem eiga höfuðstöðvar í þéttbýlum. Má þar nefna Blábankann á Þingeyri og Coworking á Akranesi sem dæmi um slík samvinnurými. Hugsum í lausnum Undanfarnar vikur hafa sýnt okkur enn frekar að störf geta vel verið án staðsetningar. Með því að breyta venjum okkar svo mikið á skömmum tíma höfum við sannað fyrir sjálfum okkur að fastmótaðar venjur getur auðveldlega tekið breytingum. Hlutirnir þurfa alls ekki að vera eins og þeir hafa alltaf verið. Látum ekki viðjar hugarfars halda aftur af okkur, við þurfum að hugsa í lausnum og það er alltaf pláss fyrir nýsköpun. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Nýsköpun og rannsóknir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Við þurfum jöfn tækifæri fyrir börnin í borginni Sandra Hlíf Ocares Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Við getum nýtt tækifærið sem Covid-19 faraldurinn hefur fært okkur og hugsað atvinnulíf á Íslandi upp á nýtt. Með því að opna hugann gagnvart störfum án staðsetningar er hægt að auka fjölbreytileika atvinnulífs og efla nýsköpun og atvinnuuppbyggingu um allt land. Landsbyggðirnar hafa upp á að bjóða fjölbreytta kosti sem atvinnulífið gæti notið góðs af, svo sem fjölbreyttan mannauð og lægri rekstrarkostnað (t.d. í formi lægra leiguverðs) og öflugar menntastofnanir sem starfa náið með atvinnulífinu. Undanfarin ár hefur orðið heilmikil uppbygging innviða, til dæmis með verkefninu Ljóstengt Ísland. Nú er það því vel raunhæfur möguleiki að bjóða störf án staðsetningar. Menntun er hægt að sækja í gegnum einfaldar tæknilausnir sem gerir það að verkum að einstaklingar og fyrirtæki um land allt geta eflt sig í leik og starfi. Fram á völlinn Nýsköpunarmiðstöð Íslands, í samstarfi við Framleiðnisjóð landbúnaðarins og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, hóf í fyrra rekstur verkefnisins Fram á völlinn. Um er að ræða samstarfsverkefni sem miðar að því að hvetja til nýsköpunar í sveitum landsins og efla þannig fölbreytni í atvinnulífi og auka lífsgæði íbúa. Á haustmisseri 2019 kom verkefnið til framkvæmdar í Dölunum og var því ætlað að fylgja eftir kynningarherferð Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Gríptu boltann, sem hvatti til nýsköpunar í sveitum. Fram á völlinn samanstendur af átta vinnusmiðjum þar sem blandað er saman fræðslu, leiðsögn og vinnu við hugmyndir þátttakenda. Þátttakendur vinna saman að verkefnum hvers annars um leið og sínum eigin og eflir það og styrkir bæði þátttakendur og verkefnin. Þátttakendur fengu einnig leiðsögn um helstu verkfæri til viðskiptáætlana og því til viðbótar hafa þeir aðgengi að leiðbeinendum eftir þörfum hvers og eins. Alls skráðu 19 þátttakendur sig til leiks og skuldbundu sig til að vinna að sköpun eigin atvinnutækifæris á meðan verkefninu stóð. Störf án staðsetningar Ekki var einungis verið að hvetja til nýsköpunar í rekstri heldur var líka hvatt til þess að fólk veitti störfum án staðsetningar athygli. Það á enda ekki við alla að eiga og reka fyrirtæki. Einstaklingar vilja þó gjarnan fá starf við hæfi sem reynir á þeirra þekkingu og færni þar sem það kýs að búa. Vinnustöðum sem bjóða upp á störf án staðsetningar fer ört fjölgandi og hafa víða um heim verið sett upp einhvers konar „hub“ eða samnýtt vinnurými þar sem fleiri ámóta einstaklingar starfa ýmist að eigin verkefnum eða sem starfmenn fyrirtækja sem eiga höfuðstöðvar í þéttbýlum. Má þar nefna Blábankann á Þingeyri og Coworking á Akranesi sem dæmi um slík samvinnurými. Hugsum í lausnum Undanfarnar vikur hafa sýnt okkur enn frekar að störf geta vel verið án staðsetningar. Með því að breyta venjum okkar svo mikið á skömmum tíma höfum við sannað fyrir sjálfum okkur að fastmótaðar venjur getur auðveldlega tekið breytingum. Hlutirnir þurfa alls ekki að vera eins og þeir hafa alltaf verið. Látum ekki viðjar hugarfars halda aftur af okkur, við þurfum að hugsa í lausnum og það er alltaf pláss fyrir nýsköpun. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun