Að vera eða vera ekki læs Arnór Guðmundsson skrifar 17. febrúar 2020 08:00 Fjörug umræða um lestur og lesfimipróf hefur undanfarið átt sér stað í fjölmiðlum. Almennt er slík umræða af hinu góða og æskilegt að ólík sjónarmið komi fram um það mikilvæga málefni sem menntun og lestur er. Eins og góður kennari myndi segja er samt gott að lesa heima og kynna sér málefnið vel. Við viljum öll undirbúa börnin okkar vel fyrir lífið og þau verkefni sem bíða þeirra í nútíma samfélagi. Í aðalnámskrá grunnskóla er þetta orðað þannig að efla eigi vitund um lýðræði og jafnrétti, þroska gagnrýna hugsun og byggja upp hæfni nemandans í ólíkum greinum. Grunnskólar hafa mikið svigrúm til að útfæra almennar áherslur aðalnámskrár og gera það á margvíslega vegu með fjölbreyttu skólastarfi. Til að geta náð markmiðum aðalnámskrár og árangri í námi er þó lykilatriði að kunna að lesa. Hefðbundnu læsi er venjulega skipt í tvo meginþætti: tæknilega hlið lestrar (umskráningu) og lesskilning. Tæknileg hlið lestrar er metin með lesfimiprófum sem taka til sjálfvirkni lestrar og lestrarnákvæmni. Eftir því sem lesturinn verður sjálfvirkari eykst lestrarhraðinn, minni orka fer í umskráninguna og meira svigrúm gefst til að veita merkingu athygli og að þroska skilning á því sem lesið er. Markmið allrar þjálfunar, hvort sem er til að læra að hjóla, leika á hljóðfæri, ná valdi á bolta eða að lesa, er að ná tökum á grundvallarfærni og að geta beitt henni á sjálfvirkan hátt. Sjálfvirkur lestur eða lesfimi er lykillinn að lestrargaldrinum og forsenda þess að hægt sé að öðlast lesskilning og takast á við almennari markmið aðalnámskrár. Þess vegna vilja kennarar að allir nemendur nái tökum á sjálfvirkum lestri. Athuganir Menntamálastofnunar á tengslum lesfimi og lesskilnings sýna að mikil fylgni er þar á milli. Sömu vísbendingar má einnig finna í mælingum PISA 2018 á þessum þáttum. Allt ber þetta að sama brunni, sem sérfræðingar í lestri staðfesta einnig; lesfimi er ein meginforsenda lesskilnings. Ræða má hvort of mikið sé gert af því að leggja lesfimipróf fyrir þá sem þegar hafa náð tökum á lestri eða þá sem eiga við alvarlegan lestrarvanda að etja. Treysta verður faglegu mati kennara í slíkum tilvikum. Er menntandi áherslum námskrár með einhverjum hætti fórnað með þeirri áherslu sem nú er lögð á þjálfun í lesfimi? Það er afar ósennilegt. Einhverjar ástæður hljóta að vera fyrir því að kennarar kjósa að leggja lesfimipróf fyrir um 90% nemenda í íslenskum grunnskólum. Flestir kennarar nýta svo niðurstöðurnar til að laga lestrarnám að þörfum nemenda. Mikilvægt er að efla lestrarkennslu almennt svo að hún taki vel til allra þátta svo sem orðaforða og lesskilnings. Menntamálastofnun vill styðja sem best við faglegt starf kennara og hefur nú opnað vef, laesisvefurinn.is, þar sem settar eru fram gagnreyndar leiðbeiningar og upplýsingar um lestur. Hvet ég kennara og almenning til að lesa og kynna sér það margvíslega efni sem þar má finna. Höldum svo áfram upplýstri umræðu um hvað það þýðir að vera læs.Höfundur er forstjóri Menntamálastofnunar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Við þurfum jöfn tækifæri fyrir börnin í borginni Sandra Hlíf Ocares Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Fjörug umræða um lestur og lesfimipróf hefur undanfarið átt sér stað í fjölmiðlum. Almennt er slík umræða af hinu góða og æskilegt að ólík sjónarmið komi fram um það mikilvæga málefni sem menntun og lestur er. Eins og góður kennari myndi segja er samt gott að lesa heima og kynna sér málefnið vel. Við viljum öll undirbúa börnin okkar vel fyrir lífið og þau verkefni sem bíða þeirra í nútíma samfélagi. Í aðalnámskrá grunnskóla er þetta orðað þannig að efla eigi vitund um lýðræði og jafnrétti, þroska gagnrýna hugsun og byggja upp hæfni nemandans í ólíkum greinum. Grunnskólar hafa mikið svigrúm til að útfæra almennar áherslur aðalnámskrár og gera það á margvíslega vegu með fjölbreyttu skólastarfi. Til að geta náð markmiðum aðalnámskrár og árangri í námi er þó lykilatriði að kunna að lesa. Hefðbundnu læsi er venjulega skipt í tvo meginþætti: tæknilega hlið lestrar (umskráningu) og lesskilning. Tæknileg hlið lestrar er metin með lesfimiprófum sem taka til sjálfvirkni lestrar og lestrarnákvæmni. Eftir því sem lesturinn verður sjálfvirkari eykst lestrarhraðinn, minni orka fer í umskráninguna og meira svigrúm gefst til að veita merkingu athygli og að þroska skilning á því sem lesið er. Markmið allrar þjálfunar, hvort sem er til að læra að hjóla, leika á hljóðfæri, ná valdi á bolta eða að lesa, er að ná tökum á grundvallarfærni og að geta beitt henni á sjálfvirkan hátt. Sjálfvirkur lestur eða lesfimi er lykillinn að lestrargaldrinum og forsenda þess að hægt sé að öðlast lesskilning og takast á við almennari markmið aðalnámskrár. Þess vegna vilja kennarar að allir nemendur nái tökum á sjálfvirkum lestri. Athuganir Menntamálastofnunar á tengslum lesfimi og lesskilnings sýna að mikil fylgni er þar á milli. Sömu vísbendingar má einnig finna í mælingum PISA 2018 á þessum þáttum. Allt ber þetta að sama brunni, sem sérfræðingar í lestri staðfesta einnig; lesfimi er ein meginforsenda lesskilnings. Ræða má hvort of mikið sé gert af því að leggja lesfimipróf fyrir þá sem þegar hafa náð tökum á lestri eða þá sem eiga við alvarlegan lestrarvanda að etja. Treysta verður faglegu mati kennara í slíkum tilvikum. Er menntandi áherslum námskrár með einhverjum hætti fórnað með þeirri áherslu sem nú er lögð á þjálfun í lesfimi? Það er afar ósennilegt. Einhverjar ástæður hljóta að vera fyrir því að kennarar kjósa að leggja lesfimipróf fyrir um 90% nemenda í íslenskum grunnskólum. Flestir kennarar nýta svo niðurstöðurnar til að laga lestrarnám að þörfum nemenda. Mikilvægt er að efla lestrarkennslu almennt svo að hún taki vel til allra þátta svo sem orðaforða og lesskilnings. Menntamálastofnun vill styðja sem best við faglegt starf kennara og hefur nú opnað vef, laesisvefurinn.is, þar sem settar eru fram gagnreyndar leiðbeiningar og upplýsingar um lestur. Hvet ég kennara og almenning til að lesa og kynna sér það margvíslega efni sem þar má finna. Höldum svo áfram upplýstri umræðu um hvað það þýðir að vera læs.Höfundur er forstjóri Menntamálastofnunar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun