Guðmundur vill í milliriðil en segir riðilinn ákaflega sterkan Anton Ingi Leifsson skrifar 22. desember 2019 11:00 Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, gefur lærisveinum sínum skipanir af hliðarlínunni í leik liðsins á heimsmeistaramótinu sem fram fór í janúar síðstliðnum. Nordicphotos/Getty Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, er í viðtali við heimasíðu Evrópumótsins í handbolta sem hefst í næsta mánuði. Guðmundur fer þar yfir komandi mót hjá íslenska liðinu en hann segir að það sé of snemmt að tala um að íslenska liðið geti unnið til verðlauna. „Við erum að endurbyggja liðið og okkar langtímamarkmið er að vera meðal átta bestu liða í heiminum eftir tvö til þrjú ár. Liðið er of ungt til þess að setja stefnuna á medalíu núna,“ sagði Guðmundur. Ísland hefur endað í 13. sæti á síðustu tveimur Evrópumótum en Guðmundur er ánægður með leikmannahópinn. @aronpalm was on fire during last #MOTW in #veluxehfcl ! Can he lead @HSI_Iceland to a successful Men's #ehfeuro2020 ? https://t.co/CWq7dVr9x4— EHF EURO (@EHFEURO) December 16, 2019 „Blandan í liðinu er góð. Við höfum gefið yngri og spennandi leikmönnum meia traust. Yngsti er 18 ára og margir þeirra eru ekki tvítugir. Svo erum við með reynslumeiri menn eins og Guðjón Val og Aron sem deila reynslunni með þeim sem yngri eru.“ Íslenska liðið er í riðli með heimsmeisturum Dana, Rússlandi og Ungverjalandi. Guðmundur segir að markmiðið sé milliriðill en bætir við að það verði erfitt verkefni. „Við þurfum að spila okkar besta leik á öllum sviðum handboltans; í vörn, sókn og markvarslan þarf að vera eins og best verður á kosið. Þetta eru þrír mjög erfiðir andstæðingar. Við viljum komast í milliriðilinn en riðillinn er ákaflega sterkur,“ sagði Guðmundur að lokum. EM 2020 í handbolta Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Fleiri fréttir Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, er í viðtali við heimasíðu Evrópumótsins í handbolta sem hefst í næsta mánuði. Guðmundur fer þar yfir komandi mót hjá íslenska liðinu en hann segir að það sé of snemmt að tala um að íslenska liðið geti unnið til verðlauna. „Við erum að endurbyggja liðið og okkar langtímamarkmið er að vera meðal átta bestu liða í heiminum eftir tvö til þrjú ár. Liðið er of ungt til þess að setja stefnuna á medalíu núna,“ sagði Guðmundur. Ísland hefur endað í 13. sæti á síðustu tveimur Evrópumótum en Guðmundur er ánægður með leikmannahópinn. @aronpalm was on fire during last #MOTW in #veluxehfcl ! Can he lead @HSI_Iceland to a successful Men's #ehfeuro2020 ? https://t.co/CWq7dVr9x4— EHF EURO (@EHFEURO) December 16, 2019 „Blandan í liðinu er góð. Við höfum gefið yngri og spennandi leikmönnum meia traust. Yngsti er 18 ára og margir þeirra eru ekki tvítugir. Svo erum við með reynslumeiri menn eins og Guðjón Val og Aron sem deila reynslunni með þeim sem yngri eru.“ Íslenska liðið er í riðli með heimsmeisturum Dana, Rússlandi og Ungverjalandi. Guðmundur segir að markmiðið sé milliriðill en bætir við að það verði erfitt verkefni. „Við þurfum að spila okkar besta leik á öllum sviðum handboltans; í vörn, sókn og markvarslan þarf að vera eins og best verður á kosið. Þetta eru þrír mjög erfiðir andstæðingar. Við viljum komast í milliriðilinn en riðillinn er ákaflega sterkur,“ sagði Guðmundur að lokum.
EM 2020 í handbolta Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Fleiri fréttir Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita