Sjúkur í sykur, eða sykursýki Teitur Guðmundsson skrifar 3. október 2019 09:00 Það mætti halda, þegar við erum að horfa á einstaklinga sem glíma við þann erfiða sjúkdóm sem sykursýki er, að þeir hefðu einhvern sérstakan áhuga á sykri eða borðuðu hann óhóflega, en því fer auðvitað fjarri. Orðið er í raun mjög gott og lýsir krankleikanum við að vinna úr orkuefnum sem í daglegu tali eru nefnd sykur. Eðlilegra er í raun að tala um kolvetni sem eru hluti af grunnorkuefnum þeim sem líkaminn þarfnast og svona til einföldunar eru hinir kallaðir fita og prótein. Við heyrum þessum orðum fleygt býsna oft en vitum flest hver ekki nákvæmlega hvað þau þýða né heldur í hvaða vörum hvað kann að leynast í sjálfu sér. Það breytist hratt þegar einstaklingar greinast með vanda þar sem ein meginstoð meðferðar er fólgin í að passa mataræði sitt. Það á til dæmis við um sykursýki af tegund 2. Við heyrum hana oft nefnda í tengslum við aðra sjúkdóma, sem áhættuþátt til dæmis fyrir hjarta- og æðasjúkdómum eða nýrnabilun, taugavanda og jafnvel blindu. Þá er orðið algengt að við tengjum saman offitu og líkurnar á að þróa sykursýki, sérstaklega á meðgöngu og þannig mætti lengi telja. Sykursýki er eitt alvarlegasta og jafnframt að verða eitt algengasta heilsufarsvandamál í heiminum. Ef við skoðum tölurnar þá eru þær sláandi og hræða mann í raun og veru, vegna þess að meginvandinn á bak við þróun þessa sjúkdóms byggir á lífsstílsþáttum og neyslumynstri. Talið er að ríflega 400 milljón manns glími við sjúkdóminn á heimsvísu. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, áætlar að tæplega 200 milljónir manna viti ekki af sjúkdómnum sem einnig er gríðarlega há tala. Einkenni geta komið fram hægt og rólega og einstaklingurinn finnur jafnvel lítið fyrir vandanum fyrr en hann er kominn á fleygiferð, en þá getur hann líka reynst lífshættulegur. Ýmsar tölur eru til um það hversu margir látast af völdum sjúkdómsins á hverju ári, en áætlað er að í það minnsta 5 milljónir falli frá í heiminum af þessum orsökum. Ríki heims og einstaklingar eyða rúmlega 500 milljörðum dollara á ári í meðferð fyrir þá sem eru með slíka greiningu. Um helmingur þeirra sem deyja er yngri en 60 ára. Gert er ráð fyrir að á næstu 20 árum tvöfaldist fjöldinn. Það er því óhætt að segja að við glímum við faraldur. En eins og ég kom inn á í upphafi hefur sykursýki ekki neitt að gera með neyslu á sykri í þeim skilningi, heldur er það svo að innkirtlastarfsemi okkar er veikluð eða biluð og því tekst ekki að vinna úr þeim næringarefnum sem við innbyrðum á eðlilegan hátt. Brisið leikur þarna lykilhlutverk en ákveðnar frumur í því framleiða insúlín sem er hormón og hefur það verkefni að hjálpa frumum að taka til sín glúkósa, en einnig að ýta undir forðasöfnun í lifrinni. Þá hefur insúlín talsverð áhrif á blóðfitu- og próteinefnaskipti okkar en einnig saltbúskap og gerir það þannig að einu mikilvægasta hormóni líkamans. Sykursýki sem sjúkdómur er aftur á móti skilgreindur í tvær tegundir sem eru nefndar 1 og 2 og svo einnig það sem kalla má forstig. Þeir sem eru með tegund 1 framleiða ekkert insúlín, greinast yfirleitt ungir og eru 5-10% af öllum tilfellum. Ástæðan getur verið margvísleg, ættgengi, umhverfisþættir og veirusjúkdómar og oft vitum við ekki af hverju í raun. Þeir sem eru með tegund 1 þurfa að fá insúlín í sprautuformi alla jafna ævilangt. Hinn hópurinn, sem er margfalt stærri og fellur undir tegund 2, er sá þar sem framleiðsla á insúlíni er ekki nægjanleg, eða nýting þess skert. Ástæðurnar eru mjög margar en sú algengasta að talið er byggir á lífsstílsvanda, offitu, lélegu mataræði, lítilli hreyfingu, streitu og slíkum þáttum. Þó er þekkt að ákveðin ættlægni er til staðar auk þess sem ákveðnir sjúkdómar geta ýtt undir þróun slíkrar sykursýki. Greiningin er einföld í báðum tilvikum, hún felst í læknisviðtali og blóðrannsókn sem allir ættu að fara í með reglubundnu millibili. Meðferðin á sykursýki af tegund 2 byggir á lyfjum í töfluformi og jafnvel insúlíni í erfiðum tilvikum en fyrst og fremst á að breyta og bæta lífsstíl viðkomandi einstaklings til hins betra í öllum tilvikum og gefast aldrei upp við það verkefni. Vanastjórnun og lífsstílsbreyting er ódýrasta og besta leiðin til að glíma við þennan tröllvaxna vanda sem við stöndum frammi fyrir í aukningu á þeim sjúkdómi á heimsvísu og því má aldrei gleyma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Teitur Guðmundsson Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Það mætti halda, þegar við erum að horfa á einstaklinga sem glíma við þann erfiða sjúkdóm sem sykursýki er, að þeir hefðu einhvern sérstakan áhuga á sykri eða borðuðu hann óhóflega, en því fer auðvitað fjarri. Orðið er í raun mjög gott og lýsir krankleikanum við að vinna úr orkuefnum sem í daglegu tali eru nefnd sykur. Eðlilegra er í raun að tala um kolvetni sem eru hluti af grunnorkuefnum þeim sem líkaminn þarfnast og svona til einföldunar eru hinir kallaðir fita og prótein. Við heyrum þessum orðum fleygt býsna oft en vitum flest hver ekki nákvæmlega hvað þau þýða né heldur í hvaða vörum hvað kann að leynast í sjálfu sér. Það breytist hratt þegar einstaklingar greinast með vanda þar sem ein meginstoð meðferðar er fólgin í að passa mataræði sitt. Það á til dæmis við um sykursýki af tegund 2. Við heyrum hana oft nefnda í tengslum við aðra sjúkdóma, sem áhættuþátt til dæmis fyrir hjarta- og æðasjúkdómum eða nýrnabilun, taugavanda og jafnvel blindu. Þá er orðið algengt að við tengjum saman offitu og líkurnar á að þróa sykursýki, sérstaklega á meðgöngu og þannig mætti lengi telja. Sykursýki er eitt alvarlegasta og jafnframt að verða eitt algengasta heilsufarsvandamál í heiminum. Ef við skoðum tölurnar þá eru þær sláandi og hræða mann í raun og veru, vegna þess að meginvandinn á bak við þróun þessa sjúkdóms byggir á lífsstílsþáttum og neyslumynstri. Talið er að ríflega 400 milljón manns glími við sjúkdóminn á heimsvísu. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, áætlar að tæplega 200 milljónir manna viti ekki af sjúkdómnum sem einnig er gríðarlega há tala. Einkenni geta komið fram hægt og rólega og einstaklingurinn finnur jafnvel lítið fyrir vandanum fyrr en hann er kominn á fleygiferð, en þá getur hann líka reynst lífshættulegur. Ýmsar tölur eru til um það hversu margir látast af völdum sjúkdómsins á hverju ári, en áætlað er að í það minnsta 5 milljónir falli frá í heiminum af þessum orsökum. Ríki heims og einstaklingar eyða rúmlega 500 milljörðum dollara á ári í meðferð fyrir þá sem eru með slíka greiningu. Um helmingur þeirra sem deyja er yngri en 60 ára. Gert er ráð fyrir að á næstu 20 árum tvöfaldist fjöldinn. Það er því óhætt að segja að við glímum við faraldur. En eins og ég kom inn á í upphafi hefur sykursýki ekki neitt að gera með neyslu á sykri í þeim skilningi, heldur er það svo að innkirtlastarfsemi okkar er veikluð eða biluð og því tekst ekki að vinna úr þeim næringarefnum sem við innbyrðum á eðlilegan hátt. Brisið leikur þarna lykilhlutverk en ákveðnar frumur í því framleiða insúlín sem er hormón og hefur það verkefni að hjálpa frumum að taka til sín glúkósa, en einnig að ýta undir forðasöfnun í lifrinni. Þá hefur insúlín talsverð áhrif á blóðfitu- og próteinefnaskipti okkar en einnig saltbúskap og gerir það þannig að einu mikilvægasta hormóni líkamans. Sykursýki sem sjúkdómur er aftur á móti skilgreindur í tvær tegundir sem eru nefndar 1 og 2 og svo einnig það sem kalla má forstig. Þeir sem eru með tegund 1 framleiða ekkert insúlín, greinast yfirleitt ungir og eru 5-10% af öllum tilfellum. Ástæðan getur verið margvísleg, ættgengi, umhverfisþættir og veirusjúkdómar og oft vitum við ekki af hverju í raun. Þeir sem eru með tegund 1 þurfa að fá insúlín í sprautuformi alla jafna ævilangt. Hinn hópurinn, sem er margfalt stærri og fellur undir tegund 2, er sá þar sem framleiðsla á insúlíni er ekki nægjanleg, eða nýting þess skert. Ástæðurnar eru mjög margar en sú algengasta að talið er byggir á lífsstílsvanda, offitu, lélegu mataræði, lítilli hreyfingu, streitu og slíkum þáttum. Þó er þekkt að ákveðin ættlægni er til staðar auk þess sem ákveðnir sjúkdómar geta ýtt undir þróun slíkrar sykursýki. Greiningin er einföld í báðum tilvikum, hún felst í læknisviðtali og blóðrannsókn sem allir ættu að fara í með reglubundnu millibili. Meðferðin á sykursýki af tegund 2 byggir á lyfjum í töfluformi og jafnvel insúlíni í erfiðum tilvikum en fyrst og fremst á að breyta og bæta lífsstíl viðkomandi einstaklings til hins betra í öllum tilvikum og gefast aldrei upp við það verkefni. Vanastjórnun og lífsstílsbreyting er ódýrasta og besta leiðin til að glíma við þennan tröllvaxna vanda sem við stöndum frammi fyrir í aukningu á þeim sjúkdómi á heimsvísu og því má aldrei gleyma.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun