Sölvi Blöndal segir skilið við Gamma Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. október 2019 11:30 Sölvi Blöndal var valinn hagfræðingur ársins 2017. Vísir/ÞÞ Sölvi Blöndal, sem starfað hefur sem efnahagsráðgjafi Gamma, hefur ákveðið að róa á önnur mið. Í samtali við Vísi segi Sölvi að starfslokin hafi staðið lengi til, hann hafi sagt starfi sínu lausu í haust og sé þessa dagana að vinna sinn uppsagnarfrest. Sölvi hóf störf hjá Gamma árið 2011 og fagnaði því átta ára starfsafmæli á þessu ári. Það sé eðlilegt að eftir svo langan tíma á sama stað hugsi menn sér til hreyfings. „Það er komið að tímamótum hjá mér. Þetta hefur verið skemmtilegur tími en nú er tímabært að breyta til,“ segir Sölvi. Á fræða- og starfsferli sínum hefur Sölvi lagt áherslu á fasteignamarkaðinn. Þannig stundaði hann rannsóknir á fasteignaverði í Stokkhólmi á vegum Sveriges Riksbank á árunum 2010 til 2011, eftir að hafa lokið M.Sc. prófi frá Stokkhólmsháskóla. Hann hlaut svo doktorsstöðu við sama skóla, þar sem viðfangsefni hans voru rannsóknir á fjármála- og fasteignabólum í Skandinavíu. Fasteignarannsóknir hans héldu áfram eftir að til Gamma var komið, auk þess sem hann kom að stofnun Almenna leigufélagsins þar sem hann var lengi stjórnarmaður. Aðspurður hvort starfslokin tengist eitthvað kaupum Kviku banka á Gamma, sem undirrituð voru fyrir tæpu ári síðan, segir Sölvi svo alls ekki vera. Hann hafi unnið vel með Kviku og starfslokin séu framkvæmd í fullkominni sátt allra. Sölvi segir að tíminn verði að leiða í ljós hvað hann muni taka sér fyrir hendur eftir starfslokin hjá Gamma. Hann er þó með ýmis járn í eldinum. Til að mynda tók hann nýlega við starfi aðjúnkts hjá Hagfræðideild Háskóla Íslands og kennir þar eitt námskeið. Auk þess er Sölvi einn aðaleigenda tónlistarútgáfunnar Öldu Music, sem verið hefur á mikill siglingu á síðustu árum. Þannig nam rekstarhagnaður Öldu 42 milljónum króna í fyrra, auk þess sem tekjur útgáfunnar jukust um 15 prósent á milli ára. GAMMA Vistaskipti Tengdar fréttir Tímamótasamningur í íslenskri rappútgáfu Útgáfufyrirtækið Alda Music skrifaði undir samstarfssamning við bandarísku hipphoppútgáfuna 300 Entertainment. Sölvi Blöndal, annar stofnenda Öldu, segir þetta vera lykil að framtíð útgáfunnar. 14. september 2017 10:00 Ný stjórn Félags viðskipta- og hagfræðinga kjörin Félag viðskipta- og hagfræðinga, FVH, hefur nýlega kjörið nýja stjórn félagsins en kjörið fór fram á aðalfundi félagsins. 15. júlí 2019 08:32 Sölvi Blöndal hvatti hagfræðinga til að vera duglega við að tjá sig opinberlega Sölvi Blöndal, hagfræðingur hjá Gamma, var í gær valinn hagfræðingur ársins á Íslensku þekkingarverðlaununum en það er Félag viðskipta-og hagfræðinga (FVH) sem veitir verðlaunin árlega. 26. apríl 2017 13:57 Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Sölvi Blöndal, sem starfað hefur sem efnahagsráðgjafi Gamma, hefur ákveðið að róa á önnur mið. Í samtali við Vísi segi Sölvi að starfslokin hafi staðið lengi til, hann hafi sagt starfi sínu lausu í haust og sé þessa dagana að vinna sinn uppsagnarfrest. Sölvi hóf störf hjá Gamma árið 2011 og fagnaði því átta ára starfsafmæli á þessu ári. Það sé eðlilegt að eftir svo langan tíma á sama stað hugsi menn sér til hreyfings. „Það er komið að tímamótum hjá mér. Þetta hefur verið skemmtilegur tími en nú er tímabært að breyta til,“ segir Sölvi. Á fræða- og starfsferli sínum hefur Sölvi lagt áherslu á fasteignamarkaðinn. Þannig stundaði hann rannsóknir á fasteignaverði í Stokkhólmi á vegum Sveriges Riksbank á árunum 2010 til 2011, eftir að hafa lokið M.Sc. prófi frá Stokkhólmsháskóla. Hann hlaut svo doktorsstöðu við sama skóla, þar sem viðfangsefni hans voru rannsóknir á fjármála- og fasteignabólum í Skandinavíu. Fasteignarannsóknir hans héldu áfram eftir að til Gamma var komið, auk þess sem hann kom að stofnun Almenna leigufélagsins þar sem hann var lengi stjórnarmaður. Aðspurður hvort starfslokin tengist eitthvað kaupum Kviku banka á Gamma, sem undirrituð voru fyrir tæpu ári síðan, segir Sölvi svo alls ekki vera. Hann hafi unnið vel með Kviku og starfslokin séu framkvæmd í fullkominni sátt allra. Sölvi segir að tíminn verði að leiða í ljós hvað hann muni taka sér fyrir hendur eftir starfslokin hjá Gamma. Hann er þó með ýmis járn í eldinum. Til að mynda tók hann nýlega við starfi aðjúnkts hjá Hagfræðideild Háskóla Íslands og kennir þar eitt námskeið. Auk þess er Sölvi einn aðaleigenda tónlistarútgáfunnar Öldu Music, sem verið hefur á mikill siglingu á síðustu árum. Þannig nam rekstarhagnaður Öldu 42 milljónum króna í fyrra, auk þess sem tekjur útgáfunnar jukust um 15 prósent á milli ára.
GAMMA Vistaskipti Tengdar fréttir Tímamótasamningur í íslenskri rappútgáfu Útgáfufyrirtækið Alda Music skrifaði undir samstarfssamning við bandarísku hipphoppútgáfuna 300 Entertainment. Sölvi Blöndal, annar stofnenda Öldu, segir þetta vera lykil að framtíð útgáfunnar. 14. september 2017 10:00 Ný stjórn Félags viðskipta- og hagfræðinga kjörin Félag viðskipta- og hagfræðinga, FVH, hefur nýlega kjörið nýja stjórn félagsins en kjörið fór fram á aðalfundi félagsins. 15. júlí 2019 08:32 Sölvi Blöndal hvatti hagfræðinga til að vera duglega við að tjá sig opinberlega Sölvi Blöndal, hagfræðingur hjá Gamma, var í gær valinn hagfræðingur ársins á Íslensku þekkingarverðlaununum en það er Félag viðskipta-og hagfræðinga (FVH) sem veitir verðlaunin árlega. 26. apríl 2017 13:57 Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Tímamótasamningur í íslenskri rappútgáfu Útgáfufyrirtækið Alda Music skrifaði undir samstarfssamning við bandarísku hipphoppútgáfuna 300 Entertainment. Sölvi Blöndal, annar stofnenda Öldu, segir þetta vera lykil að framtíð útgáfunnar. 14. september 2017 10:00
Ný stjórn Félags viðskipta- og hagfræðinga kjörin Félag viðskipta- og hagfræðinga, FVH, hefur nýlega kjörið nýja stjórn félagsins en kjörið fór fram á aðalfundi félagsins. 15. júlí 2019 08:32
Sölvi Blöndal hvatti hagfræðinga til að vera duglega við að tjá sig opinberlega Sölvi Blöndal, hagfræðingur hjá Gamma, var í gær valinn hagfræðingur ársins á Íslensku þekkingarverðlaununum en það er Félag viðskipta-og hagfræðinga (FVH) sem veitir verðlaunin árlega. 26. apríl 2017 13:57