Viðskipti innlent

Ný stjórn Félags viðskipta- og hagfræðinga kjörin

Andri Eysteinsson skrifar
Mynd/FVH

Félag viðskipta- og hagfræðinga, FVH, hefur nýlega kjörið nýja stjórn félagsins en kjörið fór fram á aðalfundi félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Nýr stjórnarformaður félagsins er Björn Brynjúlfur Björnsson en Lilja Gylfadóttir hlaut kjör til embættis varaformanns. Framkvæmdastjóri félagsins er Katrín Amni Friðriksdóttir.

Stjórnina skipa:
Ásdís Kristjánsdóttir
Björn Brynjúlfur Björnsson, formaður
Brynja Jónbjarnardóttir, ný í stjórn
Hallur Jónasson
Herdís Helga Arnalds
Hugrún Halldórsdóttir, ný í stjórn
Lilja Gylfadóttir, varaformaður
Magnús Þorlákur Lúðvíksson
Sölvi Blöndal
Þórarinn Hjálmarsson

Eins og segir eru Brynja Jónbjarnardóttir og Hugrún Halldórsdóttir nýjar í stjórninni og taka þær sæti í stað Írisar Hrannardóttur og Völu Hrannar Guðmundsdóttur.

Félag viðskipta- og hagfræðinga er fagfélag háskólamenntaðs fólks á viði viðskipta- og hagfræða. Félagið heldur viðburði um fjölbreytt viðfangsefni og gefur út tímaritið Hag. Þá framkvæmir félagið kjarakannanir fyrir félagsmenn og býður endurmenntunar tækifæri.

Allir sem lokið hafa háskólaprófi í viðskipta – eða hagfræði geta gengið í félagið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,84
50
304.659
BRIM
0,9
4
13.951
REITIR
0,54
6
97.741
EIM
0,53
3
22.430
MAREL
0,49
15
329.308

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,82
5
37.198
KVIKA
-1,49
6
94.217
ICESEA
-0,92
5
8.654
SYN
-0,91
3
26.200
HEIMA
-0,86
4
3.247
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.