Viðskipti innlent

Ný stjórn Félags viðskipta- og hagfræðinga kjörin

Andri Eysteinsson skrifar
Mynd/FVH
Félag viðskipta- og hagfræðinga, FVH, hefur nýlega kjörið nýja stjórn félagsins en kjörið fór fram á aðalfundi félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Nýr stjórnarformaður félagsins er Björn Brynjúlfur Björnsson en Lilja Gylfadóttir hlaut kjör til embættis varaformanns. Framkvæmdastjóri félagsins er Katrín Amni Friðriksdóttir.

Stjórnina skipa:

Ásdís Kristjánsdóttir

Björn Brynjúlfur Björnsson, formaður

Brynja Jónbjarnardóttir, ný í stjórn

Hallur Jónasson

Herdís Helga Arnalds

Hugrún Halldórsdóttir, ný í stjórn

Lilja Gylfadóttir, varaformaður

Magnús Þorlákur Lúðvíksson

Sölvi Blöndal

Þórarinn Hjálmarsson

Eins og segir eru Brynja Jónbjarnardóttir og Hugrún Halldórsdóttir nýjar í stjórninni og taka þær sæti í stað Írisar Hrannardóttur og Völu Hrannar Guðmundsdóttur.

Félag viðskipta- og hagfræðinga er fagfélag háskólamenntaðs fólks á viði viðskipta- og hagfræða. Félagið heldur viðburði um fjölbreytt viðfangsefni og gefur út tímaritið Hag. Þá framkvæmir félagið kjarakannanir fyrir félagsmenn og býður endurmenntunar tækifæri.

Allir sem lokið hafa háskólaprófi í viðskipta – eða hagfræði geta gengið í félagið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×