Sölvi Blöndal segir skilið við Gamma Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. október 2019 11:30 Sölvi Blöndal var valinn hagfræðingur ársins 2017. Vísir/ÞÞ Sölvi Blöndal, sem starfað hefur sem efnahagsráðgjafi Gamma, hefur ákveðið að róa á önnur mið. Í samtali við Vísi segi Sölvi að starfslokin hafi staðið lengi til, hann hafi sagt starfi sínu lausu í haust og sé þessa dagana að vinna sinn uppsagnarfrest. Sölvi hóf störf hjá Gamma árið 2011 og fagnaði því átta ára starfsafmæli á þessu ári. Það sé eðlilegt að eftir svo langan tíma á sama stað hugsi menn sér til hreyfings. „Það er komið að tímamótum hjá mér. Þetta hefur verið skemmtilegur tími en nú er tímabært að breyta til,“ segir Sölvi. Á fræða- og starfsferli sínum hefur Sölvi lagt áherslu á fasteignamarkaðinn. Þannig stundaði hann rannsóknir á fasteignaverði í Stokkhólmi á vegum Sveriges Riksbank á árunum 2010 til 2011, eftir að hafa lokið M.Sc. prófi frá Stokkhólmsháskóla. Hann hlaut svo doktorsstöðu við sama skóla, þar sem viðfangsefni hans voru rannsóknir á fjármála- og fasteignabólum í Skandinavíu. Fasteignarannsóknir hans héldu áfram eftir að til Gamma var komið, auk þess sem hann kom að stofnun Almenna leigufélagsins þar sem hann var lengi stjórnarmaður. Aðspurður hvort starfslokin tengist eitthvað kaupum Kviku banka á Gamma, sem undirrituð voru fyrir tæpu ári síðan, segir Sölvi svo alls ekki vera. Hann hafi unnið vel með Kviku og starfslokin séu framkvæmd í fullkominni sátt allra. Sölvi segir að tíminn verði að leiða í ljós hvað hann muni taka sér fyrir hendur eftir starfslokin hjá Gamma. Hann er þó með ýmis járn í eldinum. Til að mynda tók hann nýlega við starfi aðjúnkts hjá Hagfræðideild Háskóla Íslands og kennir þar eitt námskeið. Auk þess er Sölvi einn aðaleigenda tónlistarútgáfunnar Öldu Music, sem verið hefur á mikill siglingu á síðustu árum. Þannig nam rekstarhagnaður Öldu 42 milljónum króna í fyrra, auk þess sem tekjur útgáfunnar jukust um 15 prósent á milli ára. GAMMA Vistaskipti Tengdar fréttir Tímamótasamningur í íslenskri rappútgáfu Útgáfufyrirtækið Alda Music skrifaði undir samstarfssamning við bandarísku hipphoppútgáfuna 300 Entertainment. Sölvi Blöndal, annar stofnenda Öldu, segir þetta vera lykil að framtíð útgáfunnar. 14. september 2017 10:00 Ný stjórn Félags viðskipta- og hagfræðinga kjörin Félag viðskipta- og hagfræðinga, FVH, hefur nýlega kjörið nýja stjórn félagsins en kjörið fór fram á aðalfundi félagsins. 15. júlí 2019 08:32 Sölvi Blöndal hvatti hagfræðinga til að vera duglega við að tjá sig opinberlega Sölvi Blöndal, hagfræðingur hjá Gamma, var í gær valinn hagfræðingur ársins á Íslensku þekkingarverðlaununum en það er Félag viðskipta-og hagfræðinga (FVH) sem veitir verðlaunin árlega. 26. apríl 2017 13:57 Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Hefur sjálfur séð eyðileggingu af völdum botnvörpuveiða Sjá meira
Sölvi Blöndal, sem starfað hefur sem efnahagsráðgjafi Gamma, hefur ákveðið að róa á önnur mið. Í samtali við Vísi segi Sölvi að starfslokin hafi staðið lengi til, hann hafi sagt starfi sínu lausu í haust og sé þessa dagana að vinna sinn uppsagnarfrest. Sölvi hóf störf hjá Gamma árið 2011 og fagnaði því átta ára starfsafmæli á þessu ári. Það sé eðlilegt að eftir svo langan tíma á sama stað hugsi menn sér til hreyfings. „Það er komið að tímamótum hjá mér. Þetta hefur verið skemmtilegur tími en nú er tímabært að breyta til,“ segir Sölvi. Á fræða- og starfsferli sínum hefur Sölvi lagt áherslu á fasteignamarkaðinn. Þannig stundaði hann rannsóknir á fasteignaverði í Stokkhólmi á vegum Sveriges Riksbank á árunum 2010 til 2011, eftir að hafa lokið M.Sc. prófi frá Stokkhólmsháskóla. Hann hlaut svo doktorsstöðu við sama skóla, þar sem viðfangsefni hans voru rannsóknir á fjármála- og fasteignabólum í Skandinavíu. Fasteignarannsóknir hans héldu áfram eftir að til Gamma var komið, auk þess sem hann kom að stofnun Almenna leigufélagsins þar sem hann var lengi stjórnarmaður. Aðspurður hvort starfslokin tengist eitthvað kaupum Kviku banka á Gamma, sem undirrituð voru fyrir tæpu ári síðan, segir Sölvi svo alls ekki vera. Hann hafi unnið vel með Kviku og starfslokin séu framkvæmd í fullkominni sátt allra. Sölvi segir að tíminn verði að leiða í ljós hvað hann muni taka sér fyrir hendur eftir starfslokin hjá Gamma. Hann er þó með ýmis járn í eldinum. Til að mynda tók hann nýlega við starfi aðjúnkts hjá Hagfræðideild Háskóla Íslands og kennir þar eitt námskeið. Auk þess er Sölvi einn aðaleigenda tónlistarútgáfunnar Öldu Music, sem verið hefur á mikill siglingu á síðustu árum. Þannig nam rekstarhagnaður Öldu 42 milljónum króna í fyrra, auk þess sem tekjur útgáfunnar jukust um 15 prósent á milli ára.
GAMMA Vistaskipti Tengdar fréttir Tímamótasamningur í íslenskri rappútgáfu Útgáfufyrirtækið Alda Music skrifaði undir samstarfssamning við bandarísku hipphoppútgáfuna 300 Entertainment. Sölvi Blöndal, annar stofnenda Öldu, segir þetta vera lykil að framtíð útgáfunnar. 14. september 2017 10:00 Ný stjórn Félags viðskipta- og hagfræðinga kjörin Félag viðskipta- og hagfræðinga, FVH, hefur nýlega kjörið nýja stjórn félagsins en kjörið fór fram á aðalfundi félagsins. 15. júlí 2019 08:32 Sölvi Blöndal hvatti hagfræðinga til að vera duglega við að tjá sig opinberlega Sölvi Blöndal, hagfræðingur hjá Gamma, var í gær valinn hagfræðingur ársins á Íslensku þekkingarverðlaununum en það er Félag viðskipta-og hagfræðinga (FVH) sem veitir verðlaunin árlega. 26. apríl 2017 13:57 Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Hefur sjálfur séð eyðileggingu af völdum botnvörpuveiða Sjá meira
Tímamótasamningur í íslenskri rappútgáfu Útgáfufyrirtækið Alda Music skrifaði undir samstarfssamning við bandarísku hipphoppútgáfuna 300 Entertainment. Sölvi Blöndal, annar stofnenda Öldu, segir þetta vera lykil að framtíð útgáfunnar. 14. september 2017 10:00
Ný stjórn Félags viðskipta- og hagfræðinga kjörin Félag viðskipta- og hagfræðinga, FVH, hefur nýlega kjörið nýja stjórn félagsins en kjörið fór fram á aðalfundi félagsins. 15. júlí 2019 08:32
Sölvi Blöndal hvatti hagfræðinga til að vera duglega við að tjá sig opinberlega Sölvi Blöndal, hagfræðingur hjá Gamma, var í gær valinn hagfræðingur ársins á Íslensku þekkingarverðlaununum en það er Félag viðskipta-og hagfræðinga (FVH) sem veitir verðlaunin árlega. 26. apríl 2017 13:57
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf