Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Árni Sæberg skrifar 26. júní 2025 08:54 Róbert Wessmann, stofnandi og stjórnarformaður Alvotech. Vísir/Vilhelm Alvotech tilkynnti í dag að bandaríska eignastýringarfyrirtækið GoldenTree Asset Management hefði boðist til að lækka vexti á langtímaskuldum félagsins í samráði við hóp alþjóðlegra stofnanafjárfesta sem standa að baki lánveitingunum. Vaxtakostnaður Alvotech næstu tólf mánuði lækkar um rúman milljarð króna. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að ákvörðun lánveitendanna staðfesti frábæran árangur í rekstri Alvotech og aukna tiltrú á rekstur félagsins. „Alvotech er í dag með flest hliðstæðulyf í þróun í heiminum samkvæmt opinberum upplýsingum. Síðastliðið ár hafa tekjur félagsins vaxið gríðarlega, félagið hefur skilað góðum rekstrarhagnaði og jákvæðri EBITDA-framlegð. Við gerum ráð fyrir að rekstur Alvotech skili jákvæðu sjóðstreymi á árinu 2025 og því er ekki þörf til að fjármagna rekstur félagsins frekar. Vaxtalækkunin sýnir traust þessara reyndu stofnanafjárfesta, sem hafa mikla þekkingu á lyfjaiðnaðinum, á árangri okkar í lyfjaþróun og framtíðaráætlunum félagsins,“ er haft eftir Joel Morales, framkvæmdastjóra fjármálasviðs Alvotech. Lánasamningurinn sem um ræðir hafi verið undirritaður í júní 2024 og sé með lokagjalddaga í júlí 2029. Upprunalega hafi verið um að ræða lán í tveimur hlutum. Annar þeirra, að fjárhæð 900 milljóna bandaríkjadala, hafi borið 6,5 prósenta álag á SOFR-millibankavexti og hinn hlutinn, að fjárhæð 65 milljóna bandaríkjadala, hafi verið 10,5 prósenta álag á SOFR. Lánveitendurnir hafi nú ákveðið að fella hlutana saman í eitt lán sem muni bera 6,0 prósenta álag á SOFR. Lánið nemi nú um 1.081 milljón bandaríkjadala en félagið hafi átt 152 milljónir bandaríkjadala í lausafé þann 25. júní síðastliðinn. Alvotech Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að ákvörðun lánveitendanna staðfesti frábæran árangur í rekstri Alvotech og aukna tiltrú á rekstur félagsins. „Alvotech er í dag með flest hliðstæðulyf í þróun í heiminum samkvæmt opinberum upplýsingum. Síðastliðið ár hafa tekjur félagsins vaxið gríðarlega, félagið hefur skilað góðum rekstrarhagnaði og jákvæðri EBITDA-framlegð. Við gerum ráð fyrir að rekstur Alvotech skili jákvæðu sjóðstreymi á árinu 2025 og því er ekki þörf til að fjármagna rekstur félagsins frekar. Vaxtalækkunin sýnir traust þessara reyndu stofnanafjárfesta, sem hafa mikla þekkingu á lyfjaiðnaðinum, á árangri okkar í lyfjaþróun og framtíðaráætlunum félagsins,“ er haft eftir Joel Morales, framkvæmdastjóra fjármálasviðs Alvotech. Lánasamningurinn sem um ræðir hafi verið undirritaður í júní 2024 og sé með lokagjalddaga í júlí 2029. Upprunalega hafi verið um að ræða lán í tveimur hlutum. Annar þeirra, að fjárhæð 900 milljóna bandaríkjadala, hafi borið 6,5 prósenta álag á SOFR-millibankavexti og hinn hlutinn, að fjárhæð 65 milljóna bandaríkjadala, hafi verið 10,5 prósenta álag á SOFR. Lánveitendurnir hafi nú ákveðið að fella hlutana saman í eitt lán sem muni bera 6,0 prósenta álag á SOFR. Lánið nemi nú um 1.081 milljón bandaríkjadala en félagið hafi átt 152 milljónir bandaríkjadala í lausafé þann 25. júní síðastliðinn.
Alvotech Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira