Haukar tóku í kvöld í notkun nýjan körfuboltasal sem er sérhannaður í kringum körfubolta.
Ólafssalur er nefndur eftir Ólafi Rafnssyni, fyrrum formanni ÍSÍ, FIBA Europe og körfuknattleikssambandsins.
„Þetta var byggt í kringum körfuboltavöll og er hannað alveg sem slíkur,“ sagði Bragi Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
„Þetta er alvöru NBA parket og er bara tekið eins langt og hægt er.“
Haukar mættu Þór Akureyri í fyrsta leik í Domino's deild karla í kvöld. Haukar unnu þægilegan 105-84 sigur í fyrsta leiknum í Ólafssal.
NBA parket í Ólafssal
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mest lesið


Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool
Enski boltinn



Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR
Íslenski boltinn

„Ég get ekki beðið“
Handbolti

Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri
Enski boltinn

„Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“
Íslenski boltinn


Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR
Íslenski boltinn