Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis skrifar 31. október 2019 13:00 Maður höfðaði mál gegn opinberri stofnun þar sem hann krafðist bóta vegna ólögmætrar uppsagnar úr starfi. Krafðist hann fjárbóta vegna missis starfsins og miskabóta vegna þess álitshnekkis sem hann varð fyrir og að vegið hafi verið að æru hans og persónu. Manninum voru dæmdar 1,5 millj. kr. í miskabætur vegna þess ófjárhagslega tjóns sem hann varð fyrir. Hæstiréttur dæmdi íslenska ríkið til að greiða tveimur mönnum miskabætur í máli þar sem ráðherra tók aðra umsækjendur fram yfir þessa tvo menn til að gegna störfum dómara við Landsrétt. Hæstiréttur taldi að ráðherranum hefði mátt vera ljóst ákvörðun hennar gæti að ófyrirsynju bitnað á orðspori umsækjendanna og orðið þeim þannig að meini og vegið að persónu þeirra og æru. Mönnunum voru dæmdar 700 þús. kr. í miskabætur vegna ófjárhagslegs tjóns þeirra. Kona kærir tvo menn fyrir nauðgun og krefst miskabóta. Mennirnir voru sakfelldir á báðum dómstigum og viðurkennt er að brotin hafi verið alvarleg og haft alvarlegar afleiðingar fyrir brotaþola sem hafi verið í sálfræðimeðferð vegna áfallastreituröskunar frá því að brotin áttu sér stað og að hún hafi einangrað sig félagslega, átt erfitt með að vera í kringum fólk og treysta fólki. Miskabætur til handa brotaþola þóttu hæfilega ákvarðaðar 1.millj kr. í miskabætur úr hendi hvors sakfellda um sig vegna hennar ófjárhagslega tjóns. Maður er dæmdur fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot gagnvart barnabarni sínu á 3 ára tímabili frá því að drengurinn var 9 ára gamall. Þegar málið var dómtekið hafði barnið farið í rúmlega 50 viðtöl í Barnahúsi og var drengurinn greindur með áfallastreituröskun. Hann upplifði jafnframt mikla skömm og sálarangist þar sem sakfelldi var nákominn honum. Einnig var um að ræða brot karlmanns á ungum dreng sem reynist oft erfitt að meðhöndla samkvæmt sálfræðingi Barnahúss. Fram kom að erfitt væri að segja til um afleiðingar brotanna á líðan brotaþola til framtíðar en að öllum líkindum þyrfti hann á áframhaldandi meðferð að halda um óákveðinn tíma. Miskabætur til handa brotaþola þóttu hæfilega ákvarðaðar 1,7 millj. kr. vegna hans ófjárhagslega tjóns. Allir þeir dómar sem vísað er til hér að framan eru frá árunum 2017 – 2019 og byggja á því að rétt hafi verið að láta þann sem ábyrgð bar á ólögmætri meingerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu annars manns, greiða miskabætur til þess sem misgert var við. Maður fær hærri miskabætur fyrir ólögmæta uppsögn en kona sem er nauðgað hrottalega. Barn fær aðeins helmingi hærri miskabætur fyrir áralöng kynferðisbrot en menn sem fengu ekki vinnuna sem þeir sóttu um. Þá hlýtur stóra spurningin að vera þessi: Er það mat dómstóla að æra og persóna aðila sem missa atvinnu sé meira virði en frelsi, friður, æra eða persóna þess sem brotið er á kynferðislega? Þeir réttargæslumenn sem standa að þessari hugleiðingu telja ótækt að miskabætur til handa brotaþolum í kynferðisbrotamálum séu eins lágar og raun ber vitni. Þessu verður að breyta!Höfundar eru réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Kolbrún Garðarsdóttir lögmaðurÓlöf Heiða Guðmundsdóttir lögmaðurInga Lillý Brynjólfsdóttir lögmaðurSigurður Freyr Sigurðsson lögmaðurValgerður Valdimarsdóttir lögmaðurMargrét Gunnlaugsdóttir lögmaðurGunnhildur Pétursdóttir lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Maður höfðaði mál gegn opinberri stofnun þar sem hann krafðist bóta vegna ólögmætrar uppsagnar úr starfi. Krafðist hann fjárbóta vegna missis starfsins og miskabóta vegna þess álitshnekkis sem hann varð fyrir og að vegið hafi verið að æru hans og persónu. Manninum voru dæmdar 1,5 millj. kr. í miskabætur vegna þess ófjárhagslega tjóns sem hann varð fyrir. Hæstiréttur dæmdi íslenska ríkið til að greiða tveimur mönnum miskabætur í máli þar sem ráðherra tók aðra umsækjendur fram yfir þessa tvo menn til að gegna störfum dómara við Landsrétt. Hæstiréttur taldi að ráðherranum hefði mátt vera ljóst ákvörðun hennar gæti að ófyrirsynju bitnað á orðspori umsækjendanna og orðið þeim þannig að meini og vegið að persónu þeirra og æru. Mönnunum voru dæmdar 700 þús. kr. í miskabætur vegna ófjárhagslegs tjóns þeirra. Kona kærir tvo menn fyrir nauðgun og krefst miskabóta. Mennirnir voru sakfelldir á báðum dómstigum og viðurkennt er að brotin hafi verið alvarleg og haft alvarlegar afleiðingar fyrir brotaþola sem hafi verið í sálfræðimeðferð vegna áfallastreituröskunar frá því að brotin áttu sér stað og að hún hafi einangrað sig félagslega, átt erfitt með að vera í kringum fólk og treysta fólki. Miskabætur til handa brotaþola þóttu hæfilega ákvarðaðar 1.millj kr. í miskabætur úr hendi hvors sakfellda um sig vegna hennar ófjárhagslega tjóns. Maður er dæmdur fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot gagnvart barnabarni sínu á 3 ára tímabili frá því að drengurinn var 9 ára gamall. Þegar málið var dómtekið hafði barnið farið í rúmlega 50 viðtöl í Barnahúsi og var drengurinn greindur með áfallastreituröskun. Hann upplifði jafnframt mikla skömm og sálarangist þar sem sakfelldi var nákominn honum. Einnig var um að ræða brot karlmanns á ungum dreng sem reynist oft erfitt að meðhöndla samkvæmt sálfræðingi Barnahúss. Fram kom að erfitt væri að segja til um afleiðingar brotanna á líðan brotaþola til framtíðar en að öllum líkindum þyrfti hann á áframhaldandi meðferð að halda um óákveðinn tíma. Miskabætur til handa brotaþola þóttu hæfilega ákvarðaðar 1,7 millj. kr. vegna hans ófjárhagslega tjóns. Allir þeir dómar sem vísað er til hér að framan eru frá árunum 2017 – 2019 og byggja á því að rétt hafi verið að láta þann sem ábyrgð bar á ólögmætri meingerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu annars manns, greiða miskabætur til þess sem misgert var við. Maður fær hærri miskabætur fyrir ólögmæta uppsögn en kona sem er nauðgað hrottalega. Barn fær aðeins helmingi hærri miskabætur fyrir áralöng kynferðisbrot en menn sem fengu ekki vinnuna sem þeir sóttu um. Þá hlýtur stóra spurningin að vera þessi: Er það mat dómstóla að æra og persóna aðila sem missa atvinnu sé meira virði en frelsi, friður, æra eða persóna þess sem brotið er á kynferðislega? Þeir réttargæslumenn sem standa að þessari hugleiðingu telja ótækt að miskabætur til handa brotaþolum í kynferðisbrotamálum séu eins lágar og raun ber vitni. Þessu verður að breyta!Höfundar eru réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Kolbrún Garðarsdóttir lögmaðurÓlöf Heiða Guðmundsdóttir lögmaðurInga Lillý Brynjólfsdóttir lögmaðurSigurður Freyr Sigurðsson lögmaðurValgerður Valdimarsdóttir lögmaðurMargrét Gunnlaugsdóttir lögmaðurGunnhildur Pétursdóttir lögmaður
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun