Íslenska kvennalandsliðið í handbolta rúllaði yfir Færeyjar í síðari vináttulandsleik liðanna en liðin mættust tvívegis að Ásvöllum um helgina.
Ísland vann fimmtán marka sigur, 34-19, í leik liðanna í dag eftir að hafa unnið naumari sigur í leik liðanna í gær.
Stelpurnar voru þó bara tveimur mörkum yfir í hálfleik, 13-11, en spýttu í lófana í síðari hálfleik og keyrðu yfir gestina frá Færeyjum.
Karen Knútsdóttir skoraði sjö mörk og var aftur markahæst hjá liði Íslands en Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir gerði fjögur mörk.
Stelpurnar burstuðu Færeyjar
Anton Ingi Leifsson skrifar
