Stjörnufans í Staples Center Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júlí 2019 14:00 vísir/getty Í morgun bárust þær fregnir frá NBA-véfréttinni Adrian Wojnarowski að Kawhi Leonard og Paul George væru á leið til Los Angeles Clippers. Fjórar af stærstu stjörnum NBA-deildarinnar leika því með Los Angeles liðunum, Clippers og Lakers, á næsta tímabili. Fyrr í sumar fór Anthony Davis frá New Orleans Pelicans til Lakers þar sem hann mun leika með LeBron James. Síðustu daga hefur verið beðið eftir því að Leonard tæki ákvörðun um framtíð sína. Hann varð meistari með Toronto Raptors á síðasta tímabili og liðið vildi að sjálfsögðu halda honum. Lakers hafði einnig mikinn áhuga á Leonard en samkvæmt Wojnarowski vildi hann ekki vera hluti af ofurliði hjá Lakers ásamt Davis og James. Þess í stað vildi Leonard fara til Clippers, að því gefnu að félaginu tækist að landa George.In the end, Kawhi Leonard didn't want to construct a Super Team with the Lakers. He wanted a co-star across the Staples corridor with the Clippers, and made it clear to Steve Ballmer and Lawrence Frank: Get PG, and I'm coming. — Adrian Wojnarowski (@wojespn) July 6, 2019 Og það tókst. Í staðinn fyrir George fékk Oklahoma City Thunder slatta af valréttum í nýliðavölum næstu ára auk leikstjórnandans Shais Gilgeous-Alexander og framherjans Danilos Gallinari. Eftir tíðindi dagsins er Clippers liða líklegast til að verða NBA-meistari samkvæmt veðbönkum. Þar á eftir kemur Lakers. Hvað svo sem gerist næsta vor er ljóst að það verður sannkallaður stjörnufans í Staples Center, höllinni sem Clippers og Lakers deila, á næsta tímabili. NBA Tengdar fréttir Leonard og George sameinast hjá Clippers Los Angeles Clippers landaði tveimur af feitustu bitunum í NBA-deildinni. 6. júlí 2019 09:16 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Sjá meira
Í morgun bárust þær fregnir frá NBA-véfréttinni Adrian Wojnarowski að Kawhi Leonard og Paul George væru á leið til Los Angeles Clippers. Fjórar af stærstu stjörnum NBA-deildarinnar leika því með Los Angeles liðunum, Clippers og Lakers, á næsta tímabili. Fyrr í sumar fór Anthony Davis frá New Orleans Pelicans til Lakers þar sem hann mun leika með LeBron James. Síðustu daga hefur verið beðið eftir því að Leonard tæki ákvörðun um framtíð sína. Hann varð meistari með Toronto Raptors á síðasta tímabili og liðið vildi að sjálfsögðu halda honum. Lakers hafði einnig mikinn áhuga á Leonard en samkvæmt Wojnarowski vildi hann ekki vera hluti af ofurliði hjá Lakers ásamt Davis og James. Þess í stað vildi Leonard fara til Clippers, að því gefnu að félaginu tækist að landa George.In the end, Kawhi Leonard didn't want to construct a Super Team with the Lakers. He wanted a co-star across the Staples corridor with the Clippers, and made it clear to Steve Ballmer and Lawrence Frank: Get PG, and I'm coming. — Adrian Wojnarowski (@wojespn) July 6, 2019 Og það tókst. Í staðinn fyrir George fékk Oklahoma City Thunder slatta af valréttum í nýliðavölum næstu ára auk leikstjórnandans Shais Gilgeous-Alexander og framherjans Danilos Gallinari. Eftir tíðindi dagsins er Clippers liða líklegast til að verða NBA-meistari samkvæmt veðbönkum. Þar á eftir kemur Lakers. Hvað svo sem gerist næsta vor er ljóst að það verður sannkallaður stjörnufans í Staples Center, höllinni sem Clippers og Lakers deila, á næsta tímabili.
NBA Tengdar fréttir Leonard og George sameinast hjá Clippers Los Angeles Clippers landaði tveimur af feitustu bitunum í NBA-deildinni. 6. júlí 2019 09:16 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Sjá meira
Leonard og George sameinast hjá Clippers Los Angeles Clippers landaði tveimur af feitustu bitunum í NBA-deildinni. 6. júlí 2019 09:16