Kveðjan Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 21. ágúst 2019 07:00 Það var djúp og ástríðufull hugsun að baki athöfninni sem fór fram nýlega við Ok, jökulinn sem nú er horfinn. Þarna var verið að kveðja jökul sem varð hlýnun jarðar að bráð. Sannarlega ekki fyrsta fórnarlamb loftslagsbreytinga sem hafa orðið af manna völdum. Þeir einstaklingar sem fengu þá hugmynd að kveðja Ok og setja upp minningarskjöld um jökulinn voru að senda sterk skilaboð til umheimsins um það neyðarástand sem hefur skapast. Þessi skilaboð rötuðu sannarlega rétta leið því í mörgum af stærstu og áhrifamestu fjölmiðlum heims var fjallað um jökulinn sem nú er horfinn og fólkið sem kvaddi hann. Fréttin birtist á svipuðum tíma og heimspressan skemmti sér dátt við að birta fréttir af nýrri og makalausri hugmynd Bandaríkjaforseta, Donalds Trump, um að kaupa Grænland. Einn af valdamestu mönnum heims virðist lifa í algjörri veruleikafirringu og segir galna hugmynd vera gott viðskiptatækifæri. Um leið er þetta maður sem afneitar loftslagsbreytingum af mannavöldum. Rétt áður en fréttin um athöfnina við Ok birtist í heimspressunni sýndi Sky fréttaskýringarþátt um afleiðingar skógarhöggs í Amazon-regnskógunum sem forseti Brasilíu, Jair Bolsonaro, leggur blessun sína yfir. Afleiðingarnar eiga eftir að verða skelfilegar. Heimurinn hefur ekki efni á að hafa menn eins og Donald Trump og Jair Bolsonaro við völd. Þeir leggja sína deyðandi hönd á flest sem fyrir þeim verður. Fleiri þeirra líkar finnast á valdastólum víða um heim og afneita loftslagsbreytingum af mannavöldum. Jörðinni stafar hætta af þessum mönnum. Neyðarástand í loftslagsmálum blasir við öllum sem vilja sjá. Hörmungarnar munu einungis færast í aukana verði ekki brugðist við. Um allan heim eru einstaklingar að leggja sig fram og breyta lífsháttum sínum. Þeir vilja leggja sitt litla lóð á vogarskálar. Jafn fallegt og það er þá nægir það engan veginn. Stórfyrirtæki þurfa líka að leggja sitt af mörkum en því miður eru fæst þeirra tilbúin til þess. Þegar við bætist að ráðamenn víða um heim skeyta engu um hættuna sem að heiminum steðjar þá er engin ástæða til bjartsýni. Eyðingin vegna loftslagsbreytinga mun verða meiri og dauðsföllin fleiri einfaldlega vegna þess að of margir neita að viðurkenna hættuna, sjá enga ástæðu til að breyta lífsháttum sínum og vilja búa við lúxus meðan þeir eru á lífi. Hvað gerist eftir það er seinni tíma vandamál sem kemur þeim ekki við, enda hafa þeir þá kvatt þennan heim eftir að hafa lifað við lúxus. „Við vitum hvað er að gerast og hvað þarf að gera,“ eru orð hins þrautseiga baráttumanns Andra Snæs Magnasonar, rituð á minningarskjöld um Ok, jökulinn sem ekki er lengur til. Það er gott að eiga þau orð rituð. Þau minna á að um allan heim eru einstaklingar sem gera sér fullkomlega grein fyrir ábyrgðinni sem maðurinn ber á hinum eyðandi loftslagsbreytingum. Um leið er mikilvægt að þessi hópur gefist ekki upp í baráttu sem er upp á líf og dauða fyrir mannkynið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Loftslagsmál Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Það var djúp og ástríðufull hugsun að baki athöfninni sem fór fram nýlega við Ok, jökulinn sem nú er horfinn. Þarna var verið að kveðja jökul sem varð hlýnun jarðar að bráð. Sannarlega ekki fyrsta fórnarlamb loftslagsbreytinga sem hafa orðið af manna völdum. Þeir einstaklingar sem fengu þá hugmynd að kveðja Ok og setja upp minningarskjöld um jökulinn voru að senda sterk skilaboð til umheimsins um það neyðarástand sem hefur skapast. Þessi skilaboð rötuðu sannarlega rétta leið því í mörgum af stærstu og áhrifamestu fjölmiðlum heims var fjallað um jökulinn sem nú er horfinn og fólkið sem kvaddi hann. Fréttin birtist á svipuðum tíma og heimspressan skemmti sér dátt við að birta fréttir af nýrri og makalausri hugmynd Bandaríkjaforseta, Donalds Trump, um að kaupa Grænland. Einn af valdamestu mönnum heims virðist lifa í algjörri veruleikafirringu og segir galna hugmynd vera gott viðskiptatækifæri. Um leið er þetta maður sem afneitar loftslagsbreytingum af mannavöldum. Rétt áður en fréttin um athöfnina við Ok birtist í heimspressunni sýndi Sky fréttaskýringarþátt um afleiðingar skógarhöggs í Amazon-regnskógunum sem forseti Brasilíu, Jair Bolsonaro, leggur blessun sína yfir. Afleiðingarnar eiga eftir að verða skelfilegar. Heimurinn hefur ekki efni á að hafa menn eins og Donald Trump og Jair Bolsonaro við völd. Þeir leggja sína deyðandi hönd á flest sem fyrir þeim verður. Fleiri þeirra líkar finnast á valdastólum víða um heim og afneita loftslagsbreytingum af mannavöldum. Jörðinni stafar hætta af þessum mönnum. Neyðarástand í loftslagsmálum blasir við öllum sem vilja sjá. Hörmungarnar munu einungis færast í aukana verði ekki brugðist við. Um allan heim eru einstaklingar að leggja sig fram og breyta lífsháttum sínum. Þeir vilja leggja sitt litla lóð á vogarskálar. Jafn fallegt og það er þá nægir það engan veginn. Stórfyrirtæki þurfa líka að leggja sitt af mörkum en því miður eru fæst þeirra tilbúin til þess. Þegar við bætist að ráðamenn víða um heim skeyta engu um hættuna sem að heiminum steðjar þá er engin ástæða til bjartsýni. Eyðingin vegna loftslagsbreytinga mun verða meiri og dauðsföllin fleiri einfaldlega vegna þess að of margir neita að viðurkenna hættuna, sjá enga ástæðu til að breyta lífsháttum sínum og vilja búa við lúxus meðan þeir eru á lífi. Hvað gerist eftir það er seinni tíma vandamál sem kemur þeim ekki við, enda hafa þeir þá kvatt þennan heim eftir að hafa lifað við lúxus. „Við vitum hvað er að gerast og hvað þarf að gera,“ eru orð hins þrautseiga baráttumanns Andra Snæs Magnasonar, rituð á minningarskjöld um Ok, jökulinn sem ekki er lengur til. Það er gott að eiga þau orð rituð. Þau minna á að um allan heim eru einstaklingar sem gera sér fullkomlega grein fyrir ábyrgðinni sem maðurinn ber á hinum eyðandi loftslagsbreytingum. Um leið er mikilvægt að þessi hópur gefist ekki upp í baráttu sem er upp á líf og dauða fyrir mannkynið.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun