Samtal um snjallsíma Valgerður Sigurðarsdóttir skrifar 19. febrúar 2019 07:00 Það er mikilvægt að við hefjum af alvöru samtalið um góða og slæma notkun snjallsíma á skólatíma í grunnskólum Reykjavíkurborgar. Hvað vilja nemendur, kennarar og foreldrar? Á borgarstjórnarfundi í dag verður flutt tillaga Sjálfstæðisflokksins um stýringu á notkun snjallsíma í skólum. Lagt er til að skóla- og frístundasviði verði falið að vinna að útfærslu á því hvernig hægt er að stýra notkun snjallsíma á skólatíma. Markmiðið væri að ýta undir betri notkun og koma í veg fyrir truflandi áhrif þegar á kennslu stendur. Reykjavíkurborg væri með því að taka ábyrga afstöðu um notkun snjallsíma barna og ungmenna. Skólastarf verður alltaf undir áhrifum tækniþróunar, sem er gott mál, enda mikilvægt að nýta tækni við kennslu. Það þarf hins vegar að finna hið gullna jafnvægi milli gagnlegrar og truflandi notkunar. Verkefni skólanna er m.a. að auka félagsfærni, námsgetu og þátttöku barna í skólastarfinu, tæknin getur bæði stutt við það en líka dregið úr. Við berum okkur gjarnan saman við önnur lönd og lítum þá oft til Norðurlanda. Þar eru mun strangari reglur varðandi notkun síma á skólatíma en við þekkjum. Símar eru almennt ekki leyfðir í kennslustundum. Flestir skólar nota „símahótel“, þ.e. kassa með hólfum og þangað fara allir símar og kassinn læstur þar til skóladegi lýkur. Það eru um 7 ár síðan byrjað var að nota „hótelin“ og eru áhrifin almennt talin mjög jákvæð á nemendur og kennslu. Við þurfum þó ekki að leita út fyrir landsteinana til þess að sjá góðan árangur af því að takmarka snjallsíma á skólatíma. Varmárskóli hefur t.a.m. ekki leyft snjallsíma og hefur skólabragurinn tekið breytingum til hins betra. Kennarar hafa svigrúm til að tengja notkun snjallsíma við námsefnið og það hefur gefið góða raun. Fleiri skólar og sveitarfélög hér á landi hafa verið að vinna að sambærilegum verkefnum. Mikilvægt er að skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar fái frjálsar hendur til að útfæra reglur varðandi notkun snjallsíma á skólatíma. Útfærslan verður að vera unnin í fullu samráði við skólastjórnendur, kennara, nemendur og foreldra. Því er brýnt að hefja samtal á milli allra aðila skólastarfinu öllum til heilla.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Skóla - og menntamál Mest lesið Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er mikilvægt að við hefjum af alvöru samtalið um góða og slæma notkun snjallsíma á skólatíma í grunnskólum Reykjavíkurborgar. Hvað vilja nemendur, kennarar og foreldrar? Á borgarstjórnarfundi í dag verður flutt tillaga Sjálfstæðisflokksins um stýringu á notkun snjallsíma í skólum. Lagt er til að skóla- og frístundasviði verði falið að vinna að útfærslu á því hvernig hægt er að stýra notkun snjallsíma á skólatíma. Markmiðið væri að ýta undir betri notkun og koma í veg fyrir truflandi áhrif þegar á kennslu stendur. Reykjavíkurborg væri með því að taka ábyrga afstöðu um notkun snjallsíma barna og ungmenna. Skólastarf verður alltaf undir áhrifum tækniþróunar, sem er gott mál, enda mikilvægt að nýta tækni við kennslu. Það þarf hins vegar að finna hið gullna jafnvægi milli gagnlegrar og truflandi notkunar. Verkefni skólanna er m.a. að auka félagsfærni, námsgetu og þátttöku barna í skólastarfinu, tæknin getur bæði stutt við það en líka dregið úr. Við berum okkur gjarnan saman við önnur lönd og lítum þá oft til Norðurlanda. Þar eru mun strangari reglur varðandi notkun síma á skólatíma en við þekkjum. Símar eru almennt ekki leyfðir í kennslustundum. Flestir skólar nota „símahótel“, þ.e. kassa með hólfum og þangað fara allir símar og kassinn læstur þar til skóladegi lýkur. Það eru um 7 ár síðan byrjað var að nota „hótelin“ og eru áhrifin almennt talin mjög jákvæð á nemendur og kennslu. Við þurfum þó ekki að leita út fyrir landsteinana til þess að sjá góðan árangur af því að takmarka snjallsíma á skólatíma. Varmárskóli hefur t.a.m. ekki leyft snjallsíma og hefur skólabragurinn tekið breytingum til hins betra. Kennarar hafa svigrúm til að tengja notkun snjallsíma við námsefnið og það hefur gefið góða raun. Fleiri skólar og sveitarfélög hér á landi hafa verið að vinna að sambærilegum verkefnum. Mikilvægt er að skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar fái frjálsar hendur til að útfæra reglur varðandi notkun snjallsíma á skólatíma. Útfærslan verður að vera unnin í fullu samráði við skólastjórnendur, kennara, nemendur og foreldra. Því er brýnt að hefja samtal á milli allra aðila skólastarfinu öllum til heilla.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun