Landráð? Kári Stefánsson skrifar 3. desember 2019 11:30 Íslendingar eru sammála því að auðlindir hafsins í kringum landið þeirra séu sameiginleg eign þjóðarinnar. Um það standa engar deilur. Menn eru hins vegar ekki sammála um það hvernig eigi að nýta hana þjóðinni til sem mestra hagsbóta. Sumir eru á þeirri skoðun að það sé best gert með því kvótakerfi sem nú er við lýði, aðrir halda því fram að það kerfi hlúi bara að útgerðarfyrirtækjunum á kostnað þjóðarinnar. Allir segjast þó vera á þeirri skoðun að það séu hagsmunir þjóðarinnar sem eigi að ráða ferð, sama hvaða kerfi sé notað til þess að stjórna veiðunum. Skýrsla sem Verðlagsstofa Skiptaverðs gerði um samanburð á verði makríls á Íslandi og í Noregi á árunum 2012 til 2018 bendir hins vegar til þess að svo sé ekki, í það minnsta ekki alltaf. Þar sést að verð á makríl sem hráefni án tillits til ráðstöfunar sem var landað í Noregi var að meðali 227% hærra en á þeim sem var landað á Íslandi. Árið 2018 var þessi munur um það bil 300%. Það er heimsmarkaður á makríl þannig að verðið í Noregi markaðist af heimsmarkaðsverðinu. Verðið á Íslandi markaðist af einhverju allt öðru. Heildartekjur útgerðarinnar íslensku af makríl á því ári voru um 25 milljarðar, þannig að einhvers staðar hurfu 50 milljarðar af verðmætinu við það eitt að makrílnum var landað á Íslandi. Það sem meira er þá sveiflaðist verðlag á aflanum sem var landað í Noregi eftir því hvernig heimsmarkaðsverð á makríl þróaðist. Á Íslandi var verðið nokkurn vegin það sama allt árið um kring, sem þýðir einfaldlega að það var ekki einungis þrisvar sinnum lægra heldur líka með öllu óháð raunverulegu verðmæti makrílsins. Og síðan hitt, það hlýtur að hafa verið verðsamráð meðal kaupendanna. Það ku vera nokkuð einhlít regla að útgerðarfyrirtækin stóru sem veiddu makrílinn eigi líka vinnslufyrirtækin og söluaðilina. Sagan segir að makríllinn hafi síðan verið seldur frá Íslandi til erlendra fyrirtækja í eigu útgerðarfyrirtækjanna. Á síðasta ári var meðalverð sem fékkst fyrir íslenska makrílinn 65% lægra en fyrir þann norska. Það var sem sagt prýðilegt tækifæri fyrir þessi erlendu fyrirtæki í eigu íslenskrar útgerðar til þess að selja makrílinn áfram á miklu hærra verði. Ef það sem að ofan greinir er rétt þá eru afleiðingar þess að útgerðirnar hafi gert sekar um þjófnað, skattsvik og peningaþvætti: 1. Sjómenn sem veiddu makrílinn voru hlunnfarnir svo að um munar. Það má leiða að því rök að útgerðirnar hafi stolið af þeim stórfé. 2. Útgerðirnar stálu ekki bara fé af sjómönnunum heldur líka sveitafélögunum þar sem þeir greiddu sín opinberu gjöld. 3. Útgerðirnar hlunnfóru sveitarfélögin með því að greiða ekki hafnargjöld í samræmi við raunverulegt verðmæti aflans. 4. Útgerðirnar gáfu erlendum félögum, sem þær áttu, hluta af tekjum sínum og greiddu þarfaleiðandi ekki af þeim skatt. 5. Útgerðirnar stunduðu peningaþvætti í gegnum félögin, sem þær áttu í útlöndum. Útgerðirnar notuðu félögin til þess að fela tekjur og koma þeim undan skatti.Úr skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs.Nú veit ég ekki hvort þetta er eins og að ofan var rakið og vona sannarlega að svo sé ekki. Skýrsla Verðlagsstofu Skiptaverðs bendir hins vegar til þess að svo gæti verið, án þess að ég vilji leggja mat á líkurnar. En þar sem um er að ræða þann möguleika að það sé verið að stela af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar verður að rannsaka þetta ofan í kjölinn og það sem meira er, Alþingi verður að sjá til þess að það verði gert fljótt og á heiðarlegan máta. Það er ekki síður mikilvægt fyrir útgerðina en þjóðina alla. Það vekur hins vegar hjá mér óhug að það lítur út fyrir að þetta mál hafi nú þegar verið rætt bæði í þingnefndum og á fundum þingflokka stjórnmálaflokkanna, án þess að þeim hafi fundist ástæða til þess að gera nokkurn skapaðan hlut í málinu. Það má geta sér til um heildarstærð þessa máls með því að horfa til þess að á síðustu sjö árum hafa um það bil 300 milljarðar króna af norsku verðmæti makríls horfið við það eitt að honum var landað á Íslandi. Hvernig skyldi dæmið líta út ef við tækjum með í reikninginn allar tegundir fiskjar sem útgerðarfyrirtækin veiða við strendur landsins?Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Sjávarútvegur Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Sjá meira
Íslendingar eru sammála því að auðlindir hafsins í kringum landið þeirra séu sameiginleg eign þjóðarinnar. Um það standa engar deilur. Menn eru hins vegar ekki sammála um það hvernig eigi að nýta hana þjóðinni til sem mestra hagsbóta. Sumir eru á þeirri skoðun að það sé best gert með því kvótakerfi sem nú er við lýði, aðrir halda því fram að það kerfi hlúi bara að útgerðarfyrirtækjunum á kostnað þjóðarinnar. Allir segjast þó vera á þeirri skoðun að það séu hagsmunir þjóðarinnar sem eigi að ráða ferð, sama hvaða kerfi sé notað til þess að stjórna veiðunum. Skýrsla sem Verðlagsstofa Skiptaverðs gerði um samanburð á verði makríls á Íslandi og í Noregi á árunum 2012 til 2018 bendir hins vegar til þess að svo sé ekki, í það minnsta ekki alltaf. Þar sést að verð á makríl sem hráefni án tillits til ráðstöfunar sem var landað í Noregi var að meðali 227% hærra en á þeim sem var landað á Íslandi. Árið 2018 var þessi munur um það bil 300%. Það er heimsmarkaður á makríl þannig að verðið í Noregi markaðist af heimsmarkaðsverðinu. Verðið á Íslandi markaðist af einhverju allt öðru. Heildartekjur útgerðarinnar íslensku af makríl á því ári voru um 25 milljarðar, þannig að einhvers staðar hurfu 50 milljarðar af verðmætinu við það eitt að makrílnum var landað á Íslandi. Það sem meira er þá sveiflaðist verðlag á aflanum sem var landað í Noregi eftir því hvernig heimsmarkaðsverð á makríl þróaðist. Á Íslandi var verðið nokkurn vegin það sama allt árið um kring, sem þýðir einfaldlega að það var ekki einungis þrisvar sinnum lægra heldur líka með öllu óháð raunverulegu verðmæti makrílsins. Og síðan hitt, það hlýtur að hafa verið verðsamráð meðal kaupendanna. Það ku vera nokkuð einhlít regla að útgerðarfyrirtækin stóru sem veiddu makrílinn eigi líka vinnslufyrirtækin og söluaðilina. Sagan segir að makríllinn hafi síðan verið seldur frá Íslandi til erlendra fyrirtækja í eigu útgerðarfyrirtækjanna. Á síðasta ári var meðalverð sem fékkst fyrir íslenska makrílinn 65% lægra en fyrir þann norska. Það var sem sagt prýðilegt tækifæri fyrir þessi erlendu fyrirtæki í eigu íslenskrar útgerðar til þess að selja makrílinn áfram á miklu hærra verði. Ef það sem að ofan greinir er rétt þá eru afleiðingar þess að útgerðirnar hafi gert sekar um þjófnað, skattsvik og peningaþvætti: 1. Sjómenn sem veiddu makrílinn voru hlunnfarnir svo að um munar. Það má leiða að því rök að útgerðirnar hafi stolið af þeim stórfé. 2. Útgerðirnar stálu ekki bara fé af sjómönnunum heldur líka sveitafélögunum þar sem þeir greiddu sín opinberu gjöld. 3. Útgerðirnar hlunnfóru sveitarfélögin með því að greiða ekki hafnargjöld í samræmi við raunverulegt verðmæti aflans. 4. Útgerðirnar gáfu erlendum félögum, sem þær áttu, hluta af tekjum sínum og greiddu þarfaleiðandi ekki af þeim skatt. 5. Útgerðirnar stunduðu peningaþvætti í gegnum félögin, sem þær áttu í útlöndum. Útgerðirnar notuðu félögin til þess að fela tekjur og koma þeim undan skatti.Úr skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs.Nú veit ég ekki hvort þetta er eins og að ofan var rakið og vona sannarlega að svo sé ekki. Skýrsla Verðlagsstofu Skiptaverðs bendir hins vegar til þess að svo gæti verið, án þess að ég vilji leggja mat á líkurnar. En þar sem um er að ræða þann möguleika að það sé verið að stela af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar verður að rannsaka þetta ofan í kjölinn og það sem meira er, Alþingi verður að sjá til þess að það verði gert fljótt og á heiðarlegan máta. Það er ekki síður mikilvægt fyrir útgerðina en þjóðina alla. Það vekur hins vegar hjá mér óhug að það lítur út fyrir að þetta mál hafi nú þegar verið rætt bæði í þingnefndum og á fundum þingflokka stjórnmálaflokkanna, án þess að þeim hafi fundist ástæða til þess að gera nokkurn skapaðan hlut í málinu. Það má geta sér til um heildarstærð þessa máls með því að horfa til þess að á síðustu sjö árum hafa um það bil 300 milljarðar króna af norsku verðmæti makríls horfið við það eitt að honum var landað á Íslandi. Hvernig skyldi dæmið líta út ef við tækjum með í reikninginn allar tegundir fiskjar sem útgerðarfyrirtækin veiða við strendur landsins?Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun