Júlíspá Siggu Kling - Tvíburarnir: Þú ert með ástríðu til að skapa Sigga Kling skrifar 5. júlí 2019 09:00 Elsku Tvíburinn minn, þó að þú flækist oft í vandamál og vesen í kringum þig, þá þarftu bara að vita að þú þarft að sleppa, henda, gefa og hugga, en fyrst og fremst að taka þá afstöðu að vera með sjálfum þér í liði. Þú getur engan glatt ef þú ert ekki glaður sjálfur, svo farðu fyrst eftir sannfæringu þinni og frelsaðu aðra frá erfiðleikum eins mikið og þú getur, en ekki meira en þú getur. Þetta er litríkt sumar fullt af bjartsýni því þú sættist við sjálfan þig og betrumbætir lífið þitt og verður í essinu þínu. Það mun allt ganga upp í sambandi við fjármál svo ekki vera að hugsa að einhvern tímann í framtíðinni þú munir þurfa þetta eða hitt, eða að eitthvað verði að vera svona eða hinsegin því þá nærðu ekki að blessa daginn sem þú hefur. Þú framkvæmir margt sem þú varst búinn að láta bíða og fyllist áhuga á nýjum og spennandi málum, sem sagt ný áhugamál verða á vegi þínum og þó þú eigir í erfiðleikum með tengingar við fólk í kringum þig, þá verður ekkert mál fyrir þig að leysa það, gerðu bara þitt besta, það er nóg. Ef þú ert laus og liðugur sem ég skil nú reyndar ekki samhengið á, þá mun ástin reyna að grípa þig á þessu sumri, taktu fagnandi á móti henni og hafðu gaman. Lífstalan níu gefur þér þolinmæði og skilning ásamt því að gefa þér færni til að aðlagast ólíklegasta fólki og umhverfi, þú átt eftir að njóta þín út í ystu æsar og sama hvar þú ert þar verður sól. Þú ert með ástríðu til að skapa og það er svo mikilvægt að þú gerir bara það sem þér sýnist, ekki skoða hvað aðrir eru að gera, né reyna að feta í annarra fótspor, þú átt eftir að geta stigið þín eigin sterku fótspor, svo skoðaðu hvað býr í þér og leyfðu ástríðunum brjótast fram því þú getur meira en þú hefur hugmynd um. Ein uppáhalds vinkona mín er Tvíburi og þó hún eigi bara nokkur egg og einn kálhaus í ísskápnum getur hún töfrað fram veislumáltíð eins og ekkert sé, þetta er bara lítil saga, en þú átt eftir að segja og skrifa stóra sögu svo eftir þér verður tekið. Knús og kveðja, þín Sigga KlingDagur, Joan, Aníta, Donald, Marilyn og Heimir.Vísir/Getty/FBLTvíburar 21. maí - 21. júníÖrn Árnason leikari, 19, júní Össur Skarphéðinsson húmoristi, 19. júní Páll Magnússon þingmaður , 17. júní Kjartan Atli Kjartansson fjölmiðlamaður, 23. maí Heimir Hallgrímsson knattspyrnuþjálfari, 10. júní Donald Trump, Bandaríkjaforseti, 14. júní Bjartmar Guðlaugsson, söngvari og snillingur, 13. júní Dagur B. Eggertsson, 19. júní Jóhann Kristófer Stefánsson, tónlistarmaður 12. júní Aníta Briem, leikkona, 29. maí Ingó Veðurguð, tónlistarmaður, 31. maí Joan Rivers, leikkona, 8. júní Marilyn Monroe, 1. júní Selma Björnsdóttir, 13. júní Sunna Rannveig Davíðsdóttir, bardagakona, 21. júní Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Glatkistunni lokað Menning „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Fleiri fréttir Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Purrkur Pillnikk spilar á Innipúkanum Sjá meira
Elsku Tvíburinn minn, þó að þú flækist oft í vandamál og vesen í kringum þig, þá þarftu bara að vita að þú þarft að sleppa, henda, gefa og hugga, en fyrst og fremst að taka þá afstöðu að vera með sjálfum þér í liði. Þú getur engan glatt ef þú ert ekki glaður sjálfur, svo farðu fyrst eftir sannfæringu þinni og frelsaðu aðra frá erfiðleikum eins mikið og þú getur, en ekki meira en þú getur. Þetta er litríkt sumar fullt af bjartsýni því þú sættist við sjálfan þig og betrumbætir lífið þitt og verður í essinu þínu. Það mun allt ganga upp í sambandi við fjármál svo ekki vera að hugsa að einhvern tímann í framtíðinni þú munir þurfa þetta eða hitt, eða að eitthvað verði að vera svona eða hinsegin því þá nærðu ekki að blessa daginn sem þú hefur. Þú framkvæmir margt sem þú varst búinn að láta bíða og fyllist áhuga á nýjum og spennandi málum, sem sagt ný áhugamál verða á vegi þínum og þó þú eigir í erfiðleikum með tengingar við fólk í kringum þig, þá verður ekkert mál fyrir þig að leysa það, gerðu bara þitt besta, það er nóg. Ef þú ert laus og liðugur sem ég skil nú reyndar ekki samhengið á, þá mun ástin reyna að grípa þig á þessu sumri, taktu fagnandi á móti henni og hafðu gaman. Lífstalan níu gefur þér þolinmæði og skilning ásamt því að gefa þér færni til að aðlagast ólíklegasta fólki og umhverfi, þú átt eftir að njóta þín út í ystu æsar og sama hvar þú ert þar verður sól. Þú ert með ástríðu til að skapa og það er svo mikilvægt að þú gerir bara það sem þér sýnist, ekki skoða hvað aðrir eru að gera, né reyna að feta í annarra fótspor, þú átt eftir að geta stigið þín eigin sterku fótspor, svo skoðaðu hvað býr í þér og leyfðu ástríðunum brjótast fram því þú getur meira en þú hefur hugmynd um. Ein uppáhalds vinkona mín er Tvíburi og þó hún eigi bara nokkur egg og einn kálhaus í ísskápnum getur hún töfrað fram veislumáltíð eins og ekkert sé, þetta er bara lítil saga, en þú átt eftir að segja og skrifa stóra sögu svo eftir þér verður tekið. Knús og kveðja, þín Sigga KlingDagur, Joan, Aníta, Donald, Marilyn og Heimir.Vísir/Getty/FBLTvíburar 21. maí - 21. júníÖrn Árnason leikari, 19, júní Össur Skarphéðinsson húmoristi, 19. júní Páll Magnússon þingmaður , 17. júní Kjartan Atli Kjartansson fjölmiðlamaður, 23. maí Heimir Hallgrímsson knattspyrnuþjálfari, 10. júní Donald Trump, Bandaríkjaforseti, 14. júní Bjartmar Guðlaugsson, söngvari og snillingur, 13. júní Dagur B. Eggertsson, 19. júní Jóhann Kristófer Stefánsson, tónlistarmaður 12. júní Aníta Briem, leikkona, 29. maí Ingó Veðurguð, tónlistarmaður, 31. maí Joan Rivers, leikkona, 8. júní Marilyn Monroe, 1. júní Selma Björnsdóttir, 13. júní Sunna Rannveig Davíðsdóttir, bardagakona, 21. júní
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Glatkistunni lokað Menning „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Fleiri fréttir Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Purrkur Pillnikk spilar á Innipúkanum Sjá meira