Álframleiðsla og hringrásarhagkerfið Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 3. janúar 2019 07:30 Guðni Jóhannesson orkumálastjóri og Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður eru menn á besta aldri í góðum stöðum sem báðir hafa á síðustu dögum gert myndina Kona fer í stríð að umtalsefni í skrifum sínum. Þeim virðist mislíka mjög margt í myndinni. Það kemur reyndar ekki sérstaklega á óvart því fyrirfram hafa væntanlega fáir gert ráð fyrir að þeir ættu auðvelt með að samsama sig aðalsöguhetju myndarinnar, einhleypri konu og náttúruunnanda sem ekki þarf að bjarga. Guðni reynir enn að hefja málmbræðslu á Íslandi upp sem e.k. lausn á loftslagsvandanum og finnur það myndinni helst til foráttu að hún gengur út frá því að náttúruvernd og loftslagsmál fari saman. Tesa Guðna er að álið sem hér er brætt úr súráli sem numið var með hræðilegum kostnaði fyrir umhverfið, yrði ella unnið með kolaorku. Samt hefur honum margoft verið bent á hversu rangt er að halda þessu fram. Enginn hefur enn sýnt fram á að álframleiðsla í heiminum sé undanskilin lögmáli framboðs og eftirspurnar. Heimsframleiðsla á áli er með öðrum orðum ekki fasti og alls ekki hægt að ganga út frá því að jafngildi þess áls sem framleitt er hér yrði framleitt annars staðar með óhreinni orku. Við höfum skapað hér á Íslandi aðstæður sem gera það aðlaðandi fyrir alþjóðleg risafyrirtæki að setja upp mengandi framleiðslu. Þessi fyrirtæki, sem flokkast hátt á listum yfir mestu mengunarvalda heims, starfa þar sem aðstæður eru þeim hagfelldar og koma eingöngu til Íslands vegna þess að hér fá þau mjög ódýrt rafmagn – og aðgang að leiðitömu stjórnmálafólki og „þægilegum“ embættismönnum og stjórnsýslu. Okkar stóra verkefni næsta áratuginn er að koma upp hringrásarhagkerfi og draga úr neyslu í víðasta skilningi orðsins. Þannig náum við skjótum árangri í loftslagsmálum. Ál er frábær málmur inn í hringrásarhagkerfið því hann er hægt að endurvinna nánast endalaust. Þar á fókusinn að vera, að endurvinna álið sem við eigum nú þegar. Verndun náttúru með öflugri gróður- og jarðvegsvernd er mikilvæg loftslagsaðgerð. Orkufrekur málmiðnaður með tilheyrandi eyðileggingu náttúru, mengun og losun gróðurhúsalofttegunda er það ekki.Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Guðni Jóhannesson orkumálastjóri og Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður eru menn á besta aldri í góðum stöðum sem báðir hafa á síðustu dögum gert myndina Kona fer í stríð að umtalsefni í skrifum sínum. Þeim virðist mislíka mjög margt í myndinni. Það kemur reyndar ekki sérstaklega á óvart því fyrirfram hafa væntanlega fáir gert ráð fyrir að þeir ættu auðvelt með að samsama sig aðalsöguhetju myndarinnar, einhleypri konu og náttúruunnanda sem ekki þarf að bjarga. Guðni reynir enn að hefja málmbræðslu á Íslandi upp sem e.k. lausn á loftslagsvandanum og finnur það myndinni helst til foráttu að hún gengur út frá því að náttúruvernd og loftslagsmál fari saman. Tesa Guðna er að álið sem hér er brætt úr súráli sem numið var með hræðilegum kostnaði fyrir umhverfið, yrði ella unnið með kolaorku. Samt hefur honum margoft verið bent á hversu rangt er að halda þessu fram. Enginn hefur enn sýnt fram á að álframleiðsla í heiminum sé undanskilin lögmáli framboðs og eftirspurnar. Heimsframleiðsla á áli er með öðrum orðum ekki fasti og alls ekki hægt að ganga út frá því að jafngildi þess áls sem framleitt er hér yrði framleitt annars staðar með óhreinni orku. Við höfum skapað hér á Íslandi aðstæður sem gera það aðlaðandi fyrir alþjóðleg risafyrirtæki að setja upp mengandi framleiðslu. Þessi fyrirtæki, sem flokkast hátt á listum yfir mestu mengunarvalda heims, starfa þar sem aðstæður eru þeim hagfelldar og koma eingöngu til Íslands vegna þess að hér fá þau mjög ódýrt rafmagn – og aðgang að leiðitömu stjórnmálafólki og „þægilegum“ embættismönnum og stjórnsýslu. Okkar stóra verkefni næsta áratuginn er að koma upp hringrásarhagkerfi og draga úr neyslu í víðasta skilningi orðsins. Þannig náum við skjótum árangri í loftslagsmálum. Ál er frábær málmur inn í hringrásarhagkerfið því hann er hægt að endurvinna nánast endalaust. Þar á fókusinn að vera, að endurvinna álið sem við eigum nú þegar. Verndun náttúru með öflugri gróður- og jarðvegsvernd er mikilvæg loftslagsaðgerð. Orkufrekur málmiðnaður með tilheyrandi eyðileggingu náttúru, mengun og losun gróðurhúsalofttegunda er það ekki.Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar