Verstappen fyrstur í Austurríki en gæti fengið refsingu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 30. júní 2019 14:47 Max Verstappen fékk frábæran stuðning í brautinni í Austurríki vísir/getty Max Verstappen fagnaði sigri í austurríska kappakstrinum í Formúlu 1 í dag. Verstappen átti frábæran dag og vann annað árið í röð á heimavelli Red Bull. Verstappen var annar á ráspól á eftir Ferrarimanninum Charles Leclerc. Hollendingurinn byrjaði hrikalega og datt niður í sjöunda sæti strax eftir fyrstu beygjurnar. Hann lét það hins vegar ekki á sig fá og vann sig hægt og rólega upp töfluna. Leclerc var í forystu í lokasprettinum á meðan Verstappen var á svakalegum hraða og var hraðastur í brautinni hring eftir hring. Red Bull maðurinn setti pressu á Leclerc og náði svo að fara fram úr honum þegar tveir hringir voru eftir. Leclerc náði ekki að svara og Verstappen vann sinn sjötta kappakstur á ferlinum.BREAKING: @Max33Verstappen wins an epic race in Spielberg! Charles Leclerc finishes second with Valtteri Bottas taking third WHAT. A. RACE.!!!#AustrianGP#F1pic.twitter.com/vpYPCFqHfc — Formula 1 (@F1) June 30, 2019 Valtteri Bottas á Mercedes varð þriðji en liðsfélagi hans Lewis Hamilton, sem hefur unnið hvern kappaksturinn á fætur öðrum á tímabilinu, varð að sætta sig við fimmta sætið. Sebastian Vettel á Ferrari varð fjórði. Atvikið þegar Verstappen fór fram úr Leclerc er í skoðun þar sem Verstappen gæti hafa gerst brotlegur og ýtt Leclerc út af brautinni. Hann er þó sigurvegari kappakstursins þar til annað kemur í ljós. Heyrði hollenska þjóðsönginn, fékk sinn verðlaunagrip og fagnaði fyrsta sigri sínum þetta tímabilið.CLASSIFICATION - AUSTRIAN GRAND PRIX Verstappen takes Honda's first win since 2006 - although stewards are looking at his lap 69 pass for the lead #AustrianGP#F1pic.twitter.com/1EdjnShnB6 — Formula 1 (@F1) June 30, 2019 Formúla Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Max Verstappen fagnaði sigri í austurríska kappakstrinum í Formúlu 1 í dag. Verstappen átti frábæran dag og vann annað árið í röð á heimavelli Red Bull. Verstappen var annar á ráspól á eftir Ferrarimanninum Charles Leclerc. Hollendingurinn byrjaði hrikalega og datt niður í sjöunda sæti strax eftir fyrstu beygjurnar. Hann lét það hins vegar ekki á sig fá og vann sig hægt og rólega upp töfluna. Leclerc var í forystu í lokasprettinum á meðan Verstappen var á svakalegum hraða og var hraðastur í brautinni hring eftir hring. Red Bull maðurinn setti pressu á Leclerc og náði svo að fara fram úr honum þegar tveir hringir voru eftir. Leclerc náði ekki að svara og Verstappen vann sinn sjötta kappakstur á ferlinum.BREAKING: @Max33Verstappen wins an epic race in Spielberg! Charles Leclerc finishes second with Valtteri Bottas taking third WHAT. A. RACE.!!!#AustrianGP#F1pic.twitter.com/vpYPCFqHfc — Formula 1 (@F1) June 30, 2019 Valtteri Bottas á Mercedes varð þriðji en liðsfélagi hans Lewis Hamilton, sem hefur unnið hvern kappaksturinn á fætur öðrum á tímabilinu, varð að sætta sig við fimmta sætið. Sebastian Vettel á Ferrari varð fjórði. Atvikið þegar Verstappen fór fram úr Leclerc er í skoðun þar sem Verstappen gæti hafa gerst brotlegur og ýtt Leclerc út af brautinni. Hann er þó sigurvegari kappakstursins þar til annað kemur í ljós. Heyrði hollenska þjóðsönginn, fékk sinn verðlaunagrip og fagnaði fyrsta sigri sínum þetta tímabilið.CLASSIFICATION - AUSTRIAN GRAND PRIX Verstappen takes Honda's first win since 2006 - although stewards are looking at his lap 69 pass for the lead #AustrianGP#F1pic.twitter.com/1EdjnShnB6 — Formula 1 (@F1) June 30, 2019
Formúla Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira